Raddir gærdagsins Ögmundur Jónasson skrifar 7. september 2009 06:00 Ögmundur Jónasson skrifar um orkumál og stjórnmálaumræðu Tveir gamlir stjórnmálajaxlar leggja undir sig leiðarsíðu Fréttablaðsins um helgina. Annar skrifar leiðara, hinn pólitíska fréttaskýringu. Leiðarahöfundurinn er fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, stjórnmálagreinandinn fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Einhvern veginn fannst mér skrif þeirrra beggja vera svolítið fyrrverandi. Jón Sigurðsson, framsóknarmaður, segist vilja fá einkaaðila til að fjárfesta í orkuiðnaði. Þeir komi inn með svo mikla peninga og þekkingu: „Við þurfum að sækja þekkingu, viðskiptatengsl og fjármagn þangað sem þessa hluti er besta að finna ...." Leiðarinn gengur meira og minna út á að réttlæta aðkomu fjármagns í einkaeigu; að gagnvart því megi ekki ala á „tilefnislausri tortryggni". Jón Siguðrssson segir að við megum alls ekki rugla saman auðlindum á láði og legi við auðlindir mannauðsins. Engar auðlindir komist „í hálfkvisti við auðlindir fólksins sjálfs". Hér mun vera átt við menntun og atgervi þjóðarinnar. Spurningin sem Jón Sigurðsson svarar ekki er hvað sé frábrugðið við stöðu Íslendinga og annarra þjóða sem missa forræði yfir auðlindum sínum - og þar með getu til að standa straum af kostnaði menntakerfis og annara innviða samfélagsins. Og hvað varðar peningana og þekkinguna: Getur verið eftir upplýsandi umræðu í fjölmiðlum um Hitaveitu Suðurnesja, að JS geri sér ekki grein fyrir því að fjárfestar þar koma ekki færandi hendi? Þeirra ætlan er þvert á móti að hafa af okkur peninga; láta arðinn færa sér eignir. Arður sem rennur inn í samfélag en ekki út úr því er til góðs. Arðurinn af Gvendarbrunnum og hitaveitum hefur hingað til runnið inn í samfélagið og byggt það upp. Geysir Green og Magma vilja hins vegar færa arðinn í eigin vasa! Hvaða þekkingu bjóða þessir aðilar? Yfir hvaða þekkingu í orkumálum búa þeir Bjarni, Hannes, Finnur...? Svo er það Þorsteinn Pálsson, sjálfstæðismaður. Hugsun hans virðist mér ganga út á það helst að túlka málefnalegar umræður innanbúðar í stjórnmálaflokkum sem slagsmál og valdabaráttu einstaklinga. Þetta er dæmigerð stjórnmálahugsun gærdagsins. Morgundagurinn snýst um opna umræðu og lýðræðislega. Þeir sem reyna að gera slíka stjórnmálahugsun tortryggilega eiga heima í sögubókum fortíðarinnar. Kannski eiga fyrrverandi formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar helst heima þar. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson skrifar um orkumál og stjórnmálaumræðu Tveir gamlir stjórnmálajaxlar leggja undir sig leiðarsíðu Fréttablaðsins um helgina. Annar skrifar leiðara, hinn pólitíska fréttaskýringu. Leiðarahöfundurinn er fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, stjórnmálagreinandinn fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Einhvern veginn fannst mér skrif þeirrra beggja vera svolítið fyrrverandi. Jón Sigurðsson, framsóknarmaður, segist vilja fá einkaaðila til að fjárfesta í orkuiðnaði. Þeir komi inn með svo mikla peninga og þekkingu: „Við þurfum að sækja þekkingu, viðskiptatengsl og fjármagn þangað sem þessa hluti er besta að finna ...." Leiðarinn gengur meira og minna út á að réttlæta aðkomu fjármagns í einkaeigu; að gagnvart því megi ekki ala á „tilefnislausri tortryggni". Jón Siguðrssson segir að við megum alls ekki rugla saman auðlindum á láði og legi við auðlindir mannauðsins. Engar auðlindir komist „í hálfkvisti við auðlindir fólksins sjálfs". Hér mun vera átt við menntun og atgervi þjóðarinnar. Spurningin sem Jón Sigurðsson svarar ekki er hvað sé frábrugðið við stöðu Íslendinga og annarra þjóða sem missa forræði yfir auðlindum sínum - og þar með getu til að standa straum af kostnaði menntakerfis og annara innviða samfélagsins. Og hvað varðar peningana og þekkinguna: Getur verið eftir upplýsandi umræðu í fjölmiðlum um Hitaveitu Suðurnesja, að JS geri sér ekki grein fyrir því að fjárfestar þar koma ekki færandi hendi? Þeirra ætlan er þvert á móti að hafa af okkur peninga; láta arðinn færa sér eignir. Arður sem rennur inn í samfélag en ekki út úr því er til góðs. Arðurinn af Gvendarbrunnum og hitaveitum hefur hingað til runnið inn í samfélagið og byggt það upp. Geysir Green og Magma vilja hins vegar færa arðinn í eigin vasa! Hvaða þekkingu bjóða þessir aðilar? Yfir hvaða þekkingu í orkumálum búa þeir Bjarni, Hannes, Finnur...? Svo er það Þorsteinn Pálsson, sjálfstæðismaður. Hugsun hans virðist mér ganga út á það helst að túlka málefnalegar umræður innanbúðar í stjórnmálaflokkum sem slagsmál og valdabaráttu einstaklinga. Þetta er dæmigerð stjórnmálahugsun gærdagsins. Morgundagurinn snýst um opna umræðu og lýðræðislega. Þeir sem reyna að gera slíka stjórnmálahugsun tortryggilega eiga heima í sögubókum fortíðarinnar. Kannski eiga fyrrverandi formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar helst heima þar. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun