Bandaríkin og Kína sögð hindra lausnir 24. nóvember 2009 00:45 Mótmæli í Brussel Hópur mótmælenda kom saman fyrir utan byggingu leiðtogaráðs Evrópusambandsdins í Brussel í gær, með grímur nokkurra helstu leiðtoga sambandsins. Evrópusambandið hvetur ráðamenn í Bandaríkjunum og Kína til þess að taka af skarið og setja sér markmið í loftslagsmálum, svo loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn verði ekki árangurslaus. Evrópusambandið segir tregðu þessara tveggja ríkja koma í veg fyrir að samningar um ráðstafanir í loftslagsmálum geti tekist á ráðstefnunni sem haldin verður um miðjan næsta mánuð. Aðeins tvær vikur eru þangað til ráðstefnan hefst, og enn hafa ekki ákveðin markmið verið sett fram af hálfu Kína og Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa enn ekki gefið nein loforð um hve mikið þau ætla að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þar er beðið eftir þinginu, sem hefur í smíðum frumvarp um loftslagsmál. Meðan það frumvarp hefur ekki verið afgreitt getur Barack Obama forseti ekki gefið nein loforð. Kínverjar hafa heldur ekki sett fram nein loforð önnur en þau að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda eftir því sem hægt er. Kínverjar eru þeirrar skoðunar að þróunarríki eigi ekki að gefa upp ákveðin markmið heldur láta efnahagsgetu ráða hve langt er gengið ár hvert. Vísindamenn á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa mælt með því að auðug iðnríki dragi úr losun um 25 til 40 prósent til ársins 2020, frá því sem var árið 1990. Evrópusambandið hefur heitið því að draga úr losun um 30 prósent, ef önnur ríki fylgja því fordæmi, og síðan draga að mestu úr allri losun fyrir árið 2050, eða um 95 prósent. Bandaríkin hafa ekki hugsað sér að ganga svo langt, heldur draga úr losun um aðeins 3,5 prósent. Evrópusambandið hefur hins vegar ekki enn lofað fátækari þróunarríkjum fjárstuðningi til þess að auðvelda þeim að draga úr losun. Evrópusambandið hefur aðeins lofað því að taka þátt í að fjármagna alþjóðlegan sjóð í þessu skyni, án þess að nefna ákveðnar upphæðir. Ekki er lengur reiknað með að á ráðstefnunni verði afgreitt bindandi samkomulag, heldur aðeins pólitísk yfirlýsing um markmið. Væntanlega verður stefnt að því að þau markmið verði útfærð nánar á næsta ári. gudsteinn@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira
Evrópusambandið hvetur ráðamenn í Bandaríkjunum og Kína til þess að taka af skarið og setja sér markmið í loftslagsmálum, svo loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn verði ekki árangurslaus. Evrópusambandið segir tregðu þessara tveggja ríkja koma í veg fyrir að samningar um ráðstafanir í loftslagsmálum geti tekist á ráðstefnunni sem haldin verður um miðjan næsta mánuð. Aðeins tvær vikur eru þangað til ráðstefnan hefst, og enn hafa ekki ákveðin markmið verið sett fram af hálfu Kína og Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa enn ekki gefið nein loforð um hve mikið þau ætla að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þar er beðið eftir þinginu, sem hefur í smíðum frumvarp um loftslagsmál. Meðan það frumvarp hefur ekki verið afgreitt getur Barack Obama forseti ekki gefið nein loforð. Kínverjar hafa heldur ekki sett fram nein loforð önnur en þau að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda eftir því sem hægt er. Kínverjar eru þeirrar skoðunar að þróunarríki eigi ekki að gefa upp ákveðin markmið heldur láta efnahagsgetu ráða hve langt er gengið ár hvert. Vísindamenn á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa mælt með því að auðug iðnríki dragi úr losun um 25 til 40 prósent til ársins 2020, frá því sem var árið 1990. Evrópusambandið hefur heitið því að draga úr losun um 30 prósent, ef önnur ríki fylgja því fordæmi, og síðan draga að mestu úr allri losun fyrir árið 2050, eða um 95 prósent. Bandaríkin hafa ekki hugsað sér að ganga svo langt, heldur draga úr losun um aðeins 3,5 prósent. Evrópusambandið hefur hins vegar ekki enn lofað fátækari þróunarríkjum fjárstuðningi til þess að auðvelda þeim að draga úr losun. Evrópusambandið hefur aðeins lofað því að taka þátt í að fjármagna alþjóðlegan sjóð í þessu skyni, án þess að nefna ákveðnar upphæðir. Ekki er lengur reiknað með að á ráðstefnunni verði afgreitt bindandi samkomulag, heldur aðeins pólitísk yfirlýsing um markmið. Væntanlega verður stefnt að því að þau markmið verði útfærð nánar á næsta ári. gudsteinn@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira