Formenn bjartsýnir fyrir kosningarnar 24. apríl 2009 06:00 Formenn framboðanna til Alþingis eru allir bjartsýnir á gott gengi í komandi kosningum þrátt fyrir mismunandi útkomu í könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna á landsvísu. „Þessi niðurstaða er í samræmi við það sem ég finn, að fólk vilji að við verðum leiðandi afl í næstu ríkisstjórn," segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, sem fær 31,8 prósent og 21 þingmann í könnun Fréttablaðsins. Jóhanna segir að túlka megi niðurstöðuna þannig að stór hluti þjóðarinnar telji að Samfylking hafi lausnir fyrir fyrirtæki og heimili í landinu. „Við erum með áætlun um framtíðarlausn út úr þessum hremmingum. Könnunin sýnir einnig að fólk vill að lausnir nýfrjálshyggjunnar fari til hliðar á næstu árum og lausnir félagshyggju og jafnaðarstefnunnar verði settar í öndvegi," segir hún. Vinstri grænir fá 24,1 prósent í könnunni og sextán menn á þing. „Þetta sýnir að það eru verulegar líkur á áframhaldandi velferðarstjórn eftir kosningar. Við erum auðvitað ánægð en höldum ró okkar," segir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG. „Ef kosningarnar færu svona bætum við við okkur tíu prósentustigum frá síðustu kosningum og værum orðin annar stærsti flokkurinn. Það yrðu auðvitað stórtíðindi en ég spyr bara að leikslokum," segir Katrín. Óttast stefnu stjórnarflokka„Auðvitað erum við Sjálfstæðismenn ekki ánægðir með hvar við erum að mælast þessa dagana en við erum bjartsýnir á að við munum skila í hús betri tölum heldur kannanir undanfarinna daga sýna," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem könnun Fréttablaðsins gefur 21,9 prósent atkvæða og fimmtán þingmenn.Bjarni segir hreyfingu vera á fylginu. „Ég skynja það frá frambjóðendum flokksins um allt land að fólki finnst það vera að koma betur og betur í ljós hvað ríkisstjórnarflokkarnir eru ósammála um mikilvæg mál sem skipta miklu fyrir atvinnustigið í landinu og þar með heimilin," segir hann.„Mér líst náttúrulega vel á að fylgi Framsóknarflokksins sé að aukast. Hins vegar hef ég verulegar áhyggjur því að þetta gefur til kynna að hér verði hrein vinstri stjórn eftir kosningar og ég tel að hún muni fylgja efnahagsstefnu sem verði landinu mjög hættuleg. Þar af leiðandi er niðurstaðan hvað þessa tvo flokka vonbrigði," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins sem í könnun Fréttablaðsins fær 11,3 prósent fylgi og sjö alþingismenn.Sigmundur segir að sér lítist vel á framhaldið. „Við ákváðum eftir að ég kom inn að við myndum ekki hafa of miklar áhyggjur af skoðanakönnunum heldur halda okkar striki og segja hlutina eins og við teljum þá vera þótt það væri ekki alltaf fallið til vinsælda. Fólk virðist hins vegar vera að átta sig betur og betur á skilaboðum okkar." Fimmti flokkurinn á þing„Þetta hljómar rosalega vel í ljósi þess stutta tíma sem við höfum haft," segir Herbert Sveinbjörnsson, formaður stjórnar Borgarahreyfingarinnar sem fær 7,1 prósent atkvæða samkvæmt könnuninni og fjóra menn á Alþingi. „Það eru átta vikur síðan hreyfingin var stofnuð og það er ótrúlega mikið af óeigingjörnu fólki sem hefur hjálpað okkur. Mér sýnist að við ætlum að verða fimmti flokkurinn á þingi og það held ég að sé hið besta mál fyrir okkur öll," bætir Herbert við. „Ég hefði vænst þess að við mældumst hærra í þessari könnun, en mín bjargfasta trú er sú að við fáum meira í kosningunum," segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, um fylgiskönnun Fréttablaðsins. Frjálslyndir fá 2,6 prósent í könnuninni og engan mann á þing. Guðjón Arnar segist hafa farið um allt Norðvesturkjördæmi. Af þeirri reynslu að dæma hafi hann enga trú á öðru en að flokkurinn nái inn manni. „Okkar reynsla er sú að við fáum venjulega 3 til 4 prósentum meira í kosningum en könnunum. Við vonumst því til þess að bæta stöðuna," segir Guðjón Arnar. Grátlegt að kjósa ánauð áfram„Það er grátlegt ef þjóðin ætlar að vera svo vitlaus að kjósa yfir áframhaldandi ánauð spilltra og úreltra stjórnmálaflokka og mútuþægra alþingismanna," segir Ástþór Magnússon, formaður Lýðræðishreyfingarinnar sem fær 1,2 prósent og engan mann á þing í könnuninni. Ástþór segir að á kjördag sé þjóðin frjáls að kjósa sig úr ánauðinni. „Ef þjóðin hefði vit á því að kjósa Lýðræðishreyfinguna á þing væri þjóðin sjálf að fá áhrif á Alþingi. Þingmenn Lýðræðishreyfingarinnar munu ganga í takt við rafrænt almannaþing þar sem þjóðin sjálf hefur orðið og valdið," segir Ástþór Magnússon. gar@frettabladid.is / kjartan@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Formenn framboðanna til Alþingis eru allir bjartsýnir á gott gengi í komandi kosningum þrátt fyrir mismunandi útkomu í könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna á landsvísu. „Þessi niðurstaða er í samræmi við það sem ég finn, að fólk vilji að við verðum leiðandi afl í næstu ríkisstjórn," segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, sem fær 31,8 prósent og 21 þingmann í könnun Fréttablaðsins. Jóhanna segir að túlka megi niðurstöðuna þannig að stór hluti þjóðarinnar telji að Samfylking hafi lausnir fyrir fyrirtæki og heimili í landinu. „Við erum með áætlun um framtíðarlausn út úr þessum hremmingum. Könnunin sýnir einnig að fólk vill að lausnir nýfrjálshyggjunnar fari til hliðar á næstu árum og lausnir félagshyggju og jafnaðarstefnunnar verði settar í öndvegi," segir hún. Vinstri grænir fá 24,1 prósent í könnunni og sextán menn á þing. „Þetta sýnir að það eru verulegar líkur á áframhaldandi velferðarstjórn eftir kosningar. Við erum auðvitað ánægð en höldum ró okkar," segir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG. „Ef kosningarnar færu svona bætum við við okkur tíu prósentustigum frá síðustu kosningum og værum orðin annar stærsti flokkurinn. Það yrðu auðvitað stórtíðindi en ég spyr bara að leikslokum," segir Katrín. Óttast stefnu stjórnarflokka„Auðvitað erum við Sjálfstæðismenn ekki ánægðir með hvar við erum að mælast þessa dagana en við erum bjartsýnir á að við munum skila í hús betri tölum heldur kannanir undanfarinna daga sýna," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem könnun Fréttablaðsins gefur 21,9 prósent atkvæða og fimmtán þingmenn.Bjarni segir hreyfingu vera á fylginu. „Ég skynja það frá frambjóðendum flokksins um allt land að fólki finnst það vera að koma betur og betur í ljós hvað ríkisstjórnarflokkarnir eru ósammála um mikilvæg mál sem skipta miklu fyrir atvinnustigið í landinu og þar með heimilin," segir hann.„Mér líst náttúrulega vel á að fylgi Framsóknarflokksins sé að aukast. Hins vegar hef ég verulegar áhyggjur því að þetta gefur til kynna að hér verði hrein vinstri stjórn eftir kosningar og ég tel að hún muni fylgja efnahagsstefnu sem verði landinu mjög hættuleg. Þar af leiðandi er niðurstaðan hvað þessa tvo flokka vonbrigði," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins sem í könnun Fréttablaðsins fær 11,3 prósent fylgi og sjö alþingismenn.Sigmundur segir að sér lítist vel á framhaldið. „Við ákváðum eftir að ég kom inn að við myndum ekki hafa of miklar áhyggjur af skoðanakönnunum heldur halda okkar striki og segja hlutina eins og við teljum þá vera þótt það væri ekki alltaf fallið til vinsælda. Fólk virðist hins vegar vera að átta sig betur og betur á skilaboðum okkar." Fimmti flokkurinn á þing„Þetta hljómar rosalega vel í ljósi þess stutta tíma sem við höfum haft," segir Herbert Sveinbjörnsson, formaður stjórnar Borgarahreyfingarinnar sem fær 7,1 prósent atkvæða samkvæmt könnuninni og fjóra menn á Alþingi. „Það eru átta vikur síðan hreyfingin var stofnuð og það er ótrúlega mikið af óeigingjörnu fólki sem hefur hjálpað okkur. Mér sýnist að við ætlum að verða fimmti flokkurinn á þingi og það held ég að sé hið besta mál fyrir okkur öll," bætir Herbert við. „Ég hefði vænst þess að við mældumst hærra í þessari könnun, en mín bjargfasta trú er sú að við fáum meira í kosningunum," segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, um fylgiskönnun Fréttablaðsins. Frjálslyndir fá 2,6 prósent í könnuninni og engan mann á þing. Guðjón Arnar segist hafa farið um allt Norðvesturkjördæmi. Af þeirri reynslu að dæma hafi hann enga trú á öðru en að flokkurinn nái inn manni. „Okkar reynsla er sú að við fáum venjulega 3 til 4 prósentum meira í kosningum en könnunum. Við vonumst því til þess að bæta stöðuna," segir Guðjón Arnar. Grátlegt að kjósa ánauð áfram„Það er grátlegt ef þjóðin ætlar að vera svo vitlaus að kjósa yfir áframhaldandi ánauð spilltra og úreltra stjórnmálaflokka og mútuþægra alþingismanna," segir Ástþór Magnússon, formaður Lýðræðishreyfingarinnar sem fær 1,2 prósent og engan mann á þing í könnuninni. Ástþór segir að á kjördag sé þjóðin frjáls að kjósa sig úr ánauðinni. „Ef þjóðin hefði vit á því að kjósa Lýðræðishreyfinguna á þing væri þjóðin sjálf að fá áhrif á Alþingi. Þingmenn Lýðræðishreyfingarinnar munu ganga í takt við rafrænt almannaþing þar sem þjóðin sjálf hefur orðið og valdið," segir Ástþór Magnússon. gar@frettabladid.is / kjartan@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira