Sjálfstæðisflokkurinn fengi 2 menn í Kraganum 22. apríl 2009 18:30 Sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins, Kraginn, er hrunið samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Flokkurinn tapar nærri tuttugu prósentustigum í kjördæminu frá síðustu kosningum. Samfylkingin er stærst í Kraganum. Það er ekki ofsagt að hið pólitíska landslag er að taka gríðarlegum breytingum þessar vikurnar. Þannig var samanlagt fylgi vinstri flokkanna í Kraganum minna en Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum - í nýjustu könnun fréttastofu eru bæði Vinstri græn og Samfylking stærri en Sjálfstæðisflokkur. Af þeim sem tóku afstöðu hyggjast 8,6% kjósa Framsókn sem heldur einum þingmanni. Fylgið heldur áfram að hrynja af Sjálfstæðisflokknum, sem fær í þessari könnun 23,1% - en fékk 42,6% í þessu kjördæmi fyrir tveimur árum. Kraginn var sterkasta vígi flokksins í síðustu kosningum og svo virðist sem nýr formaður sem leiðir listann þar hafi ekki náð að heilla kjósendur. Þeir missa þrjá af fimm kjördæmakjörnum þingmönnum. Frjálslyndir fá rúmt prósent en Borgarahreyfingin er í þessari könnun stærri en Framsókn og mælist hvergi sterkari, með 10,2 atkvæða og fengi einn mann á þing. Lýðræðishreyfingin fær innan við prósent, Samfylkingin bætir við sig frá síðustu kosningum og er stærsti flokkur kjördæmisins með 32,2% atkvæða. Vinstri grænir halda áfram að sópa til sín stuðningsmönnum og meira en tvöfalda fylgið frá síðustu kosningum og fengi nú 24,1 prósent atkvæða. Án uppbótarmanna yrðu þetta þá þingmenn kjördæmisins. Siv Friðleifsdóttir, Bjarni Benediktsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þór Saari, Árni Páll Árnason, Katrín Júlíusdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Magnús Orri Schram, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Ögmundur Jónasson. Hringt var í 600 manns í kjördæminu í gærkvöldi, 72% tóku afstöðu. Kosningar 2009 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins, Kraginn, er hrunið samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Flokkurinn tapar nærri tuttugu prósentustigum í kjördæminu frá síðustu kosningum. Samfylkingin er stærst í Kraganum. Það er ekki ofsagt að hið pólitíska landslag er að taka gríðarlegum breytingum þessar vikurnar. Þannig var samanlagt fylgi vinstri flokkanna í Kraganum minna en Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum - í nýjustu könnun fréttastofu eru bæði Vinstri græn og Samfylking stærri en Sjálfstæðisflokkur. Af þeim sem tóku afstöðu hyggjast 8,6% kjósa Framsókn sem heldur einum þingmanni. Fylgið heldur áfram að hrynja af Sjálfstæðisflokknum, sem fær í þessari könnun 23,1% - en fékk 42,6% í þessu kjördæmi fyrir tveimur árum. Kraginn var sterkasta vígi flokksins í síðustu kosningum og svo virðist sem nýr formaður sem leiðir listann þar hafi ekki náð að heilla kjósendur. Þeir missa þrjá af fimm kjördæmakjörnum þingmönnum. Frjálslyndir fá rúmt prósent en Borgarahreyfingin er í þessari könnun stærri en Framsókn og mælist hvergi sterkari, með 10,2 atkvæða og fengi einn mann á þing. Lýðræðishreyfingin fær innan við prósent, Samfylkingin bætir við sig frá síðustu kosningum og er stærsti flokkur kjördæmisins með 32,2% atkvæða. Vinstri grænir halda áfram að sópa til sín stuðningsmönnum og meira en tvöfalda fylgið frá síðustu kosningum og fengi nú 24,1 prósent atkvæða. Án uppbótarmanna yrðu þetta þá þingmenn kjördæmisins. Siv Friðleifsdóttir, Bjarni Benediktsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þór Saari, Árni Páll Árnason, Katrín Júlíusdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Magnús Orri Schram, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Ögmundur Jónasson. Hringt var í 600 manns í kjördæminu í gærkvöldi, 72% tóku afstöðu.
Kosningar 2009 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira