Aron: Þetta eru gífurlega góð úrslit fyrir okkur Ómar Þorgeirsson skrifar 10. október 2009 18:48 Sigurbergur Sveinsson átti góðan leik fyrir Hauka í dag. Mynd/Anton „Þetta var bara virkilega flottur leikur hjá okkur gegn gríðarlega sterku pólsku liði á erfiðum útivelli. Þetta voru gífurlega góð úrslit fyrir okkur byggir upp hörkuleik á Ásvöllum um næstu helgi," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir 30-28 tap gegn Wisla Plock í fyrri leik liðanna í 2. umferð EHF-keppninnar í handbolta. Staðan var 15-12 Wisla Plock í vil í hálfleik en Haukar náðu svo forystu í leiknum í síðari hálfleik áður en heimamenn sigldu fram úr á nýjan leik. „Þetta var mjög jafn leikur en við náðum yfirhöndinni í síðari hálfleik en lentum svo í því að missa leikmenn útaf og þá náðu Pólverjarnir að komast yfir aftur. Þeir voru mest með þriggja marka forskot þegar um fimm mínútur voru eftir og allt brjálað í húsinu en við náðum að halda haus og ég er gríðarlega ánægður með það. Það hefði verið mjög auðvelt fyrir strákana að brotna við mótlætið en þeir gerðu það ekki og það er mjög gott. Þetta var flott frammistaða gegn mjög sterku liði. Pólverjarnir voru virkilega svekktir í leikslok því þeir áttu von á því að keyra yfir okkur með 6-10 mörkum en það gekk ekki eftir og það er smá högg fyrir þá. Þetta er hins vegar bara hálfleikur og það er mikilvægt fyrir okkur að ná að byggja upp góða stemningu fyrir seinni leikinn og fá Íslendinga til þess að fjölmenna og hjálpa okkur að slá út þetta sterka lið," segir Aron. Sigurbergur Sveinsson fór á kostum í leiknum og skoraði tíu mörk fyrir Hauka en Björgvin Þór Hólmgeirsson, Elías Már Halldórsson og Pétur Pálsson skoruðu fjögur mörk hvor. Þá átti Birkir Ívar Guðmundsson góðan leik í markinu og varði 17 skot. „Sigurbergur var frábær og skoraði tíu mörk þar af fimm úr vítum og var tekinn úr umferð á löngum stundum í leiknum og Björvin Þór stóð sig líka mjög vel og var að vaxa mjög í hlutverki sínu sem miðjumaður. Birkir Ívar var líka mjög öflugur í markinu en við vorum að spila 3-2-1 vörn nær allan leikinn og það gekk bara nokkuð vel og við vorum að valda þeim erfiðleikum," sagði Aron.Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 10 (5) Björgvin Þór Hólmgeirsson 4 Elías Már Halldórsson 4 Pétur Pálsson 4 Einar Örn Jónsson 2 Freyr Brynjarsson 2 Guðmundur Árni Ólafsson 1 Heimir Óli Heimsson 1 Olís-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
„Þetta var bara virkilega flottur leikur hjá okkur gegn gríðarlega sterku pólsku liði á erfiðum útivelli. Þetta voru gífurlega góð úrslit fyrir okkur byggir upp hörkuleik á Ásvöllum um næstu helgi," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir 30-28 tap gegn Wisla Plock í fyrri leik liðanna í 2. umferð EHF-keppninnar í handbolta. Staðan var 15-12 Wisla Plock í vil í hálfleik en Haukar náðu svo forystu í leiknum í síðari hálfleik áður en heimamenn sigldu fram úr á nýjan leik. „Þetta var mjög jafn leikur en við náðum yfirhöndinni í síðari hálfleik en lentum svo í því að missa leikmenn útaf og þá náðu Pólverjarnir að komast yfir aftur. Þeir voru mest með þriggja marka forskot þegar um fimm mínútur voru eftir og allt brjálað í húsinu en við náðum að halda haus og ég er gríðarlega ánægður með það. Það hefði verið mjög auðvelt fyrir strákana að brotna við mótlætið en þeir gerðu það ekki og það er mjög gott. Þetta var flott frammistaða gegn mjög sterku liði. Pólverjarnir voru virkilega svekktir í leikslok því þeir áttu von á því að keyra yfir okkur með 6-10 mörkum en það gekk ekki eftir og það er smá högg fyrir þá. Þetta er hins vegar bara hálfleikur og það er mikilvægt fyrir okkur að ná að byggja upp góða stemningu fyrir seinni leikinn og fá Íslendinga til þess að fjölmenna og hjálpa okkur að slá út þetta sterka lið," segir Aron. Sigurbergur Sveinsson fór á kostum í leiknum og skoraði tíu mörk fyrir Hauka en Björgvin Þór Hólmgeirsson, Elías Már Halldórsson og Pétur Pálsson skoruðu fjögur mörk hvor. Þá átti Birkir Ívar Guðmundsson góðan leik í markinu og varði 17 skot. „Sigurbergur var frábær og skoraði tíu mörk þar af fimm úr vítum og var tekinn úr umferð á löngum stundum í leiknum og Björvin Þór stóð sig líka mjög vel og var að vaxa mjög í hlutverki sínu sem miðjumaður. Birkir Ívar var líka mjög öflugur í markinu en við vorum að spila 3-2-1 vörn nær allan leikinn og það gekk bara nokkuð vel og við vorum að valda þeim erfiðleikum," sagði Aron.Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 10 (5) Björgvin Þór Hólmgeirsson 4 Elías Már Halldórsson 4 Pétur Pálsson 4 Einar Örn Jónsson 2 Freyr Brynjarsson 2 Guðmundur Árni Ólafsson 1 Heimir Óli Heimsson 1
Olís-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira