Reglum breytt vegna vandræðalegrar stöðu Framsóknarflokksins 8. apríl 2009 14:54 Með breytingum á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköpum borgarstjórnar er verið að koma til móts við vandræðalega stöðu Framsóknarflokksins, að mati borgarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna. Borgarstjórn samþykkti í gær með 8 atkvæðum gegn 7 breytingu sem felur í sér að kjörgengir varamenn á fundum borgarráðs séu þeir sem skipa sæti á framboðslista við seinustu borgarstjórnarkosningar. Áður gátu einungis borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar setið fundi borgarráðs. Í framhaldi af afgreiðslu borgarstjórnar mun tillagan fara til samgönguráðuneytisins til staðfestingar, en málefni sveitastjórna heyra undir ráðuneyti samgöngumála.Varamaður Óskars er ekki varaborgarfulltrúi Upphaf málsins má rekja til meirihlutaskiptanna í ágúst á seinasta ári þegar Framsóknarflokkurinn myndaði nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Marsibil J. Sæmundsdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, styður ekki núverandi meirihluta. Guðlaugur G. Sverrisson var kjörinn varamaður Óskars Bergssonar, oddvita Framsóknarflokksins, í borgarráði, en hann skipaði 14. sæti flokksins við seinustu borgarstjórnarskosningum og telst því ekki til varaborgarfulltrúa. Farið á svig við traust Borgarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sögðu í bókun við afgreiðslu málsins í gær að meirihlutinn kjósi með þessu að knýja fram breytingar á samþykktum borgarstjórnar sem ekki standast lög og brjóta þar með í bága við lögmætiskröfu stjórnsýsluréttarins. „Þetta virðist gert til þess eins að koma til móts við þá vandræðalegu stöðu Framsóknarflokksins að borgarfulltrúi flokksins lítur ekki á fulltrúa af framboðslista flokksins fyrir kosningarnar 2006 sem pólitíska félaga sína fyrr en komið er niður í 14. sæti. Með þessu er verið að fara á svig við það traust sem ætti að ríkja milli kjósenda listans á sínum tíma og framboðsins," segir í bókuninni.Eðlilegar og réttar breytingar Borgarfulltrúar meirihlutans bókuðu og sögðu samþykktina rétta og eðlilega. „Það liggur í augum uppi að fulltrúi á framboðslista sem getur tekið sæti í borgarstjórn og afgreitt mál í því æðsta valdi borgarinnar, hlýtur að vera til þess hæfur og bær að sitja sem varamaður í borgarráði." Með það að leiðarljósi, auk eindreginna tilmæla lögfræðinga Reykjavíkurborgar um að borgarstjórn taki skýra afstöðu til málsins, er það sannfæring meirihlutans að nauðsynlegt og rétt sé að gera umrædda breytingu á samþykktum borgarinnar.Meirihlutinn starfar í umboði minnihluta kjósenda Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, tók undir með borgarfulltrúum Samfylkingar og Vinstri grænna og benti á í bókun sinni að núverandi meirihluti starfi í umboði minnihluta kjósenda. Kosningar 2009 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Með breytingum á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköpum borgarstjórnar er verið að koma til móts við vandræðalega stöðu Framsóknarflokksins, að mati borgarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna. Borgarstjórn samþykkti í gær með 8 atkvæðum gegn 7 breytingu sem felur í sér að kjörgengir varamenn á fundum borgarráðs séu þeir sem skipa sæti á framboðslista við seinustu borgarstjórnarkosningar. Áður gátu einungis borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar setið fundi borgarráðs. Í framhaldi af afgreiðslu borgarstjórnar mun tillagan fara til samgönguráðuneytisins til staðfestingar, en málefni sveitastjórna heyra undir ráðuneyti samgöngumála.Varamaður Óskars er ekki varaborgarfulltrúi Upphaf málsins má rekja til meirihlutaskiptanna í ágúst á seinasta ári þegar Framsóknarflokkurinn myndaði nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Marsibil J. Sæmundsdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, styður ekki núverandi meirihluta. Guðlaugur G. Sverrisson var kjörinn varamaður Óskars Bergssonar, oddvita Framsóknarflokksins, í borgarráði, en hann skipaði 14. sæti flokksins við seinustu borgarstjórnarskosningum og telst því ekki til varaborgarfulltrúa. Farið á svig við traust Borgarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sögðu í bókun við afgreiðslu málsins í gær að meirihlutinn kjósi með þessu að knýja fram breytingar á samþykktum borgarstjórnar sem ekki standast lög og brjóta þar með í bága við lögmætiskröfu stjórnsýsluréttarins. „Þetta virðist gert til þess eins að koma til móts við þá vandræðalegu stöðu Framsóknarflokksins að borgarfulltrúi flokksins lítur ekki á fulltrúa af framboðslista flokksins fyrir kosningarnar 2006 sem pólitíska félaga sína fyrr en komið er niður í 14. sæti. Með þessu er verið að fara á svig við það traust sem ætti að ríkja milli kjósenda listans á sínum tíma og framboðsins," segir í bókuninni.Eðlilegar og réttar breytingar Borgarfulltrúar meirihlutans bókuðu og sögðu samþykktina rétta og eðlilega. „Það liggur í augum uppi að fulltrúi á framboðslista sem getur tekið sæti í borgarstjórn og afgreitt mál í því æðsta valdi borgarinnar, hlýtur að vera til þess hæfur og bær að sitja sem varamaður í borgarráði." Með það að leiðarljósi, auk eindreginna tilmæla lögfræðinga Reykjavíkurborgar um að borgarstjórn taki skýra afstöðu til málsins, er það sannfæring meirihlutans að nauðsynlegt og rétt sé að gera umrædda breytingu á samþykktum borgarinnar.Meirihlutinn starfar í umboði minnihluta kjósenda Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, tók undir með borgarfulltrúum Samfylkingar og Vinstri grænna og benti á í bókun sinni að núverandi meirihluti starfi í umboði minnihluta kjósenda.
Kosningar 2009 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira