Þingið þarf að afsala sér valdi tímabundið 8. apríl 2009 05:45 Skilja ekki sjálfstæðisflokkinn Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra furða sig á málflutningi sjálfstæðismanna í stjórnarskrármálinu. „Þetta er raunverulega ekkert nema endurtekningar og ekkert annað en málþóf,“ sagði Jóhanna.fréttablaðið/pjetur Þar sem Alþingi hefur gert margar árangurslitlar tilraunir til að breyta stjórnarskránni á síðustu 40-50 árum er nauðsynlegt að taka stjórnarskrárgjafarvaldið tímabundið úr höndum þingsins og færa til þjóðarinnar. Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, sem telur að aðeins með skipan stjórnlagaþings fáist ný stjórnarskrá sem sátt geti náðst um. Á fundi með blaðamönnum í gær tók Jóhanna sem dæmi að breyting á kosningaákvæðum stjórnarskrárinnar mætti ekki vera í höndum þingmanna. „Það eru þeirra hagsmunir hvernig kjördæmaskipanin er og það mál á að mínu viti hvergi heima nema á stjórnlagaþingi.“ Jóhanna og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra gefa lítið fyrir mýgrút athugasemda fræðimanna og annarra um að stjórnarskrármálið sé unnið í of miklum og óeðlilegum flýti. Ljóst hafi verið við upphaf ríkisstjórnarsamstarfs Samfylkingarinnar og VG að ráðast ætti í endurskoðun stjórnarskrárinnar, auk þess sem fjallað hafi verið um efnisatriði breytinganna – utan ákvæðisins um stjórnlagaþing – í mörg herrans ár. Steingrímur bendir á að talsverður hluti athugasemdanna hafi beinst að málsgreinum greinarinnar um auðlindaákvæðið sem nú, að tillögu meirihlutans, hafi verið fjarlægðar úr frumvarpinu. Þær eigi því ekki lengur við. Steingrímur ræddi um andstöðu sjálfstæðismanna við stjórnarskrárbreytingarnar og kvaðst ekki skilja í hverju hún væri fólgin. Hann hefði setið lengi undir ræðum þeirra – sem Jóhanna sagði endurtekningar og málþóf – í þeirri von að geta fræðst. Það hefði gengið illa. „Þrátt fyrir allan þennan málflutning er mér enn ekki ljóst hvers vegna þessi andstaða er af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Vilja menn ekki sameign á náttúruauðlindunum? Vilja menn ekki beint lýðræði? Vilja menn ekki að þjóðin kjósi sjálf um stjórnarskrárbreytingar í sjálfstæðri kosningu? Geta menn ekki hugsað sér að þjóðin kjósi sér sitt eigið stjórnlagaþing?“ spurði Steingrímur. Kosningar 2009 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Sjá meira
Þar sem Alþingi hefur gert margar árangurslitlar tilraunir til að breyta stjórnarskránni á síðustu 40-50 árum er nauðsynlegt að taka stjórnarskrárgjafarvaldið tímabundið úr höndum þingsins og færa til þjóðarinnar. Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, sem telur að aðeins með skipan stjórnlagaþings fáist ný stjórnarskrá sem sátt geti náðst um. Á fundi með blaðamönnum í gær tók Jóhanna sem dæmi að breyting á kosningaákvæðum stjórnarskrárinnar mætti ekki vera í höndum þingmanna. „Það eru þeirra hagsmunir hvernig kjördæmaskipanin er og það mál á að mínu viti hvergi heima nema á stjórnlagaþingi.“ Jóhanna og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra gefa lítið fyrir mýgrút athugasemda fræðimanna og annarra um að stjórnarskrármálið sé unnið í of miklum og óeðlilegum flýti. Ljóst hafi verið við upphaf ríkisstjórnarsamstarfs Samfylkingarinnar og VG að ráðast ætti í endurskoðun stjórnarskrárinnar, auk þess sem fjallað hafi verið um efnisatriði breytinganna – utan ákvæðisins um stjórnlagaþing – í mörg herrans ár. Steingrímur bendir á að talsverður hluti athugasemdanna hafi beinst að málsgreinum greinarinnar um auðlindaákvæðið sem nú, að tillögu meirihlutans, hafi verið fjarlægðar úr frumvarpinu. Þær eigi því ekki lengur við. Steingrímur ræddi um andstöðu sjálfstæðismanna við stjórnarskrárbreytingarnar og kvaðst ekki skilja í hverju hún væri fólgin. Hann hefði setið lengi undir ræðum þeirra – sem Jóhanna sagði endurtekningar og málþóf – í þeirri von að geta fræðst. Það hefði gengið illa. „Þrátt fyrir allan þennan málflutning er mér enn ekki ljóst hvers vegna þessi andstaða er af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Vilja menn ekki sameign á náttúruauðlindunum? Vilja menn ekki beint lýðræði? Vilja menn ekki að þjóðin kjósi sjálf um stjórnarskrárbreytingar í sjálfstæðri kosningu? Geta menn ekki hugsað sér að þjóðin kjósi sér sitt eigið stjórnlagaþing?“ spurði Steingrímur.
Kosningar 2009 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Sjá meira