Leynisamningar Landsvirkjunar Jón Steinsson skrifar 16. október 2009 06:00 Á undanförnum árum hafa Landsvirkjun og önnur opinber orkufyrirtæki gert stóra orkusölusamninga til mjög langs tíma við erlend iðnfyrirtæki sem reist hafa álbræðslur hér á landi. Þrátt fyrir að hér sé um eitt mesta hagsmunamál þjóðarinnar að ræða hafa stjórnvöld til þessa komist upp með að upplýsa ekki um verðið sem álbræðslurnar greiða fyrir orkuna. Endrum og eins hafa upplýsingar um orkuverðið lekið og hafa lekarnir einatt bent til þess að verðið sé afar lágt í samanburði við heimsmarkaðsverð á orku. Vörn Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar, var lengi vel að arðsemi virkjunarframkvæmda væri um 11%. Þessi vörn bendir einmitt til þess að Landsvirkjun sé að selja orkuna nálægt kostnaðarverði í stað þess að selja hana nálægt heimsmarkaðsverði. Það að samningar Landsvirkjunar um orkuverð til stóriðju séu ekki opinberir er hneyksli. Stjórnvöld hafa lengi afsakað þetta ástand með því að það geti skaðað viðskiptahagsmuni Landsvirkjunar ef samningsverðið er gert opinbert. Það er hins vegar erfitt að sjá hvers eðlis sá skaði ætti að vera. Olíuverð, verð á gasi og öðru eldsneyti sem knýr samkeppnisaðila íslenskra álbræðslna er öllum aðgengilegt. Líklegri skýring er að stjórnvöld vilji koma í veg fyrir að almenningur gagnrýni þau fyrir að hafa samið um óeðlilega lágt verð. Nú er mikið rætt um frekari stóriðju á Íslandi. Það á að vera ófrávíkjanleg forsenda fyrir frekari stóriðju að orkusölusamningar verði gerðir opinberir. Auk þess eiga stjórnvöld að breyta upplýsingalögum þannig að allir samningar ríkis og ríkisfyrirtækja um kaup og sölu á vöru og þjónustu séu opinberar upplýsingar. Tími baktjaldamakks opinberra aðila á Íslandi á að vera liðinn. Ég veit að ég á marga bandamenn þegar kemur að efni þessarar greinar. Raunar hef ég ekki hitt nokkurn Íslending sem ver það að leynd hvíli yfir þessum samningum ef frá eru taldir ráðherrar, talsmenn álrisanna og forsvarsmenn opinberra orkufyrirtækja. En einhverra hluta vegna hefur þjóðin látið þetta yfir sig ganga í áraraðir. Ég skora á sem flesta að þrýsta dag eftir dag á að þessu verði breytt. Annars gerist ekkert. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa Landsvirkjun og önnur opinber orkufyrirtæki gert stóra orkusölusamninga til mjög langs tíma við erlend iðnfyrirtæki sem reist hafa álbræðslur hér á landi. Þrátt fyrir að hér sé um eitt mesta hagsmunamál þjóðarinnar að ræða hafa stjórnvöld til þessa komist upp með að upplýsa ekki um verðið sem álbræðslurnar greiða fyrir orkuna. Endrum og eins hafa upplýsingar um orkuverðið lekið og hafa lekarnir einatt bent til þess að verðið sé afar lágt í samanburði við heimsmarkaðsverð á orku. Vörn Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar, var lengi vel að arðsemi virkjunarframkvæmda væri um 11%. Þessi vörn bendir einmitt til þess að Landsvirkjun sé að selja orkuna nálægt kostnaðarverði í stað þess að selja hana nálægt heimsmarkaðsverði. Það að samningar Landsvirkjunar um orkuverð til stóriðju séu ekki opinberir er hneyksli. Stjórnvöld hafa lengi afsakað þetta ástand með því að það geti skaðað viðskiptahagsmuni Landsvirkjunar ef samningsverðið er gert opinbert. Það er hins vegar erfitt að sjá hvers eðlis sá skaði ætti að vera. Olíuverð, verð á gasi og öðru eldsneyti sem knýr samkeppnisaðila íslenskra álbræðslna er öllum aðgengilegt. Líklegri skýring er að stjórnvöld vilji koma í veg fyrir að almenningur gagnrýni þau fyrir að hafa samið um óeðlilega lágt verð. Nú er mikið rætt um frekari stóriðju á Íslandi. Það á að vera ófrávíkjanleg forsenda fyrir frekari stóriðju að orkusölusamningar verði gerðir opinberir. Auk þess eiga stjórnvöld að breyta upplýsingalögum þannig að allir samningar ríkis og ríkisfyrirtækja um kaup og sölu á vöru og þjónustu séu opinberar upplýsingar. Tími baktjaldamakks opinberra aðila á Íslandi á að vera liðinn. Ég veit að ég á marga bandamenn þegar kemur að efni þessarar greinar. Raunar hef ég ekki hitt nokkurn Íslending sem ver það að leynd hvíli yfir þessum samningum ef frá eru taldir ráðherrar, talsmenn álrisanna og forsvarsmenn opinberra orkufyrirtækja. En einhverra hluta vegna hefur þjóðin látið þetta yfir sig ganga í áraraðir. Ég skora á sem flesta að þrýsta dag eftir dag á að þessu verði breytt. Annars gerist ekkert. Höfundur er hagfræðingur.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun