Skilyrðislaus uppgjöf Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 24. febrúar 2009 00:01 Það var smáfrétt í vikunni að Jón Magnússon, sem kosinn var á þing 2007 fyrir Frjálslynda flokkinn, hefði loksins ratað aftur heim til íhaldsins. Það eina sem sætir tíðindum við þetta er tímasetningin. Gleymd er öll gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn út af gjafakvótum, og annarri kerfislægri spillingu sem hefur eitrað útfrá sér um allt þjóðfélagið í skjóli Eimreiðarklíkunnar eftir að hún náði völdum í flokki og landi. Þessi misserin eru Íslendingar einmitt að upplifa afleiðingarnar af valdatöku og valdbeitingu þessa hóps sl. átján ár. Listinn lítur svona út: Gjaldmiðillinn er hruninn. Fjármálakerfið er hrunið. Um 70% fyrirtækjanna í landinu eru tæknilega gjaldþrota. Himin-háir stýrivextir munu ganga frá þeim fyrirtækjum sem enn hanga uppi á næstu mánuðum eða misserum að óbreyttu. Fréttir dagsins frá innheimtulögfræðingum, kollegum Jóns, eru þær að 10 fyrirtæki muni verða gjaldþrota á dag út þetta árið. Atvinnuleysingjar teljast nú 15.000. Það er eini þjóðfélagshópurinn sem er í örum vexti. Erlendar skuldir heimilanna hafa tvöfaldast á sama tíma og íbúðarverð er í frjálsu falli. Skuldugasti hópurinn - unga fólkið - er í biðröð í atvinnuleit í útlöndum. Landflótti í stórum stíl er fyrirsjáanlegur. Þeirra sem ætla að reyna að þrauka bíður að bera níðþunga skatta á næstu árum um leið og velferðarkerfið verður skorið inn að beini. Loks hefur þjóðin glatað því eina sem hún átti og mölur og ryð fær ekki grandað - nefnilega mannorðinu. Þetta er viðskilnaður Sjálfstæðisflokksins eftir átján ára samfelldan valdaferil. Sagði ekki Jón Magnússon einhvers staðar að það væru átján ár frá því að hann villtist að heiman frá íhaldinu? Það eru þessi sömu átján ár, ekki satt? Hvort skyldi nú Jón vera að umbuna íhaldinu fyrir frammistöðuna eða er aumingjagæska Jóns komin á svo hátt stig að hann telji þetta rétta augnablikið til að snúa heim og rétta þeim sáttfúsa hjálparhönd? Höfundur var einu sinni formaður Alþýðuflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það var smáfrétt í vikunni að Jón Magnússon, sem kosinn var á þing 2007 fyrir Frjálslynda flokkinn, hefði loksins ratað aftur heim til íhaldsins. Það eina sem sætir tíðindum við þetta er tímasetningin. Gleymd er öll gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn út af gjafakvótum, og annarri kerfislægri spillingu sem hefur eitrað útfrá sér um allt þjóðfélagið í skjóli Eimreiðarklíkunnar eftir að hún náði völdum í flokki og landi. Þessi misserin eru Íslendingar einmitt að upplifa afleiðingarnar af valdatöku og valdbeitingu þessa hóps sl. átján ár. Listinn lítur svona út: Gjaldmiðillinn er hruninn. Fjármálakerfið er hrunið. Um 70% fyrirtækjanna í landinu eru tæknilega gjaldþrota. Himin-háir stýrivextir munu ganga frá þeim fyrirtækjum sem enn hanga uppi á næstu mánuðum eða misserum að óbreyttu. Fréttir dagsins frá innheimtulögfræðingum, kollegum Jóns, eru þær að 10 fyrirtæki muni verða gjaldþrota á dag út þetta árið. Atvinnuleysingjar teljast nú 15.000. Það er eini þjóðfélagshópurinn sem er í örum vexti. Erlendar skuldir heimilanna hafa tvöfaldast á sama tíma og íbúðarverð er í frjálsu falli. Skuldugasti hópurinn - unga fólkið - er í biðröð í atvinnuleit í útlöndum. Landflótti í stórum stíl er fyrirsjáanlegur. Þeirra sem ætla að reyna að þrauka bíður að bera níðþunga skatta á næstu árum um leið og velferðarkerfið verður skorið inn að beini. Loks hefur þjóðin glatað því eina sem hún átti og mölur og ryð fær ekki grandað - nefnilega mannorðinu. Þetta er viðskilnaður Sjálfstæðisflokksins eftir átján ára samfelldan valdaferil. Sagði ekki Jón Magnússon einhvers staðar að það væru átján ár frá því að hann villtist að heiman frá íhaldinu? Það eru þessi sömu átján ár, ekki satt? Hvort skyldi nú Jón vera að umbuna íhaldinu fyrir frammistöðuna eða er aumingjagæska Jóns komin á svo hátt stig að hann telji þetta rétta augnablikið til að snúa heim og rétta þeim sáttfúsa hjálparhönd? Höfundur var einu sinni formaður Alþýðuflokksins.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun