Framboðsmál Framsóknarflokksins skýrast 14. febrúar 2009 20:37 Frá flokksþingi Framsóknarflokksins í janúar. Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi, formaður tilkynnti í dag að hún ætli að hætta í stjórnmálum í vor. Framsóknarmenn héldu aukakjördæmaþing í öllum kjördæmum landsins í dag. Á þeim voru teknar ákvarðanir um hvernig staðið verður að vali á framboðslista flokksins vegna þingkosninganna í vor. Póstkosning verður í tveimur kjördæmum og prófkjör í öðru.Suðurkjördæmi - póstkosning Á aukakjördæmisþingi framsóknarmanna í Suðurkjördæmi var samþykkt tillaga þess efnis að val í sex efstu sætin á framboðslista framsóknarmanna í kjördæminu vegna kosninganna í vor skuli fram með póstkosningu allra félagsmanna í kjördæminu. Úrslit verða kynnt á kjördæmaþingi laugardaginn 7. mars.Norðausturkjördæmi - kjördæmaþing Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi ákváðu að kosið verði um 1. til 8. sæti á framboðslista flokksins á kjördæmisþingi sem haldið verður 15. mars. Atkvæðisrétt á því þingi munu allir flokksbundnir framsóknarmenn í kjördæminu hafa í stað þess að valdir séu fulltrúar miðað við tiltekinn félagsmannafjölda hvers aðildarfélags, líkt og gerist á reglulegum kjördæmisþingum.Suðvesturkjördæmi - prófkjör Efstu fimm sætin á framboðslisti Framsóknarflokksins í Kraganum verða valin í lokuðu prófkjöri 7. mars. Þátttaka í prófkjörinu er heimil öllum fullgildum flokksmönnum í Framsóknarflokknum 2. mars sem eiga munu kosningarétt í Suðvesturkjördæmi í væntanlegum þingkosningum. Niðurstaðan verður bindandi fyrir fimm efstu sæti framboðslistans, þó að teknu tilliti til ákvæða um jafnrétti kynjanna.Reykjavíkurkjördæmin - uppstilling Framsóknarmenn í Reykjavík áváðu í dag að forvalsnefnd, sem kosin var í dag, geri tillögur að framboðslistum flokksins í Reykjavík, sem lagðar verði fyrir annað kjördæmisþing, 28. febrúa. Á því þingi munu fulltrúar flokksmanna í Reykjavík kjósa um tillögu forvalsnefndar, og aðrar tillögur sem fram kunna að koma, að skipan í hvert einstakt sæti á listum flokksins í Reykjavík norður og Reykjavík suður.Norðvesturkjördæmi - póstkosning Á aukakjördæmisþingi framsóknarmanna í dag var ákveðið að við val í fjögur efstu sætin á framboðslista flokksins fari fram póstkosning allra félagsmanna í kjördæminu. Atkvæðaseðlar verða sendir út 3. mars og talning fer fram föstudaginn 13. mars. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Frambjóðendur í Norðvesturkjördæmi valdir með póstkosningu Á aukakjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi sem haldið er í dag að Reykjum í Hrútafirði var samþykkt tillaga þess efnis að val í fjögur efstu sætin á framboðslista framsóknarmanna í kjördæminu vegna kosninga til Alþingis í vork skyldi fara fram með póstkosningu allra félagsmanna í kjördæminu. 14. febrúar 2009 13:46 Valgerður hættir í stjórnmálum Á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, sem haldið er í Mývatnssveit í dag, lýsti Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra, því yfir að hún gæfi ekki kost á sér á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar í vor. ,,Lýk ég þar með störfum á vettvangi stjórnmálanna," segir Valgerður á vefsíðu sinni. 14. febrúar 2009 12:41 Framsóknarmenn funda um framboðsmál Framsóknarmenn halda aukakjördæmaþing í öllum kjördæmum landsins í dag. Á þeim mun hvert kjördæmi fyrir sig taka ákvörðun um hvernig staðið verði að vali á framboðslista framsóknarmanna vegna kosninga til Alþingis í vor. 14. febrúar 2009 11:50 Framsóknarmenn halda prófkjör í Kraganum 7. mars Á aukakjördæmisþingi framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi sem haldið var í dag var ákveðið að halda prófkjör þann 7. mars þar sem kosið verður í fimm efstu sætin á lista framsóknarmanna í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Flokkurinn fékk einn mann kjörin í kosningunum vorið 2007. 14. febrúar 2009 14:49 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Framsóknarmenn héldu aukakjördæmaþing í öllum kjördæmum landsins í dag. Á þeim voru teknar ákvarðanir um hvernig staðið verður að vali á framboðslista flokksins vegna þingkosninganna í vor. Póstkosning verður í tveimur kjördæmum og prófkjör í öðru.Suðurkjördæmi - póstkosning Á aukakjördæmisþingi framsóknarmanna í Suðurkjördæmi var samþykkt tillaga þess efnis að val í sex efstu sætin á framboðslista framsóknarmanna í kjördæminu vegna kosninganna í vor skuli fram með póstkosningu allra félagsmanna í kjördæminu. Úrslit verða kynnt á kjördæmaþingi laugardaginn 7. mars.Norðausturkjördæmi - kjördæmaþing Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi ákváðu að kosið verði um 1. til 8. sæti á framboðslista flokksins á kjördæmisþingi sem haldið verður 15. mars. Atkvæðisrétt á því þingi munu allir flokksbundnir framsóknarmenn í kjördæminu hafa í stað þess að valdir séu fulltrúar miðað við tiltekinn félagsmannafjölda hvers aðildarfélags, líkt og gerist á reglulegum kjördæmisþingum.Suðvesturkjördæmi - prófkjör Efstu fimm sætin á framboðslisti Framsóknarflokksins í Kraganum verða valin í lokuðu prófkjöri 7. mars. Þátttaka í prófkjörinu er heimil öllum fullgildum flokksmönnum í Framsóknarflokknum 2. mars sem eiga munu kosningarétt í Suðvesturkjördæmi í væntanlegum þingkosningum. Niðurstaðan verður bindandi fyrir fimm efstu sæti framboðslistans, þó að teknu tilliti til ákvæða um jafnrétti kynjanna.Reykjavíkurkjördæmin - uppstilling Framsóknarmenn í Reykjavík áváðu í dag að forvalsnefnd, sem kosin var í dag, geri tillögur að framboðslistum flokksins í Reykjavík, sem lagðar verði fyrir annað kjördæmisþing, 28. febrúa. Á því þingi munu fulltrúar flokksmanna í Reykjavík kjósa um tillögu forvalsnefndar, og aðrar tillögur sem fram kunna að koma, að skipan í hvert einstakt sæti á listum flokksins í Reykjavík norður og Reykjavík suður.Norðvesturkjördæmi - póstkosning Á aukakjördæmisþingi framsóknarmanna í dag var ákveðið að við val í fjögur efstu sætin á framboðslista flokksins fari fram póstkosning allra félagsmanna í kjördæminu. Atkvæðaseðlar verða sendir út 3. mars og talning fer fram föstudaginn 13. mars.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Frambjóðendur í Norðvesturkjördæmi valdir með póstkosningu Á aukakjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi sem haldið er í dag að Reykjum í Hrútafirði var samþykkt tillaga þess efnis að val í fjögur efstu sætin á framboðslista framsóknarmanna í kjördæminu vegna kosninga til Alþingis í vork skyldi fara fram með póstkosningu allra félagsmanna í kjördæminu. 14. febrúar 2009 13:46 Valgerður hættir í stjórnmálum Á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, sem haldið er í Mývatnssveit í dag, lýsti Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra, því yfir að hún gæfi ekki kost á sér á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar í vor. ,,Lýk ég þar með störfum á vettvangi stjórnmálanna," segir Valgerður á vefsíðu sinni. 14. febrúar 2009 12:41 Framsóknarmenn funda um framboðsmál Framsóknarmenn halda aukakjördæmaþing í öllum kjördæmum landsins í dag. Á þeim mun hvert kjördæmi fyrir sig taka ákvörðun um hvernig staðið verði að vali á framboðslista framsóknarmanna vegna kosninga til Alþingis í vor. 14. febrúar 2009 11:50 Framsóknarmenn halda prófkjör í Kraganum 7. mars Á aukakjördæmisþingi framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi sem haldið var í dag var ákveðið að halda prófkjör þann 7. mars þar sem kosið verður í fimm efstu sætin á lista framsóknarmanna í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Flokkurinn fékk einn mann kjörin í kosningunum vorið 2007. 14. febrúar 2009 14:49 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Frambjóðendur í Norðvesturkjördæmi valdir með póstkosningu Á aukakjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi sem haldið er í dag að Reykjum í Hrútafirði var samþykkt tillaga þess efnis að val í fjögur efstu sætin á framboðslista framsóknarmanna í kjördæminu vegna kosninga til Alþingis í vork skyldi fara fram með póstkosningu allra félagsmanna í kjördæminu. 14. febrúar 2009 13:46
Valgerður hættir í stjórnmálum Á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, sem haldið er í Mývatnssveit í dag, lýsti Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra, því yfir að hún gæfi ekki kost á sér á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar í vor. ,,Lýk ég þar með störfum á vettvangi stjórnmálanna," segir Valgerður á vefsíðu sinni. 14. febrúar 2009 12:41
Framsóknarmenn funda um framboðsmál Framsóknarmenn halda aukakjördæmaþing í öllum kjördæmum landsins í dag. Á þeim mun hvert kjördæmi fyrir sig taka ákvörðun um hvernig staðið verði að vali á framboðslista framsóknarmanna vegna kosninga til Alþingis í vor. 14. febrúar 2009 11:50
Framsóknarmenn halda prófkjör í Kraganum 7. mars Á aukakjördæmisþingi framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi sem haldið var í dag var ákveðið að halda prófkjör þann 7. mars þar sem kosið verður í fimm efstu sætin á lista framsóknarmanna í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Flokkurinn fékk einn mann kjörin í kosningunum vorið 2007. 14. febrúar 2009 14:49