Á Ísland að taka upp evru? Björgvin Guðmundsson skrifar 24. september 2008 09:32 Samtök atvinnulífsins hafa lagt til við ASÍ, að aðilar vinnumarkaðarins beiti sér fyrir því, að nýr gjaldmiðill verði tekinn upp, þar eð krónan dugi ekki lengur. Þetta eru talsverð tíðindi. Ekki liggur að vísu alveg fyrir hvort samtökin verði sammála um að beita sér fyrir upptöku evru eða annars erlends gjaldmiðils. En líklegt er, að svo verði. Ef taka á upp evru verður það ekki gert án aðildar að Evrópusambandinu. Um það efni hafa fengist skýr svör frá ESB. Björn Bjarnason ráðherra hefur að vísu lagt til, að kannað verði hvort unnt sé að taka upp evru án aðildar að ESB. Hann telur möguleika á því, að EES-ríki geti fengið að taka upp evru án aðildar að ESB. Ég tel þetta ólíklegt en sjálfsagt er að láta á það reyna. Ef samstaða verður um að taka upp nýjan gjaldmiðil tel ég líklegast, að evra verði fyrir valinu. Við erum í Evrópska efnahagssvæðinu og mest af okkar viðskiptum eru við ríki ESB. Líklegt er, að Ísland gangi í ESB innan ekki mjög langs tíma. Þess vegna væri óskynsamlegt að taka upp annan gjaldmiðil en evru. Fengjum aðild að stjórn ESBHver eru rökin fyrir aðild að ESB? Þau eru helst þessi: 1. Við fengjum aðild að stjórn ESB,þingi, framkvæmdastjórn og öðrum stofnunum sambandsins. Í dag verðum við að taka við tilskipunum ESB án þess að eiga aðild að stjórn sambandsins. 2.Við fengjum aðild að Myntbandalagi Evrópu og gætum tekið upp evru. 3. Við fengjum væntanlega tollfrelsi fyrir þær fáu sjávarafurðir,sem enn eru utan fríverslunarsamnings Íslands og ESB. Helstu rökin gegn aðild að ESB eru þessi: 1. Við yrðum að lúta sjávarútvegsstefnu ESB og sætta okkur við að veiðiheimildir til veiða við Island. yrðu gefnar út í Brussel. 2.Við yrðum að sætta okkur við yfirþjóðlegt vald ESB. Varðandi rökin gegn aðild að ESB skipta sjávarútvegsmálin mestu máli. Ekki yrði mikil breyting á yfirþjóðlegu valdi ESB yfir Íslandi. Við lútum því þegar í dag og þar yrði sáralítil breyting á. Margir telja,að Ísland mundi fá allar eða nær allar heimildir til veiða við Ísland vegna veiðireynslu Íslendinga hér. Þessir aðilar telja, að Ísland hafi ekkert að óttast í þessu efni. Margir áhrifamenn ESB hafa tekið undir þetta. Fengi Ísland undanþágu?Ef Ísland sækir um aðild að ESB mun það sjálfsagt reyna að fá undanþágur fyrir sinn sjávarútveg. Það fæst ekkert upp um það fyrirfram hvort Ísland fær undanþágur eða ekki. Það má reyna að fá undanþágu á þeim grundvelli, að Ísland sé á fjarlægum norðurslóðum og að Ísland sé fámennt eyríki. Svíar fengu undanþágur fyrir sinn landbúnað , m.a.á þeim grundvelli að landbúnaður þeirra væri á fjarlægum norðurslóðum. Gallinn varðandi Ísland er sá, að sjávarútvegur okkar stendur mjög vel og Ísland er mjög ríkt þjóðfélag. Þetta veikur undanþágubeiðnir okkar. Ég tel,að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB og láta reyna á það hvað fengist út úr samningaviðræðum um aðild. Ég tel ekki að við getum sætt okkur við hvað sem er í því efni. Niðurstaða í sjávarútvegsmálum getur skipt sköpum. Síðan ætti að leggja samninganiðurstöður ( aðildarsamning) undir þjóðaratkvæði. Þjóðin ætti þannig að ráða því hvort og á hvaða grundvelli Ísland gengi í ESB. Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins hafa lagt til við ASÍ, að aðilar vinnumarkaðarins beiti sér fyrir því, að nýr gjaldmiðill verði tekinn upp, þar eð krónan dugi ekki lengur. Þetta eru talsverð tíðindi. Ekki liggur að vísu alveg fyrir hvort samtökin verði sammála um að beita sér fyrir upptöku evru eða annars erlends gjaldmiðils. En líklegt er, að svo verði. Ef taka á upp evru verður það ekki gert án aðildar að Evrópusambandinu. Um það efni hafa fengist skýr svör frá ESB. Björn Bjarnason ráðherra hefur að vísu lagt til, að kannað verði hvort unnt sé að taka upp evru án aðildar að ESB. Hann telur möguleika á því, að EES-ríki geti fengið að taka upp evru án aðildar að ESB. Ég tel þetta ólíklegt en sjálfsagt er að láta á það reyna. Ef samstaða verður um að taka upp nýjan gjaldmiðil tel ég líklegast, að evra verði fyrir valinu. Við erum í Evrópska efnahagssvæðinu og mest af okkar viðskiptum eru við ríki ESB. Líklegt er, að Ísland gangi í ESB innan ekki mjög langs tíma. Þess vegna væri óskynsamlegt að taka upp annan gjaldmiðil en evru. Fengjum aðild að stjórn ESBHver eru rökin fyrir aðild að ESB? Þau eru helst þessi: 1. Við fengjum aðild að stjórn ESB,þingi, framkvæmdastjórn og öðrum stofnunum sambandsins. Í dag verðum við að taka við tilskipunum ESB án þess að eiga aðild að stjórn sambandsins. 2.Við fengjum aðild að Myntbandalagi Evrópu og gætum tekið upp evru. 3. Við fengjum væntanlega tollfrelsi fyrir þær fáu sjávarafurðir,sem enn eru utan fríverslunarsamnings Íslands og ESB. Helstu rökin gegn aðild að ESB eru þessi: 1. Við yrðum að lúta sjávarútvegsstefnu ESB og sætta okkur við að veiðiheimildir til veiða við Island. yrðu gefnar út í Brussel. 2.Við yrðum að sætta okkur við yfirþjóðlegt vald ESB. Varðandi rökin gegn aðild að ESB skipta sjávarútvegsmálin mestu máli. Ekki yrði mikil breyting á yfirþjóðlegu valdi ESB yfir Íslandi. Við lútum því þegar í dag og þar yrði sáralítil breyting á. Margir telja,að Ísland mundi fá allar eða nær allar heimildir til veiða við Ísland vegna veiðireynslu Íslendinga hér. Þessir aðilar telja, að Ísland hafi ekkert að óttast í þessu efni. Margir áhrifamenn ESB hafa tekið undir þetta. Fengi Ísland undanþágu?Ef Ísland sækir um aðild að ESB mun það sjálfsagt reyna að fá undanþágur fyrir sinn sjávarútveg. Það fæst ekkert upp um það fyrirfram hvort Ísland fær undanþágur eða ekki. Það má reyna að fá undanþágu á þeim grundvelli, að Ísland sé á fjarlægum norðurslóðum og að Ísland sé fámennt eyríki. Svíar fengu undanþágur fyrir sinn landbúnað , m.a.á þeim grundvelli að landbúnaður þeirra væri á fjarlægum norðurslóðum. Gallinn varðandi Ísland er sá, að sjávarútvegur okkar stendur mjög vel og Ísland er mjög ríkt þjóðfélag. Þetta veikur undanþágubeiðnir okkar. Ég tel,að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB og láta reyna á það hvað fengist út úr samningaviðræðum um aðild. Ég tel ekki að við getum sætt okkur við hvað sem er í því efni. Niðurstaða í sjávarútvegsmálum getur skipt sköpum. Síðan ætti að leggja samninganiðurstöður ( aðildarsamning) undir þjóðaratkvæði. Þjóðin ætti þannig að ráða því hvort og á hvaða grundvelli Ísland gengi í ESB. Höfundur er viðskiptafræðingur
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar