Fílabeinsturn ráðherrans Guðni Ágústsson skrifar 27. júlí 2008 06:00 Það er eflaust erfitt að tilheyra daufri ríkisstjórn. Öðruvísi er ekki hægt að útskýra viðbrögð Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í Fréttablaðinu fyrir helgi þar sem hann rembist við að rægja Framsóknarflokkinn af fádæma yfirlæti. Tilgangur Einars er náttúrulega sá að drekkja umræðunni um dugleysi hans og allrar ríkisstjórnarinnar í brýnustu málum þjóðarinnar. Ef til vill er ekki við öðru að búast þegar menn eru málefnalega gjaldþrota og líði illa á sálinni. Þó Einar K. upplifi málefnalegar tillögur okkar framsóknarmanna, til aðstoðar vandræða ríkisstjórninni eins og margir eru farnir að nefna hana, sem neikvæðni þá eru það nú svo að þær hafa samhljóm þjóðfélagsins, atvinnulífsins og fyrirtækja. Þær eru jákvæðar fyrir fólkið í landinu og munu skila hér mýkri lendingu en ella. Þetta vita ábyrgu tvíburarnir í Sjálfstæðisflokknum, Illugi og Bjarni, sem taka nú undir þessar tillögur og rassskella forystu sína fyrir framan alþjóð. Það veldur eflaust reiði í flokknum, sérstaklega meðal þeirra sem hafa þjónað sérhagsmunum auðmanna. Ráðherra er því nær að líta í eigin barm. Hann tók 20 milljarða út úr sjóvarútveginum í mesta niðurskurði allra tíma, hann kokgleypti svokallaðar mótvægisaðgerðir sem gagnast ekki sjómönnunum, verkafólkinu né útgerðum. Sjávarútvegsráðherra er enginn auðfúsugestur í sjávarbyggðunum um þessar mundir. Fólkið spyr eftir aðgerðum. Vandi framsóknarmanna er þó ekki meiri en svo að sjálfstæðismenn hafa samband við okkur um allt land til sjávar og sveita og segjast ekki þekkja flokkinn sinn. Sjálfstæðisflokkurinn á eftir að fá þann skell sem hann á skilið fyrir aumt samstarf við Samfylkinguna, sem virkar eins og marglytta á Sjálfstæðisflokkinn og dregur úr honum allt afl. Það er engin kjölfesta í samstarfinu. Ráðning forsætisráðherra á Tryggva Þór Herbertssyni hefur orkað tvímælis, ekki bara hjá okkur framsóknarmönnum heldur vítt og breitt í samfélaginu. Tryggvi er eflaust ágætis piltur en aðeins einn af tugum hagfræðinga sem forsætisráðherra hefur aðgang að og ráðning hans því sjónarspil. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það er eflaust erfitt að tilheyra daufri ríkisstjórn. Öðruvísi er ekki hægt að útskýra viðbrögð Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í Fréttablaðinu fyrir helgi þar sem hann rembist við að rægja Framsóknarflokkinn af fádæma yfirlæti. Tilgangur Einars er náttúrulega sá að drekkja umræðunni um dugleysi hans og allrar ríkisstjórnarinnar í brýnustu málum þjóðarinnar. Ef til vill er ekki við öðru að búast þegar menn eru málefnalega gjaldþrota og líði illa á sálinni. Þó Einar K. upplifi málefnalegar tillögur okkar framsóknarmanna, til aðstoðar vandræða ríkisstjórninni eins og margir eru farnir að nefna hana, sem neikvæðni þá eru það nú svo að þær hafa samhljóm þjóðfélagsins, atvinnulífsins og fyrirtækja. Þær eru jákvæðar fyrir fólkið í landinu og munu skila hér mýkri lendingu en ella. Þetta vita ábyrgu tvíburarnir í Sjálfstæðisflokknum, Illugi og Bjarni, sem taka nú undir þessar tillögur og rassskella forystu sína fyrir framan alþjóð. Það veldur eflaust reiði í flokknum, sérstaklega meðal þeirra sem hafa þjónað sérhagsmunum auðmanna. Ráðherra er því nær að líta í eigin barm. Hann tók 20 milljarða út úr sjóvarútveginum í mesta niðurskurði allra tíma, hann kokgleypti svokallaðar mótvægisaðgerðir sem gagnast ekki sjómönnunum, verkafólkinu né útgerðum. Sjávarútvegsráðherra er enginn auðfúsugestur í sjávarbyggðunum um þessar mundir. Fólkið spyr eftir aðgerðum. Vandi framsóknarmanna er þó ekki meiri en svo að sjálfstæðismenn hafa samband við okkur um allt land til sjávar og sveita og segjast ekki þekkja flokkinn sinn. Sjálfstæðisflokkurinn á eftir að fá þann skell sem hann á skilið fyrir aumt samstarf við Samfylkinguna, sem virkar eins og marglytta á Sjálfstæðisflokkinn og dregur úr honum allt afl. Það er engin kjölfesta í samstarfinu. Ráðning forsætisráðherra á Tryggva Þór Herbertssyni hefur orkað tvímælis, ekki bara hjá okkur framsóknarmönnum heldur vítt og breitt í samfélaginu. Tryggvi er eflaust ágætis piltur en aðeins einn af tugum hagfræðinga sem forsætisráðherra hefur aðgang að og ráðning hans því sjónarspil. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar