Átta marka sigur Íslands Elvar Geir Magnússon skrifar 19. júlí 2008 15:42 Snorri Steinn skýtur að marki. Íslenska handboltalandsliðið vann átta marka sigur á Spáni 35-27 í Vodafone-höllinni í dag. Liðið byrjaði illa en komst í gírinn um miðjan fyrri hálfleik og hafði eins marks forystu í leikhléi. Í seinni hálfleik var sigur Íslands aldrei í hættu. Alexander Petersson skoraði átta mörk fyrir íslenska liðið. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má sjá lýsinguna hér að neðan. Ísland - Spánn 35-27 Markaskorarar Íslands: Alexander Petersson 8, Snorri Steinn Guðjónsson 6, Logi Geirsson 5, Ólafur Stefánsson 4, Bjarni Fritzson 3, Róbert Gunnarsson 2, Arnór Atlason 2, Sturla Ásgeirsson 2, Sigfús Sigurðsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Rúnar Kárason 1. _________ 17:40 Leik er lokið. Glæsilegur sigur íslenska liðsins og þeir kveðja klakann með stæl. 35.27. 17:37 Leikurinn er að fjara út og sigur Íslands er í höfn. Þess má geta að dómarar leiksins eru þýsku Methe bræðurnir og hafa þeir staðið sig með stakri prýði. 17:32 Minnum á að markaskorarar eru uppfærðir neðst á síðunni. 17:27 Tíu mínútur til leiksloka og íslenska liðið með sjö marka forystu. 17:24 Alexander Petersson, vélmennið, var að skora sitt áttunda mark. 17:20 Sex marka munur sem stendur 27-21. Íslenska liðið með öll tök. 17:19 Allt gengur upp hjá íslenska liðinu þessa stundina! Alexander Petersson er kominn með sjö mörk.17:14 Logi Geirsson hefur verið heitur hér í seinni hálfleik og er kominn með fjögur mörk. Björgvin Páll Gustavsson er kominn í markið en Hreiðar Guðmundsson varði tíu skot í dag. 17:11 Alexander Petersson er orðinn markahæstur í íslensku liðinu. Hann var að skora sitt gjórða mark og koma Íslandi í 20-19. Spánverjar jöfnuðu svo úr víti. 17:05 Logi Geirsson skorar tvö mörk í röð og kemur Íslandi í 18-16. Hans fyrstu mörk í leiknum. 17:04 Arnór Atlason tekur ekki meiri þátt í þessum leik. Hann haltraði af velli rétt áðan. 17:02 Seinni hálfleikur er hafinn. Markaskorarar Íslands í fyrri hálfleik: Ólafur Stefánsson 3, Alexander Petersson 3, Bjarni Fritzson 2, Róbert Gunnarsson 2, Arnór Atlason 2, Snorri Steinn Guðjónsson 2, Sigfús Sigurðsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1. 16:49 Það er kominn hálfleikur og íslenska liðið leiðir með einu marki 16-15. Spánverjar byrjuðu mun betur og náði góðri forystu. Svo hrökk íslenska liðið skyndilega í gang og skoraði átta mörk í röð. Magnað. 16:43 Íslenska liðið skoraði átta mörk í röð! Ótrúleg umskipting. 16:41 Eftir slaka byrjun hefur heldur betur lifnað yfir leik íslenska liðsins. Minnum á að haldið er utan um markaskorar hér neðst. Alexander að jafna með tveimur mörkum í röð! 16:38 Arnór Atlason að koma sterkur inn og kominn með tvö mörk í röð. Þriggja marka munur. 16:35 Leikur íslenska liðsins að sem af er hefur ekki staðið undir væntingum. 22 mínútur eru liðnar staðan 9-14. 16:30 Sóknarleikur Íslands hefur gengið virkilega erfiðlega og Spánverjar ráða ferðinni. Staðan 7-13. 16:24 Ólafur Stefánsson er markahæstur í íslenska liðinu með þrjú mörk. Hreiðar í markinu er kominn með fimm skot varin. 16:22 Gaman að því að stuðningsmenn Keflavíkur og Vals hafa sameinast á áhorfendapöllunum. Þeir voru að styðja sín lið í Landsbankadeildinni áðan en eru nú komnir inn og halda uppi stuðinu saman. Áfram Ísland. 16:20 Spánverjar hafa náð tökunum og eru komnir í vænlega stöðu. 16:17 Það er jafnt á öllum tölum hér og liðin bara skiptast bróðurlega á að skora. Róbert Gunnarsson var að koma sér á blað með því að skora í tómt markið. Markvörður Spánar fór í skógarhlaup. 16:13 Sigfús Sigurðsson kom Íslandi í 2-1. Bendi á að haldið er utan um markaskorara Íslands hér neðst undir textalýsingunni. Spánn jafnaði í 2-2. 16:11 Spánverjar skoruðu fyrsta mark leiksins og fengu síðan vítakast. En Hreiðar Guðmundsson sem byrjar í markinu varði það. Ólafur Stefánsson jafnaði í 1-1. 16:08 Nú er leikurinn loks farinn af stað. 16:03 Leikurinn er enn ekki hafinn en verið er að veita Guðjón Val Sigurðssyni blómvönd þar sem hann er að leika sinn 200. landsleik. Svo eru það þjóðsöngvarnir góðu.16:00 Verið er að kynna liðin til leiks undir magnaðri transtónlist. Fyrri vináttulandsleikur þessara liða fór fram í gær og þar unnu Spánverjar 35-34. _________ Markaskorarar Íslands: Alexander Petersson 8, Snorri Steinn Guðjónsson 6, Logi Geirsson 5, Ólafur Stefánsson 4, Bjarni Fritzson 3, Róbert Gunnarsson 2, Arnór Atlason 2, Sturla Ásgeirsson 2, Sigfús Sigurðsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Rúnar Kárason 1. Olís-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið vann átta marka sigur á Spáni 35-27 í Vodafone-höllinni í dag. Liðið byrjaði illa en komst í gírinn um miðjan fyrri hálfleik og hafði eins marks forystu í leikhléi. Í seinni hálfleik var sigur Íslands aldrei í hættu. Alexander Petersson skoraði átta mörk fyrir íslenska liðið. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má sjá lýsinguna hér að neðan. Ísland - Spánn 35-27 Markaskorarar Íslands: Alexander Petersson 8, Snorri Steinn Guðjónsson 6, Logi Geirsson 5, Ólafur Stefánsson 4, Bjarni Fritzson 3, Róbert Gunnarsson 2, Arnór Atlason 2, Sturla Ásgeirsson 2, Sigfús Sigurðsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Rúnar Kárason 1. _________ 17:40 Leik er lokið. Glæsilegur sigur íslenska liðsins og þeir kveðja klakann með stæl. 35.27. 17:37 Leikurinn er að fjara út og sigur Íslands er í höfn. Þess má geta að dómarar leiksins eru þýsku Methe bræðurnir og hafa þeir staðið sig með stakri prýði. 17:32 Minnum á að markaskorarar eru uppfærðir neðst á síðunni. 17:27 Tíu mínútur til leiksloka og íslenska liðið með sjö marka forystu. 17:24 Alexander Petersson, vélmennið, var að skora sitt áttunda mark. 17:20 Sex marka munur sem stendur 27-21. Íslenska liðið með öll tök. 17:19 Allt gengur upp hjá íslenska liðinu þessa stundina! Alexander Petersson er kominn með sjö mörk.17:14 Logi Geirsson hefur verið heitur hér í seinni hálfleik og er kominn með fjögur mörk. Björgvin Páll Gustavsson er kominn í markið en Hreiðar Guðmundsson varði tíu skot í dag. 17:11 Alexander Petersson er orðinn markahæstur í íslensku liðinu. Hann var að skora sitt gjórða mark og koma Íslandi í 20-19. Spánverjar jöfnuðu svo úr víti. 17:05 Logi Geirsson skorar tvö mörk í röð og kemur Íslandi í 18-16. Hans fyrstu mörk í leiknum. 17:04 Arnór Atlason tekur ekki meiri þátt í þessum leik. Hann haltraði af velli rétt áðan. 17:02 Seinni hálfleikur er hafinn. Markaskorarar Íslands í fyrri hálfleik: Ólafur Stefánsson 3, Alexander Petersson 3, Bjarni Fritzson 2, Róbert Gunnarsson 2, Arnór Atlason 2, Snorri Steinn Guðjónsson 2, Sigfús Sigurðsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1. 16:49 Það er kominn hálfleikur og íslenska liðið leiðir með einu marki 16-15. Spánverjar byrjuðu mun betur og náði góðri forystu. Svo hrökk íslenska liðið skyndilega í gang og skoraði átta mörk í röð. Magnað. 16:43 Íslenska liðið skoraði átta mörk í röð! Ótrúleg umskipting. 16:41 Eftir slaka byrjun hefur heldur betur lifnað yfir leik íslenska liðsins. Minnum á að haldið er utan um markaskorar hér neðst. Alexander að jafna með tveimur mörkum í röð! 16:38 Arnór Atlason að koma sterkur inn og kominn með tvö mörk í röð. Þriggja marka munur. 16:35 Leikur íslenska liðsins að sem af er hefur ekki staðið undir væntingum. 22 mínútur eru liðnar staðan 9-14. 16:30 Sóknarleikur Íslands hefur gengið virkilega erfiðlega og Spánverjar ráða ferðinni. Staðan 7-13. 16:24 Ólafur Stefánsson er markahæstur í íslenska liðinu með þrjú mörk. Hreiðar í markinu er kominn með fimm skot varin. 16:22 Gaman að því að stuðningsmenn Keflavíkur og Vals hafa sameinast á áhorfendapöllunum. Þeir voru að styðja sín lið í Landsbankadeildinni áðan en eru nú komnir inn og halda uppi stuðinu saman. Áfram Ísland. 16:20 Spánverjar hafa náð tökunum og eru komnir í vænlega stöðu. 16:17 Það er jafnt á öllum tölum hér og liðin bara skiptast bróðurlega á að skora. Róbert Gunnarsson var að koma sér á blað með því að skora í tómt markið. Markvörður Spánar fór í skógarhlaup. 16:13 Sigfús Sigurðsson kom Íslandi í 2-1. Bendi á að haldið er utan um markaskorara Íslands hér neðst undir textalýsingunni. Spánn jafnaði í 2-2. 16:11 Spánverjar skoruðu fyrsta mark leiksins og fengu síðan vítakast. En Hreiðar Guðmundsson sem byrjar í markinu varði það. Ólafur Stefánsson jafnaði í 1-1. 16:08 Nú er leikurinn loks farinn af stað. 16:03 Leikurinn er enn ekki hafinn en verið er að veita Guðjón Val Sigurðssyni blómvönd þar sem hann er að leika sinn 200. landsleik. Svo eru það þjóðsöngvarnir góðu.16:00 Verið er að kynna liðin til leiks undir magnaðri transtónlist. Fyrri vináttulandsleikur þessara liða fór fram í gær og þar unnu Spánverjar 35-34. _________ Markaskorarar Íslands: Alexander Petersson 8, Snorri Steinn Guðjónsson 6, Logi Geirsson 5, Ólafur Stefánsson 4, Bjarni Fritzson 3, Róbert Gunnarsson 2, Arnór Atlason 2, Sturla Ásgeirsson 2, Sigfús Sigurðsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Rúnar Kárason 1.
Olís-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira