Verkafólk og aldraðir þurfa kjarabætur 3. október 2008 05:30 Kjarasamningar eru í uppnámi. Forsendur þeirra eru brostnar vegna mikillar verðbólgu. Samningar verða lausir í byrjun næsta árs og verða ekki framlengdir nema til komi verulegar kjarabætur. Verðbólgan hefur étið upp allar kjarabætur samninganna frá því í febrúar sl. Kjaraskerðing verkafólks sl. 12 mánuði er 5%. Örlitlar þreifingar hafa verið milli verkalýðshreyfingarinnar og ríkisstjórnarinnar um ástand efnahags- og kjaramála. Það hefur ekkert komið út úr þeim þreifingum. ASÍ og SA hafa einnig rætt saman en fundir þessara aðila hafa verið líkastir óformlegum fundum. Sú hugmynd svífur yfir vötnunum að gera þyrfti einhvers konar þjóðarsátt um efnahags- og kjaramál nú en ekki virðist að mínu mati grundvöllur fyrir henni. Verkalýðshreyfingin er ekki tilbúin til þess að taka á sig kjaraskerðingu. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, var mjög harðorður eftir að Orkuveitan hækkaði gjaldskrá sína um 9,7% fyrir skömmu. Hann sagði, að þessi hækkun væri bein ávísun á jafn mikla kauphækkun verkafólks. Sama segja verkalýðsforingjar um kauphækkun ljósmæðra. Þær fengu 21% kauphækkun í nýgerðum kjarasamningum. Verkalýðsforingjarnir segja, að með þeim samningum hafi verið sett fordæmi fyrir kauphækkun væntanlegra samninga. Verkafólk fái kauphækkun eða ígildi hennarLjóst er, að annaðhvort verður verkafólk að fá talsverða beina kauphækkun eða þá að ríkisstjórnin verður að gera ráðstafanir, sem jafngilda verulegum kauphækkunum. Þar kemur margt til greina, svo sem frekari lækkanir á tekjuskatti einstaklinga, lækkanir á tollum og virðisaukaskatti, ráðstafanir í húsnæðismálum, þar á meðal hækkun húsaleigubóta og fleira. Ef ríkisstjórnin gerir ekki slíkar ráðstafanir er talsverð bein kauphækkun óumflýjanleg. Bæta þarf kjör aldraðraSamhliða kjarabótum til verkafólks þarf að stórbæta kjör aldraðra og öryrkja. Það sem ríkisstjórnin hefur gert í því efni til þessa hefur verið í skötulíki og vigtar lítið, alla vega gagnvart þeim sem hættir eru að vinna en það er um 2/3 allra eldri borgara. Aldraðir fengu aðeins 7,4% hækkun á lífeyri sínum í upphafi ársins, þegar lágmarkslaun hækkuðu um 16% og fóru í 145 þús. á mánuði. Í september var bætt við hækkun til aldraðra einhleypinga og ákveðið, að lágmarksframfærslutrygging lífeyrisþega skyldi vera kr. 150 þús. á mánuði. En aldraðir hafa enn enga leiðréttingu fengið fyrir tímabilið 1. febrúar til 1. september þessa árs. Krafa þeirra er sú, að þeir fái uppbót fyrir það tímabil, þar eð þeir fengu aðeins 7,4% þegar lágmarkslaun hækkuðu um 16%. Þeir vilja fá mismuninn. Áhyggjur af efnahagsmálumVerkafólk hefur nú miklar áhyggjur af þróun efnahagsmála. Það geisar mikil verðbólga (14%) og samdráttur er verulegur í atvinnulífinu. Þegar eru byrjaðar uppsagnir starfsmanna fyrirtækja, einkum í byggingariðnaði, og búast má við að þær aukist í haust og í vetur. Fólk hefur einnig áhyggjur af bönkunum, sem virðast hafa farið óvarlega í erlendum lántökum og eiga nú í erfiðleikum með endurfjármögnun vegna hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu. Það er hörð barátta fram undan hjá verkalýðshreyfingunni. Hún þarf að verja kjör sín og fá bætur fyrir kjaraskerðingu yfirstandandi árs. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Kjarasamningar eru í uppnámi. Forsendur þeirra eru brostnar vegna mikillar verðbólgu. Samningar verða lausir í byrjun næsta árs og verða ekki framlengdir nema til komi verulegar kjarabætur. Verðbólgan hefur étið upp allar kjarabætur samninganna frá því í febrúar sl. Kjaraskerðing verkafólks sl. 12 mánuði er 5%. Örlitlar þreifingar hafa verið milli verkalýðshreyfingarinnar og ríkisstjórnarinnar um ástand efnahags- og kjaramála. Það hefur ekkert komið út úr þeim þreifingum. ASÍ og SA hafa einnig rætt saman en fundir þessara aðila hafa verið líkastir óformlegum fundum. Sú hugmynd svífur yfir vötnunum að gera þyrfti einhvers konar þjóðarsátt um efnahags- og kjaramál nú en ekki virðist að mínu mati grundvöllur fyrir henni. Verkalýðshreyfingin er ekki tilbúin til þess að taka á sig kjaraskerðingu. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, var mjög harðorður eftir að Orkuveitan hækkaði gjaldskrá sína um 9,7% fyrir skömmu. Hann sagði, að þessi hækkun væri bein ávísun á jafn mikla kauphækkun verkafólks. Sama segja verkalýðsforingjar um kauphækkun ljósmæðra. Þær fengu 21% kauphækkun í nýgerðum kjarasamningum. Verkalýðsforingjarnir segja, að með þeim samningum hafi verið sett fordæmi fyrir kauphækkun væntanlegra samninga. Verkafólk fái kauphækkun eða ígildi hennarLjóst er, að annaðhvort verður verkafólk að fá talsverða beina kauphækkun eða þá að ríkisstjórnin verður að gera ráðstafanir, sem jafngilda verulegum kauphækkunum. Þar kemur margt til greina, svo sem frekari lækkanir á tekjuskatti einstaklinga, lækkanir á tollum og virðisaukaskatti, ráðstafanir í húsnæðismálum, þar á meðal hækkun húsaleigubóta og fleira. Ef ríkisstjórnin gerir ekki slíkar ráðstafanir er talsverð bein kauphækkun óumflýjanleg. Bæta þarf kjör aldraðraSamhliða kjarabótum til verkafólks þarf að stórbæta kjör aldraðra og öryrkja. Það sem ríkisstjórnin hefur gert í því efni til þessa hefur verið í skötulíki og vigtar lítið, alla vega gagnvart þeim sem hættir eru að vinna en það er um 2/3 allra eldri borgara. Aldraðir fengu aðeins 7,4% hækkun á lífeyri sínum í upphafi ársins, þegar lágmarkslaun hækkuðu um 16% og fóru í 145 þús. á mánuði. Í september var bætt við hækkun til aldraðra einhleypinga og ákveðið, að lágmarksframfærslutrygging lífeyrisþega skyldi vera kr. 150 þús. á mánuði. En aldraðir hafa enn enga leiðréttingu fengið fyrir tímabilið 1. febrúar til 1. september þessa árs. Krafa þeirra er sú, að þeir fái uppbót fyrir það tímabil, þar eð þeir fengu aðeins 7,4% þegar lágmarkslaun hækkuðu um 16%. Þeir vilja fá mismuninn. Áhyggjur af efnahagsmálumVerkafólk hefur nú miklar áhyggjur af þróun efnahagsmála. Það geisar mikil verðbólga (14%) og samdráttur er verulegur í atvinnulífinu. Þegar eru byrjaðar uppsagnir starfsmanna fyrirtækja, einkum í byggingariðnaði, og búast má við að þær aukist í haust og í vetur. Fólk hefur einnig áhyggjur af bönkunum, sem virðast hafa farið óvarlega í erlendum lántökum og eiga nú í erfiðleikum með endurfjármögnun vegna hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu. Það er hörð barátta fram undan hjá verkalýðshreyfingunni. Hún þarf að verja kjör sín og fá bætur fyrir kjaraskerðingu yfirstandandi árs. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar