Vandræði í boði ríkisstjórnarinnar Guðni Ágústsson skrifar 24. júlí 2008 00:00 Einar K. Guðfinnsson, ráðherra skrifar hér í Fréttablaðið í gær eina af þessum skondnu greinum sem einkennir málflutning sjálfstæðismanna um þessar mundir. Grein sem á að breiða yfir vandræðaganginn sem fylgir ríkisstjórninni en hún hefur engin tök á efnahagsstjórninni. Á sama tíma koma ábyrgu tvíburarnir í Sjálfstæðisflokknum enn og aftur fram í opnuviðtali í Markaðnum, þeir Illugi Gunnarsson og Bjarni Benediktsson. Þessir ungu þingmenn rassskella Sjálfstæðisflokkinn fram og tilbaka fyrir dáðleysi í hagstjórninni. Þetta gerðu þeir í Morgunblaðinu upp úr áramótum þegar þeir reyndu að vekja ríkisstjórnina. Þeir benda á margt ágætt, tala í lausnum og á svipuðum nótum og við framsóknarmenn höfum gert í heilt ár. Hér er óðaverðbólga á ný, gengi krónunnar er fallið um 40% frá áramótum. Skuldir íslenskra heimila hafa vaxið um eitthundrað milljarða frá áramótum. Hér stýrir Seðlabanki í nafni ríkisstjórnarinnar hæstu stýrivöxtum í heimi til að halda í jöklabréfatröllin sem eru erlendir og víðfrægir braskarar sem heimta vexti og engar refjar á peninga sína. Stýrivextirnir áttu að auki að halda verðbólgunni niðri sem mælist nú í 30% í júlí og 15% á árinu, stýrivextirnir áttu að halda genginu uppi, það er kolfallið. Lífskjör almennings eru að rýrna undir handarjaðri þessarar ríkisstjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn situr með hendur í skauti og aðhefst ekkert. Samfylkingin stingur hausnum í sandinn og vonar að enginn sjái sig eða muni eftir sér þegar efnahagsvandræðin eru á dagskrá. Steingrímur Hermannsson er hjarta okkar framsóknarmanna nærri og gott að Einar nefnir nafn hans. Hann þyrfti ekki einn hagfræðing í viðbót við þessar aðstæður, gamli „big red" hefði brett upp ermarnar og tekist á við vandann og skapað þjóðarsátt um varnaraðgerðir. Það sem ég sagði á Bylgjunni í fyrradag um Tryggva Þór Herbertsson nýjan ráðgjafa ríkisstjórnarinnar var þetta: Það þarf ekki einn svona mann í viðbót, það eru 40 hagfræðingar í Seðlabankanum sem heyra undir forsætisráðherra og að auki eru í forsætis-, fjármála-, og viðskiptaráðuneytum mikið af sérfræðingum. Nú þarf alþýðumanninn eða barnið til að segja keisaranum eða forsætisráðherranum að hann sé nakinn og ráðalaus, hann eigi fyrst og fremst að höggva á hnútinn, málin eru oft einfaldari en sérfræðingar vilja vera láta. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, ráðherra skrifar hér í Fréttablaðið í gær eina af þessum skondnu greinum sem einkennir málflutning sjálfstæðismanna um þessar mundir. Grein sem á að breiða yfir vandræðaganginn sem fylgir ríkisstjórninni en hún hefur engin tök á efnahagsstjórninni. Á sama tíma koma ábyrgu tvíburarnir í Sjálfstæðisflokknum enn og aftur fram í opnuviðtali í Markaðnum, þeir Illugi Gunnarsson og Bjarni Benediktsson. Þessir ungu þingmenn rassskella Sjálfstæðisflokkinn fram og tilbaka fyrir dáðleysi í hagstjórninni. Þetta gerðu þeir í Morgunblaðinu upp úr áramótum þegar þeir reyndu að vekja ríkisstjórnina. Þeir benda á margt ágætt, tala í lausnum og á svipuðum nótum og við framsóknarmenn höfum gert í heilt ár. Hér er óðaverðbólga á ný, gengi krónunnar er fallið um 40% frá áramótum. Skuldir íslenskra heimila hafa vaxið um eitthundrað milljarða frá áramótum. Hér stýrir Seðlabanki í nafni ríkisstjórnarinnar hæstu stýrivöxtum í heimi til að halda í jöklabréfatröllin sem eru erlendir og víðfrægir braskarar sem heimta vexti og engar refjar á peninga sína. Stýrivextirnir áttu að auki að halda verðbólgunni niðri sem mælist nú í 30% í júlí og 15% á árinu, stýrivextirnir áttu að halda genginu uppi, það er kolfallið. Lífskjör almennings eru að rýrna undir handarjaðri þessarar ríkisstjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn situr með hendur í skauti og aðhefst ekkert. Samfylkingin stingur hausnum í sandinn og vonar að enginn sjái sig eða muni eftir sér þegar efnahagsvandræðin eru á dagskrá. Steingrímur Hermannsson er hjarta okkar framsóknarmanna nærri og gott að Einar nefnir nafn hans. Hann þyrfti ekki einn hagfræðing í viðbót við þessar aðstæður, gamli „big red" hefði brett upp ermarnar og tekist á við vandann og skapað þjóðarsátt um varnaraðgerðir. Það sem ég sagði á Bylgjunni í fyrradag um Tryggva Þór Herbertsson nýjan ráðgjafa ríkisstjórnarinnar var þetta: Það þarf ekki einn svona mann í viðbót, það eru 40 hagfræðingar í Seðlabankanum sem heyra undir forsætisráðherra og að auki eru í forsætis-, fjármála-, og viðskiptaráðuneytum mikið af sérfræðingum. Nú þarf alþýðumanninn eða barnið til að segja keisaranum eða forsætisráðherranum að hann sé nakinn og ráðalaus, hann eigi fyrst og fremst að höggva á hnútinn, málin eru oft einfaldari en sérfræðingar vilja vera láta. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun