Vandinn lá í stefnunni Sighvatur Björgvinsson skrifar 29. nóvember 2008 06:00 Umræðan Bankahrunið Um stöðuna í þjóðmálunum núna þá er full ástæða til þess að vara við. Fólk er reitt, kvíðið, óöruggt og vantreystir öllu og öllum. Undirtónninn er háskalegur. Kröfur sem eru tilræði við réttarríkið komast á kreik; um ákærur án þess að skýrt sakarefni liggi fyrir. Að einhver skipi einhverja í ríkisstjórn, sem ekki þurfi að styðjast við þingræði. Að nafngreindir séu tilteknir sökudólgar sem svo axli áföllin. Við skulum gera okkur grein fyrir því að ábyrgðin á óförunum liggur hjá miklu fleirum en einhverjum 20 eða 30 einstaklingum. Fólk gat ekki séð bankahrunið fyrirfram en allt annað blasti við. „Góðærið“ var búið til með því að nýta sér sparifé annarra þjóða. Á fimm árum urðu íslensk heimili skuldsettustu heimili í víðri veröld. Íslendingar pöntuðu fleiri nýja Land-Cruser jeppa en nokkur önnur þjóð í heiminum að Rússum undanteknum; allt á lánum. Þúsundir íbúða voru byggðar með innflutningi vinnuafls frá útlöndum, kostaðar með innflutningi lánsfjár frá útlöndum - og boðnar til kaups gegn lánveitingum frá útlöndum. Hélt fólk að þetta gæti gengið svona áfram? Menn vissu betur - en vildu ekki vita. Margir vöruðu við - en fáir vildu hlusta. Ekkert gat stöðvað framrásina. Íslendingar voru bestir í öllu. Þjóðin sýndi fingurinn og sagði “fokk jú” við alla þá erlenda aðila, sem vöruðu við. Og hvað um Íslendinga, sem það gerðu? Var hlustað á þá, t.d. Steingrím Sigfússon, sem varaði við yfirlýsingum um að boðið yrði upp á 90% lán til íbúðakaupa? Á Þorvald Gylfason, sem varaði reglulega við skuldasöfnuninni í fjölmiðlum? Á Össur, sem árið 2004 sagði að Íslendingar sætu á „tifandi tímasprengju“? Á þá, sem sögðu varhugavert að lækka skatta í þenslunni? Á Vilhjálm Egilsson, sem varaði ítrekað við því að haldið væri uppi háum vaxtamun milli Íslands og útlanda, sem leiða myndi til óstöðvandi innflutnings lánsfjár í erlendum gjaldeyri og allt of hás gengis krónunnar - og síðan til hruns? Lagði þjóðin við hlustir? Eða fjölmiðlarnir? Stefnan, sem fylgt var, hún var líka innflutt frá útlöndum eins og lánsféð - þ.e. hin óhefta frjálsa markaðshyggja. „Hin dauða hönd ríkisins“ mátti hvergi koma nærri. „Hinn frjálsi markaður leiðréttir sig sjálfur“. Umfram allt bar að forðast vöxt „hins opinbera eftirlitsiðnaðar“. Þarf að rifja þetta upp? Hvernig stóð á því að þessi óhefta markaðshyggja náði slíkri fótfestu á Íslandi - langt umfram það sem gerðist í öðrum ríkjum Evrópu? Að hluta til vegna þess að þjóðin kaus hana yfir sig. Að hluta til vegna þess að þjóðin umbar hana. Við getum nefnt nokkra fánabera þessarar stjórnmálastefnu; fánabera, sem nú hafa hljótt um sig. Stór hluti þjóðarinnar studdi þá. Aðrir „kóuðu“ með. Sökin er hins vegar ekki fyrst og fremst þeirra. Þeir voru bara fánaberar. Örlögunum réði sú stjórnmálastefna, sem fylgt var. Þess vegna ber okkur nú ekki síður að ræða um pólitík en um einstaklinga þegar við ræðum um sakarefni. Hrun fyrrum Austantjaldsríkja var ekki bara sök Stalíns og Brésnefs og þeirra nóta heldur ekki síður þeirrar stefnu hverrar fánaberar þeir voru - kommúnismans. Hrun okkar Íslendinga var ekki fyrst og fremst orsakað af þeim einstaklingum, sem verið hafa fánaberar hins óhefta markaðsbúskapar og þjóðin lyfti til áhrifa - heldur fyrst og fremst af stefnunni sjálfri. Og útrásar „víkingarnir“ - ævintýramennirnir sem þjóðin er nú að þrífa upp skítinn eftir? Hverjir gáfu þeim „víkingsnafnið“? Hverjir töldu þá hafa hið sanna „víkingablóð“ í æðum - vera sanna Íslendinga? Hver voru viðbrögðin þegar forstöðumaður greiningardeildar Danske bank og aðrir „illgjarnir” og „öfundsjúkir” útlendingar leyfðu sér að gagnrýna þá? Hver hefðu viðbrögðin orðið hjá þjóðinni ef „hin dauða hönd ríkisins“ hefði stoppað þá af? Heil kynslóð ungra og velmenntaðra Íslendinga lifði í skjóli þeirra í þeirri Séð-og-heyrt tilveru, sem einna helst líktist hinni ýktu mynd af aðdragandanum að hruni Weimarlýðveldisins, sem söngleikurinn Kabarett dró upp. Þjóðin hefur orðið fyrir alvarlegu áfalli, það er satt og rétt. En miklu fleiri deila þar sök en bara vonda fólkið á Alþingi. Nürnberg-réttarhöld yfir einhverjum fáum klára ekki málið. Það einfaldlega má ekki gerast að uppgjörið verði einungis fólgið í því að einhverjum millistjórnanda verði varpað á bálið eins og gerðist í olíufélagahneykslinu og þar með teljist málinu vera lokið. Við öll, sem myndum þessa þjóð, verðum að horfast í augu við okkur sjálf og gera okkur grein fyrir að við berum hvert og eitt hluta af þessari sök. Sumir með því bókstaflega að hafa valdið áfallinu, aðrir með því að hafa meðvirkað og enn aðrir með því að hafa ekki viljað hlusta - eða ekki þorað að tala. Höfundur er fyrrverandi ráðherra og alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan Bankahrunið Um stöðuna í þjóðmálunum núna þá er full ástæða til þess að vara við. Fólk er reitt, kvíðið, óöruggt og vantreystir öllu og öllum. Undirtónninn er háskalegur. Kröfur sem eru tilræði við réttarríkið komast á kreik; um ákærur án þess að skýrt sakarefni liggi fyrir. Að einhver skipi einhverja í ríkisstjórn, sem ekki þurfi að styðjast við þingræði. Að nafngreindir séu tilteknir sökudólgar sem svo axli áföllin. Við skulum gera okkur grein fyrir því að ábyrgðin á óförunum liggur hjá miklu fleirum en einhverjum 20 eða 30 einstaklingum. Fólk gat ekki séð bankahrunið fyrirfram en allt annað blasti við. „Góðærið“ var búið til með því að nýta sér sparifé annarra þjóða. Á fimm árum urðu íslensk heimili skuldsettustu heimili í víðri veröld. Íslendingar pöntuðu fleiri nýja Land-Cruser jeppa en nokkur önnur þjóð í heiminum að Rússum undanteknum; allt á lánum. Þúsundir íbúða voru byggðar með innflutningi vinnuafls frá útlöndum, kostaðar með innflutningi lánsfjár frá útlöndum - og boðnar til kaups gegn lánveitingum frá útlöndum. Hélt fólk að þetta gæti gengið svona áfram? Menn vissu betur - en vildu ekki vita. Margir vöruðu við - en fáir vildu hlusta. Ekkert gat stöðvað framrásina. Íslendingar voru bestir í öllu. Þjóðin sýndi fingurinn og sagði “fokk jú” við alla þá erlenda aðila, sem vöruðu við. Og hvað um Íslendinga, sem það gerðu? Var hlustað á þá, t.d. Steingrím Sigfússon, sem varaði við yfirlýsingum um að boðið yrði upp á 90% lán til íbúðakaupa? Á Þorvald Gylfason, sem varaði reglulega við skuldasöfnuninni í fjölmiðlum? Á Össur, sem árið 2004 sagði að Íslendingar sætu á „tifandi tímasprengju“? Á þá, sem sögðu varhugavert að lækka skatta í þenslunni? Á Vilhjálm Egilsson, sem varaði ítrekað við því að haldið væri uppi háum vaxtamun milli Íslands og útlanda, sem leiða myndi til óstöðvandi innflutnings lánsfjár í erlendum gjaldeyri og allt of hás gengis krónunnar - og síðan til hruns? Lagði þjóðin við hlustir? Eða fjölmiðlarnir? Stefnan, sem fylgt var, hún var líka innflutt frá útlöndum eins og lánsféð - þ.e. hin óhefta frjálsa markaðshyggja. „Hin dauða hönd ríkisins“ mátti hvergi koma nærri. „Hinn frjálsi markaður leiðréttir sig sjálfur“. Umfram allt bar að forðast vöxt „hins opinbera eftirlitsiðnaðar“. Þarf að rifja þetta upp? Hvernig stóð á því að þessi óhefta markaðshyggja náði slíkri fótfestu á Íslandi - langt umfram það sem gerðist í öðrum ríkjum Evrópu? Að hluta til vegna þess að þjóðin kaus hana yfir sig. Að hluta til vegna þess að þjóðin umbar hana. Við getum nefnt nokkra fánabera þessarar stjórnmálastefnu; fánabera, sem nú hafa hljótt um sig. Stór hluti þjóðarinnar studdi þá. Aðrir „kóuðu“ með. Sökin er hins vegar ekki fyrst og fremst þeirra. Þeir voru bara fánaberar. Örlögunum réði sú stjórnmálastefna, sem fylgt var. Þess vegna ber okkur nú ekki síður að ræða um pólitík en um einstaklinga þegar við ræðum um sakarefni. Hrun fyrrum Austantjaldsríkja var ekki bara sök Stalíns og Brésnefs og þeirra nóta heldur ekki síður þeirrar stefnu hverrar fánaberar þeir voru - kommúnismans. Hrun okkar Íslendinga var ekki fyrst og fremst orsakað af þeim einstaklingum, sem verið hafa fánaberar hins óhefta markaðsbúskapar og þjóðin lyfti til áhrifa - heldur fyrst og fremst af stefnunni sjálfri. Og útrásar „víkingarnir“ - ævintýramennirnir sem þjóðin er nú að þrífa upp skítinn eftir? Hverjir gáfu þeim „víkingsnafnið“? Hverjir töldu þá hafa hið sanna „víkingablóð“ í æðum - vera sanna Íslendinga? Hver voru viðbrögðin þegar forstöðumaður greiningardeildar Danske bank og aðrir „illgjarnir” og „öfundsjúkir” útlendingar leyfðu sér að gagnrýna þá? Hver hefðu viðbrögðin orðið hjá þjóðinni ef „hin dauða hönd ríkisins“ hefði stoppað þá af? Heil kynslóð ungra og velmenntaðra Íslendinga lifði í skjóli þeirra í þeirri Séð-og-heyrt tilveru, sem einna helst líktist hinni ýktu mynd af aðdragandanum að hruni Weimarlýðveldisins, sem söngleikurinn Kabarett dró upp. Þjóðin hefur orðið fyrir alvarlegu áfalli, það er satt og rétt. En miklu fleiri deila þar sök en bara vonda fólkið á Alþingi. Nürnberg-réttarhöld yfir einhverjum fáum klára ekki málið. Það einfaldlega má ekki gerast að uppgjörið verði einungis fólgið í því að einhverjum millistjórnanda verði varpað á bálið eins og gerðist í olíufélagahneykslinu og þar með teljist málinu vera lokið. Við öll, sem myndum þessa þjóð, verðum að horfast í augu við okkur sjálf og gera okkur grein fyrir að við berum hvert og eitt hluta af þessari sök. Sumir með því bókstaflega að hafa valdið áfallinu, aðrir með því að hafa meðvirkað og enn aðrir með því að hafa ekki viljað hlusta - eða ekki þorað að tala. Höfundur er fyrrverandi ráðherra og alþingismaður.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun