Einkavæðingin á Alþingi í dag Ögmundur Jónasson skrifar 9. september 2008 05:00 Við þingfrestun í vor var fallist á að skjóta á frest afgreiðslu frumvarps Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, um nýja Sjúkratrygginga- og innkaupastofnun á heilbrigðissviði. Í greinargerð með frumvarpinu segir að það byggi á reynslu Svía og Breta. Þessar þjóðir hafi haldið út á markaðstorgið með heilbrigðisþjónustu sína en hin nýja stofnun á einmitt að auðvelda þessa vegferð. Með því að fá afgreiðslu frumvarpsins frestað sumarlangt vildu menn skapa svigrúm til að grafast fyrir um afleiðingar kerfisbreytinganna í Svíþjóð og Bretlandi. Það gekk ekki eftir. Heilbrigðisnefnd Alþingis var aldrei kölluð saman í sumar. Og ekki er að sjá að stjórnarmeirihlutinn hafi lyft litla fingri til að kynna sér málin ef undan er skilin hraðsuðuheimsókn heilbrigðisnefndar Alþingis til Stokkhólms í vikunni áður en þing kom saman. Ferðin var farin undir handarjaðri verktakafyrirtækisins sem skipuleggur markaðsvæðingarátak heilbrigðisráðherrans! Stjórnarandstaðan hefur hins vegar notað tímann og viðað að sér upplýsingum. Hverju skyldi sú rannsóknarvinna hafa skilað? Í ljós kemur að um þróunina í Svíþjóð er engin sátt. Markaðsvæðingin í heilbrigðiskerfi Svía sætir þvert á móti vaxandi gagnrýni. Útboð í heilbrigðisþjónustunni eru á undanhaldi vegna þess að þau gáfu ekki góða raun. Frá Bretlandi hafa einnig borist varnaðarorð. Einn helsti sérfræðingur Breta á þessu sviði, Allyson Pollock, prófessor við Edinborgarháskóla, sagði í erindi sem hún flutti hér á landi að umræddu frumvarpi svipaði til löggjafar í Bretlandi frá þeim tíma sem Bretar hófu vegferðina með heilbrigðiskerfi sitt inn á markaðstorgið undir leiðsögn Margrétar Thatcher. Grundvallarbreytingar á samfélaginu á ekki gera umræðulaust. En þegar stjórnarmeirihlutinn er annaðhvort hlynntur einkavæðingu eða einfaldlega svo latur að hann nennir ekki að kynna sér málin er úr vöndu að ráða. Það er dapurlegt til þess að hugsa að vegna sinnuleysis á Alþingi, andvaraleysis almennings og doða fjölmiðlanna kunni frjálshyggjunni að takast að eyðileggja heilbrigðiskerfið okkar. Allt til þess eins að hleypa einkavinunum öllum á garðann svo þeir geti gert heilbrigðisþjónustu landsmanna sér að féþúfu. Málið er á dagskrá Alþingis í dag. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Við þingfrestun í vor var fallist á að skjóta á frest afgreiðslu frumvarps Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, um nýja Sjúkratrygginga- og innkaupastofnun á heilbrigðissviði. Í greinargerð með frumvarpinu segir að það byggi á reynslu Svía og Breta. Þessar þjóðir hafi haldið út á markaðstorgið með heilbrigðisþjónustu sína en hin nýja stofnun á einmitt að auðvelda þessa vegferð. Með því að fá afgreiðslu frumvarpsins frestað sumarlangt vildu menn skapa svigrúm til að grafast fyrir um afleiðingar kerfisbreytinganna í Svíþjóð og Bretlandi. Það gekk ekki eftir. Heilbrigðisnefnd Alþingis var aldrei kölluð saman í sumar. Og ekki er að sjá að stjórnarmeirihlutinn hafi lyft litla fingri til að kynna sér málin ef undan er skilin hraðsuðuheimsókn heilbrigðisnefndar Alþingis til Stokkhólms í vikunni áður en þing kom saman. Ferðin var farin undir handarjaðri verktakafyrirtækisins sem skipuleggur markaðsvæðingarátak heilbrigðisráðherrans! Stjórnarandstaðan hefur hins vegar notað tímann og viðað að sér upplýsingum. Hverju skyldi sú rannsóknarvinna hafa skilað? Í ljós kemur að um þróunina í Svíþjóð er engin sátt. Markaðsvæðingin í heilbrigðiskerfi Svía sætir þvert á móti vaxandi gagnrýni. Útboð í heilbrigðisþjónustunni eru á undanhaldi vegna þess að þau gáfu ekki góða raun. Frá Bretlandi hafa einnig borist varnaðarorð. Einn helsti sérfræðingur Breta á þessu sviði, Allyson Pollock, prófessor við Edinborgarháskóla, sagði í erindi sem hún flutti hér á landi að umræddu frumvarpi svipaði til löggjafar í Bretlandi frá þeim tíma sem Bretar hófu vegferðina með heilbrigðiskerfi sitt inn á markaðstorgið undir leiðsögn Margrétar Thatcher. Grundvallarbreytingar á samfélaginu á ekki gera umræðulaust. En þegar stjórnarmeirihlutinn er annaðhvort hlynntur einkavæðingu eða einfaldlega svo latur að hann nennir ekki að kynna sér málin er úr vöndu að ráða. Það er dapurlegt til þess að hugsa að vegna sinnuleysis á Alþingi, andvaraleysis almennings og doða fjölmiðlanna kunni frjálshyggjunni að takast að eyðileggja heilbrigðiskerfið okkar. Allt til þess eins að hleypa einkavinunum öllum á garðann svo þeir geti gert heilbrigðisþjónustu landsmanna sér að féþúfu. Málið er á dagskrá Alþingis í dag. Höfundur er alþingismaður.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun