Nýja þjóðarsátt strax Guðni Ágústsson skrifar 6. apríl 2008 00:01 Íslenskt efnahagslíf stendur nú frammi fyrir meiri vanda en blasað hefur við um áratuga skeið. Ástæðurnar má að hluta rekja til alþjóðlegrar fjármálakreppu en ekki síður ákvarðanatökufælni stjórnvalda hér heima. Því miður hefur ríkisstjórnin ekki tekið á vandanum af þeirri festu, skilningi og útsjónarsemi sem nauðsynlegt er við slíkar aðstæður og ekkert sem bendir til þess að svo verði. Þvert á móti. Viðbrögð hennar, eða réttara sagt aðgerðarleysi, hefur ekki verið í neinu samræmi við horfur í efnahagsmálum og samspil við peningamálastjórn Seðlabankans hefur ekkert verið. Alþjóðleg matsfyrirtæki hafa nú þegar lækkað lánshæfismat ríkissjóðs á sömu rökum og við framsóknarmenn höfum haldið fram til margra mánaða. Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar er sá þáttur sem þar vegur þyngst. Framsóknarmenn hafa nú lagt fram skynsamsamar og hófsamar tillögur að nýrri þjóðarsátt og aðgerðum sem hægt er að grípa strax til og lágmarka skaðann. FjármálakerfiðTillögur okkar sem snúa að fjármálakerfinu sjálfu eru í þremur liðum. Efla þarf gjaldeyrisforða Seðlabankans til að draga úr þeirri óvissu sem er uppi um greiðslugetu fjármálakerfis landsmanna. Yfirtaka Íbúðalánasjóðs á fasteignalánum bankanna þarf að vera til reiðu á lánum sem eru undir tilteknum fjárhæðarmörkum og þannig verði með félagslegum hætti komið að vanda tekjulægri hópa í samfélaginu. Í þriðja lagi þarf að endurskoða og íhuga breytingar á peningamálastefnu Seðlabankans þannig að vægi fjármálastöðugleika í markmiðssetningu bankans verði aukið, samhliða því sem horft verði til stöðugleika í verðalagsmálum. Samdráttur í efnahagslífinuTillögur þær sem snúa að viðbrögðum hins opinbera ganga út á að ríkissjóður í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins beiti sér fyrir sátt um aðgerðir til að draga úr verstu áhrifum efnahagskreppunnar, dýpt hennar og lengd. Ný þjóðarsátt verði gerð um viðspyrnu gegn verðbólgu. Endurskoða þarf forsendur fjárlaga tafarlaust, fella á brott sértæka neysluskatta s.s. álögur á eldsneyti og virðisaukaskatt á matvæli auk stimpilgjalda á íbúðarhúsnæði. Efla þarf verðlags- og verðmerkingareftirlit, Samkeppniseftirlitið og Fjármálaeftirlitið. Áfram þarf að vinna að undirbúningi stórframkvæmda þannig að hægt verði að ráðast í þær með skömmum fyrirvara þegar aðstæður leyfa í efnahagslífinu og hvetja þarf til almenns sparnaðar með skattalegum aðgerðum. Ríkissjóður aflögufærÞessar tillögur geta kostað ríkissjóð allt að 18 milljarða króna þegar allt er talið en miðað við það hvernig við framsóknarmenn skildum við ríkissjóð eftir 12 ára uppbyggingarstarf ætti að vera borð fyrir báru. Verðhjöðnunaráhrif þessara tillagna geta verið umtalsverð eða 3-5%. Það er mat okkar framsóknarmanna að með samstilltu átaki megi stýra efnahagsmálum þannig að bæði almenningur og atvinnulíf standi fyrirsjáanlega erfiðleika af sér og leggjum því til skynsama, hófsama og sanngjarna þjóðarsátt þar sem horft er til raunhæfra og markvissra aðgerða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt efnahagslíf stendur nú frammi fyrir meiri vanda en blasað hefur við um áratuga skeið. Ástæðurnar má að hluta rekja til alþjóðlegrar fjármálakreppu en ekki síður ákvarðanatökufælni stjórnvalda hér heima. Því miður hefur ríkisstjórnin ekki tekið á vandanum af þeirri festu, skilningi og útsjónarsemi sem nauðsynlegt er við slíkar aðstæður og ekkert sem bendir til þess að svo verði. Þvert á móti. Viðbrögð hennar, eða réttara sagt aðgerðarleysi, hefur ekki verið í neinu samræmi við horfur í efnahagsmálum og samspil við peningamálastjórn Seðlabankans hefur ekkert verið. Alþjóðleg matsfyrirtæki hafa nú þegar lækkað lánshæfismat ríkissjóðs á sömu rökum og við framsóknarmenn höfum haldið fram til margra mánaða. Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar er sá þáttur sem þar vegur þyngst. Framsóknarmenn hafa nú lagt fram skynsamsamar og hófsamar tillögur að nýrri þjóðarsátt og aðgerðum sem hægt er að grípa strax til og lágmarka skaðann. FjármálakerfiðTillögur okkar sem snúa að fjármálakerfinu sjálfu eru í þremur liðum. Efla þarf gjaldeyrisforða Seðlabankans til að draga úr þeirri óvissu sem er uppi um greiðslugetu fjármálakerfis landsmanna. Yfirtaka Íbúðalánasjóðs á fasteignalánum bankanna þarf að vera til reiðu á lánum sem eru undir tilteknum fjárhæðarmörkum og þannig verði með félagslegum hætti komið að vanda tekjulægri hópa í samfélaginu. Í þriðja lagi þarf að endurskoða og íhuga breytingar á peningamálastefnu Seðlabankans þannig að vægi fjármálastöðugleika í markmiðssetningu bankans verði aukið, samhliða því sem horft verði til stöðugleika í verðalagsmálum. Samdráttur í efnahagslífinuTillögur þær sem snúa að viðbrögðum hins opinbera ganga út á að ríkissjóður í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins beiti sér fyrir sátt um aðgerðir til að draga úr verstu áhrifum efnahagskreppunnar, dýpt hennar og lengd. Ný þjóðarsátt verði gerð um viðspyrnu gegn verðbólgu. Endurskoða þarf forsendur fjárlaga tafarlaust, fella á brott sértæka neysluskatta s.s. álögur á eldsneyti og virðisaukaskatt á matvæli auk stimpilgjalda á íbúðarhúsnæði. Efla þarf verðlags- og verðmerkingareftirlit, Samkeppniseftirlitið og Fjármálaeftirlitið. Áfram þarf að vinna að undirbúningi stórframkvæmda þannig að hægt verði að ráðast í þær með skömmum fyrirvara þegar aðstæður leyfa í efnahagslífinu og hvetja þarf til almenns sparnaðar með skattalegum aðgerðum. Ríkissjóður aflögufærÞessar tillögur geta kostað ríkissjóð allt að 18 milljarða króna þegar allt er talið en miðað við það hvernig við framsóknarmenn skildum við ríkissjóð eftir 12 ára uppbyggingarstarf ætti að vera borð fyrir báru. Verðhjöðnunaráhrif þessara tillagna geta verið umtalsverð eða 3-5%. Það er mat okkar framsóknarmanna að með samstilltu átaki megi stýra efnahagsmálum þannig að bæði almenningur og atvinnulíf standi fyrirsjáanlega erfiðleika af sér og leggjum því til skynsama, hófsama og sanngjarna þjóðarsátt þar sem horft er til raunhæfra og markvissra aðgerða.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun