Nýja þjóðarsátt strax Guðni Ágústsson skrifar 6. apríl 2008 00:01 Íslenskt efnahagslíf stendur nú frammi fyrir meiri vanda en blasað hefur við um áratuga skeið. Ástæðurnar má að hluta rekja til alþjóðlegrar fjármálakreppu en ekki síður ákvarðanatökufælni stjórnvalda hér heima. Því miður hefur ríkisstjórnin ekki tekið á vandanum af þeirri festu, skilningi og útsjónarsemi sem nauðsynlegt er við slíkar aðstæður og ekkert sem bendir til þess að svo verði. Þvert á móti. Viðbrögð hennar, eða réttara sagt aðgerðarleysi, hefur ekki verið í neinu samræmi við horfur í efnahagsmálum og samspil við peningamálastjórn Seðlabankans hefur ekkert verið. Alþjóðleg matsfyrirtæki hafa nú þegar lækkað lánshæfismat ríkissjóðs á sömu rökum og við framsóknarmenn höfum haldið fram til margra mánaða. Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar er sá þáttur sem þar vegur þyngst. Framsóknarmenn hafa nú lagt fram skynsamsamar og hófsamar tillögur að nýrri þjóðarsátt og aðgerðum sem hægt er að grípa strax til og lágmarka skaðann. FjármálakerfiðTillögur okkar sem snúa að fjármálakerfinu sjálfu eru í þremur liðum. Efla þarf gjaldeyrisforða Seðlabankans til að draga úr þeirri óvissu sem er uppi um greiðslugetu fjármálakerfis landsmanna. Yfirtaka Íbúðalánasjóðs á fasteignalánum bankanna þarf að vera til reiðu á lánum sem eru undir tilteknum fjárhæðarmörkum og þannig verði með félagslegum hætti komið að vanda tekjulægri hópa í samfélaginu. Í þriðja lagi þarf að endurskoða og íhuga breytingar á peningamálastefnu Seðlabankans þannig að vægi fjármálastöðugleika í markmiðssetningu bankans verði aukið, samhliða því sem horft verði til stöðugleika í verðalagsmálum. Samdráttur í efnahagslífinuTillögur þær sem snúa að viðbrögðum hins opinbera ganga út á að ríkissjóður í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins beiti sér fyrir sátt um aðgerðir til að draga úr verstu áhrifum efnahagskreppunnar, dýpt hennar og lengd. Ný þjóðarsátt verði gerð um viðspyrnu gegn verðbólgu. Endurskoða þarf forsendur fjárlaga tafarlaust, fella á brott sértæka neysluskatta s.s. álögur á eldsneyti og virðisaukaskatt á matvæli auk stimpilgjalda á íbúðarhúsnæði. Efla þarf verðlags- og verðmerkingareftirlit, Samkeppniseftirlitið og Fjármálaeftirlitið. Áfram þarf að vinna að undirbúningi stórframkvæmda þannig að hægt verði að ráðast í þær með skömmum fyrirvara þegar aðstæður leyfa í efnahagslífinu og hvetja þarf til almenns sparnaðar með skattalegum aðgerðum. Ríkissjóður aflögufærÞessar tillögur geta kostað ríkissjóð allt að 18 milljarða króna þegar allt er talið en miðað við það hvernig við framsóknarmenn skildum við ríkissjóð eftir 12 ára uppbyggingarstarf ætti að vera borð fyrir báru. Verðhjöðnunaráhrif þessara tillagna geta verið umtalsverð eða 3-5%. Það er mat okkar framsóknarmanna að með samstilltu átaki megi stýra efnahagsmálum þannig að bæði almenningur og atvinnulíf standi fyrirsjáanlega erfiðleika af sér og leggjum því til skynsama, hófsama og sanngjarna þjóðarsátt þar sem horft er til raunhæfra og markvissra aðgerða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Íslenskt efnahagslíf stendur nú frammi fyrir meiri vanda en blasað hefur við um áratuga skeið. Ástæðurnar má að hluta rekja til alþjóðlegrar fjármálakreppu en ekki síður ákvarðanatökufælni stjórnvalda hér heima. Því miður hefur ríkisstjórnin ekki tekið á vandanum af þeirri festu, skilningi og útsjónarsemi sem nauðsynlegt er við slíkar aðstæður og ekkert sem bendir til þess að svo verði. Þvert á móti. Viðbrögð hennar, eða réttara sagt aðgerðarleysi, hefur ekki verið í neinu samræmi við horfur í efnahagsmálum og samspil við peningamálastjórn Seðlabankans hefur ekkert verið. Alþjóðleg matsfyrirtæki hafa nú þegar lækkað lánshæfismat ríkissjóðs á sömu rökum og við framsóknarmenn höfum haldið fram til margra mánaða. Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar er sá þáttur sem þar vegur þyngst. Framsóknarmenn hafa nú lagt fram skynsamsamar og hófsamar tillögur að nýrri þjóðarsátt og aðgerðum sem hægt er að grípa strax til og lágmarka skaðann. FjármálakerfiðTillögur okkar sem snúa að fjármálakerfinu sjálfu eru í þremur liðum. Efla þarf gjaldeyrisforða Seðlabankans til að draga úr þeirri óvissu sem er uppi um greiðslugetu fjármálakerfis landsmanna. Yfirtaka Íbúðalánasjóðs á fasteignalánum bankanna þarf að vera til reiðu á lánum sem eru undir tilteknum fjárhæðarmörkum og þannig verði með félagslegum hætti komið að vanda tekjulægri hópa í samfélaginu. Í þriðja lagi þarf að endurskoða og íhuga breytingar á peningamálastefnu Seðlabankans þannig að vægi fjármálastöðugleika í markmiðssetningu bankans verði aukið, samhliða því sem horft verði til stöðugleika í verðalagsmálum. Samdráttur í efnahagslífinuTillögur þær sem snúa að viðbrögðum hins opinbera ganga út á að ríkissjóður í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins beiti sér fyrir sátt um aðgerðir til að draga úr verstu áhrifum efnahagskreppunnar, dýpt hennar og lengd. Ný þjóðarsátt verði gerð um viðspyrnu gegn verðbólgu. Endurskoða þarf forsendur fjárlaga tafarlaust, fella á brott sértæka neysluskatta s.s. álögur á eldsneyti og virðisaukaskatt á matvæli auk stimpilgjalda á íbúðarhúsnæði. Efla þarf verðlags- og verðmerkingareftirlit, Samkeppniseftirlitið og Fjármálaeftirlitið. Áfram þarf að vinna að undirbúningi stórframkvæmda þannig að hægt verði að ráðast í þær með skömmum fyrirvara þegar aðstæður leyfa í efnahagslífinu og hvetja þarf til almenns sparnaðar með skattalegum aðgerðum. Ríkissjóður aflögufærÞessar tillögur geta kostað ríkissjóð allt að 18 milljarða króna þegar allt er talið en miðað við það hvernig við framsóknarmenn skildum við ríkissjóð eftir 12 ára uppbyggingarstarf ætti að vera borð fyrir báru. Verðhjöðnunaráhrif þessara tillagna geta verið umtalsverð eða 3-5%. Það er mat okkar framsóknarmanna að með samstilltu átaki megi stýra efnahagsmálum þannig að bæði almenningur og atvinnulíf standi fyrirsjáanlega erfiðleika af sér og leggjum því til skynsama, hófsama og sanngjarna þjóðarsátt þar sem horft er til raunhæfra og markvissra aðgerða.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar