Vegvísir eða farartálmi? árni páll árnason skrifar 1. apríl 2008 00:01 Fleiri og fleiri stjórnmálamenn og skríbentar lýsa sig nú reiðubúna til að ræða vegvísi um hvernig unnt gæti verið að haga umsóknarferli um aðild að Evrópusambandinu. Það er góðs viti. Leiðari Þorsteins Pálssonar um þetta efni á sunnudag kallar hins vegar á nokkrar athugasemdir. Í fyrsta lagi virðist Þorsteinn ganga út frá því að ekki sé unnt að taka ákvörðun um aðild fyrr en stjórnarskrá hafi verið breytt. Ekkert hindrar ríkisstjórn á hverjum tíma í að sækja um aðild að ESB, svo fremi hún hafi til þess meirihlutafylgi á Alþingi. Þannig hafa nágrannalönd okkar borið sig að við aðildarumsókn og ekkert mælir með því að við höfum annan hátt á. Ekki verður heldur séð af hverju hér á landi eigi að þurfa þjóðaratkvæðagreiðslu til að heimila umsókn. Í annan stað mælir Þorsteinn með því að meiri hluti þjóðarinnar þurfi að mæta á kjörstað og greiða atkvæði með aðild. Ég spyr á móti: Af hverju á að telja þá sem ekki hafa nægilegan áhuga á að mæta á kjörstað til andstæðinga málsins? Þvert á móti má ætla að í heimasetu felist vísbending um að sá hluti þjóðarinnar sé bærilega sáttur við tillöguna. Eftir að aðildarsamningur liggur fyrir þarf að bera hann undir þjóðaratkvæði. Ekkert girðir fyrir að slík þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram þótt stjórnarskrárbreyting hafi ekki verið gerð. Ef þjóðin hafnar samningnum er sjálfhætt. Ef þjóðin samþykkir samninginn kemur til kasta Alþingis að samþykkja stjórnarskrárbreytingu. Að því verki loknu er annað tveggja hægt að rjúfa þing og boða til kosninga – nú eða einfaldlega bíða til loka formlegs kjörtímabils ef ekki liggur meira á. Aðildin tekur náttúrulega ekki gildi fyrr en Íslendingar hafa gert stjórnskipulegar ráðstafanir sem gera þjóðinni kleift að starfa innan ESB. Umræða um vegvísi er nauðsynleg. Hún leysir menn hins vegar ekki undan raunsæju mati á þjóðarhagsmunum. Með sama hætti á umræða um vegvísi ekki að snúast um að setja upp frekari farartálma eða hraðahindranir á leið þjóðarinnar að aðild að ESB, ef vilji þjóðarinnar stendur til aðildar. : Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fleiri og fleiri stjórnmálamenn og skríbentar lýsa sig nú reiðubúna til að ræða vegvísi um hvernig unnt gæti verið að haga umsóknarferli um aðild að Evrópusambandinu. Það er góðs viti. Leiðari Þorsteins Pálssonar um þetta efni á sunnudag kallar hins vegar á nokkrar athugasemdir. Í fyrsta lagi virðist Þorsteinn ganga út frá því að ekki sé unnt að taka ákvörðun um aðild fyrr en stjórnarskrá hafi verið breytt. Ekkert hindrar ríkisstjórn á hverjum tíma í að sækja um aðild að ESB, svo fremi hún hafi til þess meirihlutafylgi á Alþingi. Þannig hafa nágrannalönd okkar borið sig að við aðildarumsókn og ekkert mælir með því að við höfum annan hátt á. Ekki verður heldur séð af hverju hér á landi eigi að þurfa þjóðaratkvæðagreiðslu til að heimila umsókn. Í annan stað mælir Þorsteinn með því að meiri hluti þjóðarinnar þurfi að mæta á kjörstað og greiða atkvæði með aðild. Ég spyr á móti: Af hverju á að telja þá sem ekki hafa nægilegan áhuga á að mæta á kjörstað til andstæðinga málsins? Þvert á móti má ætla að í heimasetu felist vísbending um að sá hluti þjóðarinnar sé bærilega sáttur við tillöguna. Eftir að aðildarsamningur liggur fyrir þarf að bera hann undir þjóðaratkvæði. Ekkert girðir fyrir að slík þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram þótt stjórnarskrárbreyting hafi ekki verið gerð. Ef þjóðin hafnar samningnum er sjálfhætt. Ef þjóðin samþykkir samninginn kemur til kasta Alþingis að samþykkja stjórnarskrárbreytingu. Að því verki loknu er annað tveggja hægt að rjúfa þing og boða til kosninga – nú eða einfaldlega bíða til loka formlegs kjörtímabils ef ekki liggur meira á. Aðildin tekur náttúrulega ekki gildi fyrr en Íslendingar hafa gert stjórnskipulegar ráðstafanir sem gera þjóðinni kleift að starfa innan ESB. Umræða um vegvísi er nauðsynleg. Hún leysir menn hins vegar ekki undan raunsæju mati á þjóðarhagsmunum. Með sama hætti á umræða um vegvísi ekki að snúast um að setja upp frekari farartálma eða hraðahindranir á leið þjóðarinnar að aðild að ESB, ef vilji þjóðarinnar stendur til aðildar. : Höfundur er alþingismaður.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun