Einar: Árangurinn kemur okkur ekki á óvart Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2007 13:19 Einar Jónsson á verðlaunaafhendingunni í dag. Mynd/E. Stefán Staða Fram í N1-deild kvenna hefur kannski komið einhverjum á óvart en þó ekki þjálfara liðsins, Einari Jónssyni. Einar var valinn besti þjálfarinn í fyrstu níu umferðunum í N1-deild kvenna á blaðamannafundi sem HSÍ hélt í dag. Besti línumaðurinn og besti leikmaðurinn var valin Pavla Nevarilova hjá Fram. „Árangurinn er á áætlun miðað við þau markmið sem við settum okkur," sagði Einar við Vísi. „Hann er kannski framar væntingum annarra enda var okkur spáð fimmta sætinu. Við erum nú í öðru sæti og enn taplaus." Hann segir að deildin hafi farið mjög vel af stað og það sé enginn leikur auðveldur. „Það eru fimm frábær lið sem eru að berjast í efri hlutanum og hin liðin sem koma á eftir eru líka mjög sterk. Þetta er svipað og í karladeildinni, nánasti hver einasti leikur er mjög erfiður." „Þá hafa Valur og Stjarnan náð fínum árangri í Evrópukeppninni sem segir okkur að við erum sífellt að nálgast sterkari deildirnar í Evrópu. Þeir útlendu leikmenn sem koma hingað eru líka hágæðaleikmenn enda dugir ekkert minna til." Aðspurður um stöðu íslenska landsliðsins segir Einar að árangur liðsins á æfingamóti í Hollandi á dögunum megi skrifa á kynslóðaskipti sem virðast eiga sér stað innan liðsins. Íslenska liðið tapaði öllum sínum leikjum á mótinu. „Á mótinu í Hollandi voru miklar breytingar á landsliðinu og ég sá margt jákvætt í þessum leikjum. En það er alveg ljóst að það þarf að laga mjög mikið líka." Einar segir að HSÍ þurfi að setja skýr markmið fyrir landsliðið og fá leikmenn og þjálfara liðanna í deildinni á sitt band. „Það þurfa allir að vera samstíga í þessum efnum. Við þurfum að gera landsliðsumhverfið betra og stefna mjög hátt á þessum vettvangi." Olís-deild karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Staða Fram í N1-deild kvenna hefur kannski komið einhverjum á óvart en þó ekki þjálfara liðsins, Einari Jónssyni. Einar var valinn besti þjálfarinn í fyrstu níu umferðunum í N1-deild kvenna á blaðamannafundi sem HSÍ hélt í dag. Besti línumaðurinn og besti leikmaðurinn var valin Pavla Nevarilova hjá Fram. „Árangurinn er á áætlun miðað við þau markmið sem við settum okkur," sagði Einar við Vísi. „Hann er kannski framar væntingum annarra enda var okkur spáð fimmta sætinu. Við erum nú í öðru sæti og enn taplaus." Hann segir að deildin hafi farið mjög vel af stað og það sé enginn leikur auðveldur. „Það eru fimm frábær lið sem eru að berjast í efri hlutanum og hin liðin sem koma á eftir eru líka mjög sterk. Þetta er svipað og í karladeildinni, nánasti hver einasti leikur er mjög erfiður." „Þá hafa Valur og Stjarnan náð fínum árangri í Evrópukeppninni sem segir okkur að við erum sífellt að nálgast sterkari deildirnar í Evrópu. Þeir útlendu leikmenn sem koma hingað eru líka hágæðaleikmenn enda dugir ekkert minna til." Aðspurður um stöðu íslenska landsliðsins segir Einar að árangur liðsins á æfingamóti í Hollandi á dögunum megi skrifa á kynslóðaskipti sem virðast eiga sér stað innan liðsins. Íslenska liðið tapaði öllum sínum leikjum á mótinu. „Á mótinu í Hollandi voru miklar breytingar á landsliðinu og ég sá margt jákvætt í þessum leikjum. En það er alveg ljóst að það þarf að laga mjög mikið líka." Einar segir að HSÍ þurfi að setja skýr markmið fyrir landsliðið og fá leikmenn og þjálfara liðanna í deildinni á sitt band. „Það þurfa allir að vera samstíga í þessum efnum. Við þurfum að gera landsliðsumhverfið betra og stefna mjög hátt á þessum vettvangi."
Olís-deild karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni