Ekkert óðagot á Valsmönnum 26. september 2007 13:50 Óskar Bjarni og hans menn örvænta ekki þó liðið hafi ekki fundið taktinn í byrjun móts Mynd/Eyþór "Það er enginn draumur að byrja svona og við verðum bara að fara að hala inn stig - það er það eina sem dugir," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, í samtali við Vísi í dag. Hans menn hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum í N1-deildinni það sem af er vetri - einum færra en alla síðustu leiktíð. "Ég held að við förum að taka okkur saman í andlitinu og vinna leiki, en þetta er búið að vera hálf erfitt hjá okkur. Vissulega hefur það alltaf einhver áhrif að við misstum sterka leikmenn fyrir tímabilið, en við vissum af því í ágúst og notum það ekki sem afsökun. Það er undir okkur þjálfurunum og leikmönnunum komið að ná því besta fram í liðinu," sagði Óskar. Hann segir undirbúninginn hafa verið erfiðan hjá liðinu í sumar. "Undirbúningurinn var nokkuð erfiður hjá okkur í sumar þar sem mikið af leikmönnum áttu við smávægileg meiðsli að stríða og svo var þessi óvissa með Sigfús. Annars vil ég meina að margir af okkar leikmönnum eigi helling inni. Við eigum inni sóknarlega, markverðirnir eiga inni og svo hafa hraðaupphlaupin ekki verið að ganga nógu vel hjá okkur. Ég taldi okkur vera á réttri leið með þetta en þetta er greinilega ekki orðið nógu gott enn." Valsmenn hafa nú tapað þremur fyrstu leikjum sínum í deildinni eftir að hafa aðeins tapað fjórum leikjum alla síðustu leiktíð. Óskar hefur ekki stórar áhyggjur af byrjuninni en segir þó að liðið þurfi greinilega að athuga sinn gang.Hlakkar til að mæta GummersbachValsmenn töpuðu fyrir Aftureldingu á heimavelli í gærMynd/Eyþór"Við þurfum bara að fara að gera hlutina betur. Ég hélt að þetta kæmi fyrr hjá okkur en það hefur ekki gerst. Sem betur fer er þetta langt mót og fjórföld umferð svo við þurfum ekkert að fara í panikk, en við þurfum greinilega að bæta okkur. Við höfum átt ágæta spretti í þessum þremur leikjum og eigum að vera með stig, en það þýðir ekkert að tala um það.Ég er nú þannig að ég lít alltaf í eigin barm og ég á auðvitað stærstan hluta af þessu sem þjálfari liðsins. Ég er langt frá því að vera ánægður og þarf að reyna að fá meira út úr liðinu." Óskar segist mjög ánægður með nýja heimavöllinn og fagnar því að fá stórleikinn við Gummersbach í Evrópukeppninni á föstudaginn. "Það er mjög gott að hrista aðeins upp í þessu og fá þetta skemmtilega verkefni. Það er um að gera að fylla kofann á þessum leik og búa til góða stemmingu og ef menn geta ekki haft gaman af því að spila við stórlið eins og þetta verða þeir að finna sér eitthvað annað að gera.Við höfum ekki byrjað vel á nýja heimavellinum en stelpurnar byrja vel þarna og ég held að þetta verði ljónagryfja í framtíðinni. Það er frábært fyrir strákana að spila þarna," sagði Óskar. Olís-deild karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Sjá meira
"Það er enginn draumur að byrja svona og við verðum bara að fara að hala inn stig - það er það eina sem dugir," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, í samtali við Vísi í dag. Hans menn hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum í N1-deildinni það sem af er vetri - einum færra en alla síðustu leiktíð. "Ég held að við förum að taka okkur saman í andlitinu og vinna leiki, en þetta er búið að vera hálf erfitt hjá okkur. Vissulega hefur það alltaf einhver áhrif að við misstum sterka leikmenn fyrir tímabilið, en við vissum af því í ágúst og notum það ekki sem afsökun. Það er undir okkur þjálfurunum og leikmönnunum komið að ná því besta fram í liðinu," sagði Óskar. Hann segir undirbúninginn hafa verið erfiðan hjá liðinu í sumar. "Undirbúningurinn var nokkuð erfiður hjá okkur í sumar þar sem mikið af leikmönnum áttu við smávægileg meiðsli að stríða og svo var þessi óvissa með Sigfús. Annars vil ég meina að margir af okkar leikmönnum eigi helling inni. Við eigum inni sóknarlega, markverðirnir eiga inni og svo hafa hraðaupphlaupin ekki verið að ganga nógu vel hjá okkur. Ég taldi okkur vera á réttri leið með þetta en þetta er greinilega ekki orðið nógu gott enn." Valsmenn hafa nú tapað þremur fyrstu leikjum sínum í deildinni eftir að hafa aðeins tapað fjórum leikjum alla síðustu leiktíð. Óskar hefur ekki stórar áhyggjur af byrjuninni en segir þó að liðið þurfi greinilega að athuga sinn gang.Hlakkar til að mæta GummersbachValsmenn töpuðu fyrir Aftureldingu á heimavelli í gærMynd/Eyþór"Við þurfum bara að fara að gera hlutina betur. Ég hélt að þetta kæmi fyrr hjá okkur en það hefur ekki gerst. Sem betur fer er þetta langt mót og fjórföld umferð svo við þurfum ekkert að fara í panikk, en við þurfum greinilega að bæta okkur. Við höfum átt ágæta spretti í þessum þremur leikjum og eigum að vera með stig, en það þýðir ekkert að tala um það.Ég er nú þannig að ég lít alltaf í eigin barm og ég á auðvitað stærstan hluta af þessu sem þjálfari liðsins. Ég er langt frá því að vera ánægður og þarf að reyna að fá meira út úr liðinu." Óskar segist mjög ánægður með nýja heimavöllinn og fagnar því að fá stórleikinn við Gummersbach í Evrópukeppninni á föstudaginn. "Það er mjög gott að hrista aðeins upp í þessu og fá þetta skemmtilega verkefni. Það er um að gera að fylla kofann á þessum leik og búa til góða stemmingu og ef menn geta ekki haft gaman af því að spila við stórlið eins og þetta verða þeir að finna sér eitthvað annað að gera.Við höfum ekki byrjað vel á nýja heimavellinum en stelpurnar byrja vel þarna og ég held að þetta verði ljónagryfja í framtíðinni. Það er frábært fyrir strákana að spila þarna," sagði Óskar.
Olís-deild karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni