iPhone tekinn úr lás en bannaður á Íslandi 31. ágúst 2007 18:18 Þrátt fyrir að tekist hafi að opna lásinn í iPhone þannig að hægt sé að nota símann í öðrum símkerfum en bandarískum munu Íslendingar eiga erfitt með að nota hann hér á landi. Hann hefur ekki CE-merkingu og er því bannaður á Íslandi. Þeir sem hafa í hyggju að panta hann frá Bandaríkjunum eiga á hættu að hann komist ekki lengra en í tollinn. Fréttir af afrekum sautján ára bandarísks tölvusnillings bárust fyrir nokkrum dögum, en honum tókst fyrstum að taka lásinn af símanum með því að opna hann og beita lóðunarkúnstum. Nokkrum dögum síðar bárust síðan fréttir af öðrum hóp hakkara sem hafði tekist hið sama án þess að opna sjálft tækið. Þeirra lausn byggir eingöngu á hugbúnaði, og er því mun einfaldari í framkvæmd en að opna símann og lóða saman víra. Hugbúnaðurinn hefur ekki verið gefinn út en tæknisíður á borð við Engadget hafa sannreynt búnaðinn og segja hann virka afbragðsvel. Á síðu hópsins sem gerði hugbúnaðinn, www.iphonesimfree. com, má sjá tilkynningu um að hann verði seldur hverjum sem vill kaupa á næstu sólarhringum. Þó að mögulegt sé að nota iPhone á Íslandi eftir að hann hefur verið tekinn úr lás þýðir það ekki að auðvelt sé að koma honum til landsins. Öll fjarskiptatæki sem nota á í löndum Evrópusambandsins, auk Íslands, Noregs og Liechtensteins, þurfa að hafa svokallaða CE-merkingu, annars má varan ekki vera markaðssett. Innflutningur einstaklinga telst markaðssetning í þessu samhengi, og því má einstaklingur ekki flytja iPhone inn til landsins þó hann sé aðeins til einkanota. Þegar síminn verður formlega settur á markað í Evrópu, sem gerist í lok þessa árs eða í byrjun þess næsta, má ganga út frá því að öll skilyrði fyrir markaðssetningu verði uppfyllt, og löglegt verði að flytja símann til landsins. Þangað til verður hann stoppaður í tollinum. Apple er í hag að geta samið við símfyrirtæki um læsingar og stjórnað því nákvæmlega hvenær iPhone kemur út í hvaða heimsálfu, og því hafa fréttirnar af því að hægt sé að taka lásinn af símanum ekki fallið í kramið hjá lögfræðingum fyrirtækisins. Engar tilkynningar varðandi hugsanlega lögsókn hafa þó enn borist frá Apple eða AT&T. Steingrímur Árnason, þróunarstjóri hjá Apple IMC, segist vonast til þess að fyrirtækið geti hafið sölu á Evrópuútgáfu símans sem fyrst á næsta ári. Að öðru leyti gat hann ekki tjáð sig um tilraunir hinna ýmsu hópa til að taka símann eftirsótta úr lás. Tækni Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Þrátt fyrir að tekist hafi að opna lásinn í iPhone þannig að hægt sé að nota símann í öðrum símkerfum en bandarískum munu Íslendingar eiga erfitt með að nota hann hér á landi. Hann hefur ekki CE-merkingu og er því bannaður á Íslandi. Þeir sem hafa í hyggju að panta hann frá Bandaríkjunum eiga á hættu að hann komist ekki lengra en í tollinn. Fréttir af afrekum sautján ára bandarísks tölvusnillings bárust fyrir nokkrum dögum, en honum tókst fyrstum að taka lásinn af símanum með því að opna hann og beita lóðunarkúnstum. Nokkrum dögum síðar bárust síðan fréttir af öðrum hóp hakkara sem hafði tekist hið sama án þess að opna sjálft tækið. Þeirra lausn byggir eingöngu á hugbúnaði, og er því mun einfaldari í framkvæmd en að opna símann og lóða saman víra. Hugbúnaðurinn hefur ekki verið gefinn út en tæknisíður á borð við Engadget hafa sannreynt búnaðinn og segja hann virka afbragðsvel. Á síðu hópsins sem gerði hugbúnaðinn, www.iphonesimfree. com, má sjá tilkynningu um að hann verði seldur hverjum sem vill kaupa á næstu sólarhringum. Þó að mögulegt sé að nota iPhone á Íslandi eftir að hann hefur verið tekinn úr lás þýðir það ekki að auðvelt sé að koma honum til landsins. Öll fjarskiptatæki sem nota á í löndum Evrópusambandsins, auk Íslands, Noregs og Liechtensteins, þurfa að hafa svokallaða CE-merkingu, annars má varan ekki vera markaðssett. Innflutningur einstaklinga telst markaðssetning í þessu samhengi, og því má einstaklingur ekki flytja iPhone inn til landsins þó hann sé aðeins til einkanota. Þegar síminn verður formlega settur á markað í Evrópu, sem gerist í lok þessa árs eða í byrjun þess næsta, má ganga út frá því að öll skilyrði fyrir markaðssetningu verði uppfyllt, og löglegt verði að flytja símann til landsins. Þangað til verður hann stoppaður í tollinum. Apple er í hag að geta samið við símfyrirtæki um læsingar og stjórnað því nákvæmlega hvenær iPhone kemur út í hvaða heimsálfu, og því hafa fréttirnar af því að hægt sé að taka lásinn af símanum ekki fallið í kramið hjá lögfræðingum fyrirtækisins. Engar tilkynningar varðandi hugsanlega lögsókn hafa þó enn borist frá Apple eða AT&T. Steingrímur Árnason, þróunarstjóri hjá Apple IMC, segist vonast til þess að fyrirtækið geti hafið sölu á Evrópuútgáfu símans sem fyrst á næsta ári. Að öðru leyti gat hann ekki tjáð sig um tilraunir hinna ýmsu hópa til að taka símann eftirsótta úr lás.
Tækni Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira