Aðsókn að kaffihúsum dregst saman Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 27. júní 2007 18:43 Dæmi eru um að sala á börum hafi dregist saman um allt að 70 prósent eftir að reykingarbannið tók gildi síðustu mánaðarmót. Aðstöðuleysi fyrir reykingarfólk utandyra er helsti orsakavaldur. Starfsfólk segir þó allt annað líf að að standa vaktir eftir breytinguna. Það er ekki bara andrúmsloftið sem hefur breyst á kaffihúsum, börum og veitingastöðum frá því reykingabannið tók gildi 1. júní, heldur hefur aðsóknarmynstur viðskiptavinanna einnig breyst. Kormákur Geirharðsson veitingamaður á Ölstofunni segir mikla breytingu á virkum dögum. Mun minna sé um að fólk komi og fái sér drykk eftir vinnu og það komi einnig seinna um helgar. Sala í miðri viku hafi dregist saman um tíu til fimmtán prósent. Heimildir fréttastofu herma að á sumum börum þar sem ekki er seldur matur, og engin aðstaða er utandyra fyrir reykingarfólk, hafi sala dregist saman um allt að 70 prósent. Guðvarður Gíslason veitingamaður á Apótekinu segir minni aðsókn að kaffihúsi staðarins, en ekki veitingastaðnum. Jákvæðu breytingarnar séu meðal annars þær að fjölskyldur fari frekar með börnin út að borða, áður hafi þær oft snúið við í gættinni þegar þær gengu á reykingarvegg. Þá segir hann starfsfólkið, og hann sjálfan hæstánægt með breytinguna þar sem það geti nú lagst á koddann þegar það kemur úr vinnu, án þess að fara í sturtu fyrst. Kormákur varar þó við því að fólk geymi glös inni á veitingastöðum á meðan það fari út að reykja þar sem auðvelt sé að lauma ólyfjan í glösin. Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Dæmi eru um að sala á börum hafi dregist saman um allt að 70 prósent eftir að reykingarbannið tók gildi síðustu mánaðarmót. Aðstöðuleysi fyrir reykingarfólk utandyra er helsti orsakavaldur. Starfsfólk segir þó allt annað líf að að standa vaktir eftir breytinguna. Það er ekki bara andrúmsloftið sem hefur breyst á kaffihúsum, börum og veitingastöðum frá því reykingabannið tók gildi 1. júní, heldur hefur aðsóknarmynstur viðskiptavinanna einnig breyst. Kormákur Geirharðsson veitingamaður á Ölstofunni segir mikla breytingu á virkum dögum. Mun minna sé um að fólk komi og fái sér drykk eftir vinnu og það komi einnig seinna um helgar. Sala í miðri viku hafi dregist saman um tíu til fimmtán prósent. Heimildir fréttastofu herma að á sumum börum þar sem ekki er seldur matur, og engin aðstaða er utandyra fyrir reykingarfólk, hafi sala dregist saman um allt að 70 prósent. Guðvarður Gíslason veitingamaður á Apótekinu segir minni aðsókn að kaffihúsi staðarins, en ekki veitingastaðnum. Jákvæðu breytingarnar séu meðal annars þær að fjölskyldur fari frekar með börnin út að borða, áður hafi þær oft snúið við í gættinni þegar þær gengu á reykingarvegg. Þá segir hann starfsfólkið, og hann sjálfan hæstánægt með breytinguna þar sem það geti nú lagst á koddann þegar það kemur úr vinnu, án þess að fara í sturtu fyrst. Kormákur varar þó við því að fólk geymi glös inni á veitingastöðum á meðan það fari út að reykja þar sem auðvelt sé að lauma ólyfjan í glösin.
Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira