Ólíklegt að ákært verði Guðjón Helgason skrifar 4. júní 2007 19:00 Ólíklegt er talið að hægt verði að fá opinbert mál höfðað á Íslandi gegn meintum morðingja Ashley Turner, flugliða sem myrt var á varnarsvæðinu á Miðnesheiði fyrir tæpum tveimur árum. Slíkt væri líkast til brot á ákvæðum marréttindasáttmála að mati íslenskra lögspekinga. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að fjölskylda Turner ætlaði að kanna það hjá íslenskum yfirvöldum hvort hægt yrði að höfða mál gegn meintum morðingja hér á landi. Flugliðinn Calvin Hill var handtekinn og ákærður, en Turner hafði átt að bera vitni gegn honum í þjófnaðarmáli. Herréttur í Washington sýknaði Hill af morðákærunni í síðasta mánuði. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu bendir margt til þess að rannsókn herlögreglu hafi verið ábótavant og sagði bróðir Turner, Jason, í samtali við fréttastofu í gær að hann teldi sönnunargögn benda sterklega til sektar Hills og því ætlaði fjölskyldan að reyna þessa leið. Ekki væri hægt að rétta aftur yfir Hill fyrir sama morð eftir sýknudóm samkvæmt bandarískum lögum. Þeir lögspekingar sem fréttastofa hefur rætt við í dag telja afar ólíklegt að mál yrði höfðað. Málið hafi farið rétta leið innan bandaríska kerfisins auk þess sem það yrði það líkast til brot á ákvæðum mannréttindasáttmála að rétta aftur yfir honum. Samkvæmt ákvæðum við Varnarsamninginn frá 1951 óska Íslendingar ekki lögsögu í málum sem ekki hafi verið sérstaklega áskilin nema um væri að tefla sakir sem hefðu sérstaka þýðingu fyrir Ísland. Morðið á Ashley var á forræði bandarískra rannsóknaryfirvalda frá fyrsta degi og samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 var engin athugasemd gerð við það af hálfu íslenskra yfirvalda. Bandaríkjamenn afþökkuðu aðstoð frá íslensku tæknifólki við rannsóknina. Hjá utanríkisráðuneytinu fengust þær upplýsingar í dag að ef fyrirspurn bærist frá Turner-fjölskyldunni yrði hún skoðuð ítarlega. Erlent Fréttir Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Ólíklegt er talið að hægt verði að fá opinbert mál höfðað á Íslandi gegn meintum morðingja Ashley Turner, flugliða sem myrt var á varnarsvæðinu á Miðnesheiði fyrir tæpum tveimur árum. Slíkt væri líkast til brot á ákvæðum marréttindasáttmála að mati íslenskra lögspekinga. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að fjölskylda Turner ætlaði að kanna það hjá íslenskum yfirvöldum hvort hægt yrði að höfða mál gegn meintum morðingja hér á landi. Flugliðinn Calvin Hill var handtekinn og ákærður, en Turner hafði átt að bera vitni gegn honum í þjófnaðarmáli. Herréttur í Washington sýknaði Hill af morðákærunni í síðasta mánuði. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu bendir margt til þess að rannsókn herlögreglu hafi verið ábótavant og sagði bróðir Turner, Jason, í samtali við fréttastofu í gær að hann teldi sönnunargögn benda sterklega til sektar Hills og því ætlaði fjölskyldan að reyna þessa leið. Ekki væri hægt að rétta aftur yfir Hill fyrir sama morð eftir sýknudóm samkvæmt bandarískum lögum. Þeir lögspekingar sem fréttastofa hefur rætt við í dag telja afar ólíklegt að mál yrði höfðað. Málið hafi farið rétta leið innan bandaríska kerfisins auk þess sem það yrði það líkast til brot á ákvæðum mannréttindasáttmála að rétta aftur yfir honum. Samkvæmt ákvæðum við Varnarsamninginn frá 1951 óska Íslendingar ekki lögsögu í málum sem ekki hafi verið sérstaklega áskilin nema um væri að tefla sakir sem hefðu sérstaka þýðingu fyrir Ísland. Morðið á Ashley var á forræði bandarískra rannsóknaryfirvalda frá fyrsta degi og samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 var engin athugasemd gerð við það af hálfu íslenskra yfirvalda. Bandaríkjamenn afþökkuðu aðstoð frá íslensku tæknifólki við rannsóknina. Hjá utanríkisráðuneytinu fengust þær upplýsingar í dag að ef fyrirspurn bærist frá Turner-fjölskyldunni yrði hún skoðuð ítarlega.
Erlent Fréttir Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira