Lugovoy ákærður fyrir morðið á Litvinenko Jónas Haraldsson skrifar 22. maí 2007 10:30 Andrei Lugovoy, sem hefur nú verið ákærður fyrir morðið á Alexander Litvinenko. MYND/AP Rússinn Andrei Lugovoy verður ákærður fyrir morðið á fyrrum njósnaranum Alexander Litvinenko. Saksóknari bresku krúnunnar skýrði frá þessu í morgun. „Í dag komst ég að þeirri niðurstöðu að sönnunargögnin sem lögreglan sendi okkur nægja til þess að ákæra Andrei Lugovoy fyrir að hafa eitrað fyrir og þannig myrt Alexander Litvinenko." sagði Ken MacDonald, ríkissaksóknari Bretlands, á fréttamannafundi. Lögregla við rannsókn á málinu í nóvember síðastliðnum.Breska utanríkisráðuneytið kallaði sendiherra Rússlands í Bretlandi á sinn fund í morgun til þess að gera honum grein fyrir því að ætlast væri til þess að Rússar veittu fulla samvinnu í málinu. „Þetta var alvarlegur glæpur og við væntum skilyrðislausrar samvinnu Rússa við að koma þeim ákærða fyrir dóm í Bretlandi. Við komum þessum sjónarhornum okkar sterklega á framfæri við rússneska sendiherrann þegar við töluðum við hann í morgun." sagði Margaret Beckett, utanríkisráðherra Bretlands, í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum í morgun. Heimildarmaður Reuters á skrifstofu aðalsaksóknara í Rússlandi sagði í morgun, eftir að hafa heyrt af ákærunni í máli Litvinenko, að Andrei Lugovoy yrði alls ekki framseldur til Bretlands. „Samkvæmt klásúlu í stjórnarskrá Rússa er óheimilt að framselja rússneska ríkisborgara til annarra landa ef rétta á yfir þeim og Lugovoy virðist vera rússneskur ríkisborgari." sagði heimildarmaðurinn. „Rússar ættu að verða við ósk okkar um að framselja Andrei Lugovoy.“ sagði talsmaður skrifstofu forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, nú í morgun. Hann sagði jafnframt að þó svo að Bretland tengdist Rússlandi á efnahagslega og stjórnmálalega vegu ætti það engin áhrif að hafa á framsalsbeiðnina. „Þau tengsl eiga ekki að verða til þess að alþjóðalög verði virt að vettugi og við munum gera allt sem í valdi okkar stendur til þess að farið verði eftir þeim í þessu máli.“ sagði hann enn frekar. Enn hefur ekkert heyrst frá stjórnvöldum í Rússlandi vegna málsins. Litvinenko á dánarbeði sínu.MYND/APLitvinenko, fyrrum KGB njósnari og harður gagnrýnandi Vladimirs Putins, forseta Rússlands, lést í nóvember síðastliðnum eftir að eitrað hafði verið fyrir honum með geislavirka efninu pólóníum 210. Á dánarbeði sínu gaf hann frá sér tilkynningu þar sem hann ásakaði Putin um að vera að baki ódæðinu. Ráðamenn í Moskvu hafa sagt ásakanirnar fáránlegar. Þær urðu til þess að samskipti Rússa og Breta kólnuðu talsvert. Fréttaskýrendur segja að ákæran í dag gæti orðið til þess að samskiptum þeirra gæti enn hrakað. Erlent Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Sjá meira
Rússinn Andrei Lugovoy verður ákærður fyrir morðið á fyrrum njósnaranum Alexander Litvinenko. Saksóknari bresku krúnunnar skýrði frá þessu í morgun. „Í dag komst ég að þeirri niðurstöðu að sönnunargögnin sem lögreglan sendi okkur nægja til þess að ákæra Andrei Lugovoy fyrir að hafa eitrað fyrir og þannig myrt Alexander Litvinenko." sagði Ken MacDonald, ríkissaksóknari Bretlands, á fréttamannafundi. Lögregla við rannsókn á málinu í nóvember síðastliðnum.Breska utanríkisráðuneytið kallaði sendiherra Rússlands í Bretlandi á sinn fund í morgun til þess að gera honum grein fyrir því að ætlast væri til þess að Rússar veittu fulla samvinnu í málinu. „Þetta var alvarlegur glæpur og við væntum skilyrðislausrar samvinnu Rússa við að koma þeim ákærða fyrir dóm í Bretlandi. Við komum þessum sjónarhornum okkar sterklega á framfæri við rússneska sendiherrann þegar við töluðum við hann í morgun." sagði Margaret Beckett, utanríkisráðherra Bretlands, í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum í morgun. Heimildarmaður Reuters á skrifstofu aðalsaksóknara í Rússlandi sagði í morgun, eftir að hafa heyrt af ákærunni í máli Litvinenko, að Andrei Lugovoy yrði alls ekki framseldur til Bretlands. „Samkvæmt klásúlu í stjórnarskrá Rússa er óheimilt að framselja rússneska ríkisborgara til annarra landa ef rétta á yfir þeim og Lugovoy virðist vera rússneskur ríkisborgari." sagði heimildarmaðurinn. „Rússar ættu að verða við ósk okkar um að framselja Andrei Lugovoy.“ sagði talsmaður skrifstofu forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, nú í morgun. Hann sagði jafnframt að þó svo að Bretland tengdist Rússlandi á efnahagslega og stjórnmálalega vegu ætti það engin áhrif að hafa á framsalsbeiðnina. „Þau tengsl eiga ekki að verða til þess að alþjóðalög verði virt að vettugi og við munum gera allt sem í valdi okkar stendur til þess að farið verði eftir þeim í þessu máli.“ sagði hann enn frekar. Enn hefur ekkert heyrst frá stjórnvöldum í Rússlandi vegna málsins. Litvinenko á dánarbeði sínu.MYND/APLitvinenko, fyrrum KGB njósnari og harður gagnrýnandi Vladimirs Putins, forseta Rússlands, lést í nóvember síðastliðnum eftir að eitrað hafði verið fyrir honum með geislavirka efninu pólóníum 210. Á dánarbeði sínu gaf hann frá sér tilkynningu þar sem hann ásakaði Putin um að vera að baki ódæðinu. Ráðamenn í Moskvu hafa sagt ásakanirnar fáránlegar. Þær urðu til þess að samskipti Rússa og Breta kólnuðu talsvert. Fréttaskýrendur segja að ákæran í dag gæti orðið til þess að samskiptum þeirra gæti enn hrakað.
Erlent Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent