Stóriðjuframkvæmdir verða stöðvaðar 25. febrúar 2007 14:02 Steingrímur J. var í góðum gír á landsfundi Vinstri grænna. MYND/Anton Brink Vinstri græn vanda ekki ríkisstjórninni kveðjurnar í landsfundarályktun sinni. Talað er um valdahroka og ólýðræðisleg vinnubrögð hennar og að hún hafi ráðists í miklar virkjunarframkvæmdir með geigvænlegum afleiðingum fyrir íslenska náttúru og efnahagslíf, til þess að selja raforku á útsöluverði til erlendra álhringa. Vinstri græn boða betri tíð ef þau komast í ríkisstjórn, og er þar af ýmsu að taka. Frekari stóriðjuframkvæmdir verða stöðvaðar og náttúrunni þannig gefin grið og atvinnulífinu svigrúm til þess að jafna sig eftir þenslu undanfarinna ára. Gjaldtöku verður hætt af öllu grunnskólanámi, allt frá leikskólastigi og komugjöld í heilbrigðiskerfinu verða lögð niður. Launamunur kynjanna verður afnuminn, meðal annars með því að veita Jafnréttisstofu auknar heimildir til eftirlits með fyrirtækjum, og umbuna þeim sem reka virka jafnréttisstefnu. Vinstri græn ætla að byggja upp hátækni- og þekkingargreinar með því að styrkja rannsóknir og nám á háskólastigi um land allt, og efla samkeppnissjóði. Samgöngur verða stórbættar, meðal annars með strandsiglingum. Flokkurinn ætlar að færa þjóðinni Ríkisútvarpið aftur og hlú að gróskumiklu og litríku menningar- og menntalífi. Í utanríkismálum verður mörkuð friðsamleg stefna sem byggist á nýrri nálgun, lýðræðislegri og friðsamlegri alþjóðasamvinnu og félagslegri alþjóðahyggju. Vinstri græn hafna áframhaldandi þjónkun við hernaðarhyggju, eins og þeirri sem birtist í stuðningi stjórnarflokkanna við stríðið í Írak. Innlent Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira
Vinstri græn vanda ekki ríkisstjórninni kveðjurnar í landsfundarályktun sinni. Talað er um valdahroka og ólýðræðisleg vinnubrögð hennar og að hún hafi ráðists í miklar virkjunarframkvæmdir með geigvænlegum afleiðingum fyrir íslenska náttúru og efnahagslíf, til þess að selja raforku á útsöluverði til erlendra álhringa. Vinstri græn boða betri tíð ef þau komast í ríkisstjórn, og er þar af ýmsu að taka. Frekari stóriðjuframkvæmdir verða stöðvaðar og náttúrunni þannig gefin grið og atvinnulífinu svigrúm til þess að jafna sig eftir þenslu undanfarinna ára. Gjaldtöku verður hætt af öllu grunnskólanámi, allt frá leikskólastigi og komugjöld í heilbrigðiskerfinu verða lögð niður. Launamunur kynjanna verður afnuminn, meðal annars með því að veita Jafnréttisstofu auknar heimildir til eftirlits með fyrirtækjum, og umbuna þeim sem reka virka jafnréttisstefnu. Vinstri græn ætla að byggja upp hátækni- og þekkingargreinar með því að styrkja rannsóknir og nám á háskólastigi um land allt, og efla samkeppnissjóði. Samgöngur verða stórbættar, meðal annars með strandsiglingum. Flokkurinn ætlar að færa þjóðinni Ríkisútvarpið aftur og hlú að gróskumiklu og litríku menningar- og menntalífi. Í utanríkismálum verður mörkuð friðsamleg stefna sem byggist á nýrri nálgun, lýðræðislegri og friðsamlegri alþjóðasamvinnu og félagslegri alþjóðahyggju. Vinstri græn hafna áframhaldandi þjónkun við hernaðarhyggju, eins og þeirri sem birtist í stuðningi stjórnarflokkanna við stríðið í Írak.
Innlent Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira