Hefnd er efst í huga Wenger 28. janúar 2007 14:00 Arsene Wenger hefur úr takmörkuðum hópi leikmanna að velja fyrir leikinn gegn Bolton í dag vegna meiðsla og leikbanna. MYND/Getty Arsene Wenger hefur í huga að hefna fyrir ófarir Arsenal gegn Bolton upp á síðkastið þegar liðin mætast í ensku bikarkeppninni kl. 16 í dag. Arsenal hefur gengið bölvanlega gegn Bolton og aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum liðanna. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Bolton sló Arsenal út úr bikarkeppninni á síðustu leiktíð auk þess sem liðið vann sannfærandi sigur á Wenger og lærisveinum hans í deildinni fyrr í vetur, 3-1. Svo virðist sem að Arsenal ráði illa við leikstíl Bolton, sem einkennist af löngum og háum sendingum. "Það er rétt að við höfum ekki náð okkur á strik þegar við mætum Bolton en ég held að það sé að miklu leyti vegna óheppni. Þegar þeir unnu okkur í deildinni fyrir áramót skoruðu þeir tvö frábær mörk. Ég held að við getum vel ráðið við þeirra leik. Fyrir tveimur árum áttum við kannski í erfiðleikum en liðið hefur tekið miklum framförum á síðustu misserum og við eigum vel að geta ráðið við Bolton nú," sagði Wenger í morgun. Sam Allardyce, stjóri Bolton, býst við mjög erfiðleikum leik gegn liði sem hann segir "vera það besta" í Englandi í augnablikinu. "Arsenal er í feiknaformi eins og sást í leikjum þeirra gegn Liverpool í bikarnum fyrir skemmstu. En við eigum alltaf möguleika," sagði Allardyce en leikurinn fer fram á Emirates-leikvanginum, heimavelli Arsenal. "Ég fer í leikinn með hóflegar væntingar. Jafntefli yrðu gríðarlega góð úrslit fyrir okkur því þá fengjum við annan leik á heimavelli okkar," sagði Allardyce. Ljóst er að Arsene Wenger mun eiga í nokkrum vandræðum með að stilla upp liði en á meiðslalista Arsenal eru Emmanuel Eboue, Alexander Hleb, Robin van Persie, William Gallas, Freddie Ljungberg og Johan Djourou auk þess sem Gilberto Silva er í leikbanni. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Sjá meira
Arsene Wenger hefur í huga að hefna fyrir ófarir Arsenal gegn Bolton upp á síðkastið þegar liðin mætast í ensku bikarkeppninni kl. 16 í dag. Arsenal hefur gengið bölvanlega gegn Bolton og aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum liðanna. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Bolton sló Arsenal út úr bikarkeppninni á síðustu leiktíð auk þess sem liðið vann sannfærandi sigur á Wenger og lærisveinum hans í deildinni fyrr í vetur, 3-1. Svo virðist sem að Arsenal ráði illa við leikstíl Bolton, sem einkennist af löngum og háum sendingum. "Það er rétt að við höfum ekki náð okkur á strik þegar við mætum Bolton en ég held að það sé að miklu leyti vegna óheppni. Þegar þeir unnu okkur í deildinni fyrir áramót skoruðu þeir tvö frábær mörk. Ég held að við getum vel ráðið við þeirra leik. Fyrir tveimur árum áttum við kannski í erfiðleikum en liðið hefur tekið miklum framförum á síðustu misserum og við eigum vel að geta ráðið við Bolton nú," sagði Wenger í morgun. Sam Allardyce, stjóri Bolton, býst við mjög erfiðleikum leik gegn liði sem hann segir "vera það besta" í Englandi í augnablikinu. "Arsenal er í feiknaformi eins og sást í leikjum þeirra gegn Liverpool í bikarnum fyrir skemmstu. En við eigum alltaf möguleika," sagði Allardyce en leikurinn fer fram á Emirates-leikvanginum, heimavelli Arsenal. "Ég fer í leikinn með hóflegar væntingar. Jafntefli yrðu gríðarlega góð úrslit fyrir okkur því þá fengjum við annan leik á heimavelli okkar," sagði Allardyce. Ljóst er að Arsene Wenger mun eiga í nokkrum vandræðum með að stilla upp liði en á meiðslalista Arsenal eru Emmanuel Eboue, Alexander Hleb, Robin van Persie, William Gallas, Freddie Ljungberg og Johan Djourou auk þess sem Gilberto Silva er í leikbanni.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Sjá meira