Federer segir Nadal að breyta um stíl 14. janúar 2007 17:04 Rafael Nadal og Roger Federer er ágætlega til vina, enda hafa þeir oft mæst á tennisvellinum í gegnum tíðina auk þess sem þeir eru báðir á stórum auglýsingasamning við Nike-íþróttavörufyrirtækið. MYND/AFP Svissneski tennisspilarinn Roger Federer telur að sinn helsti keppinautur, Spánverjinn Rafael Nadal, þurfi að breyta leikstíl sínum til að bæta sig sem tennisspilari í nánustu framtíð. Federer lætur ummælin falla aðeins degi áður en Opna ástralska meistaramótið í tennis hefst, þar sem flestir spá því að Nadal geti helst veitt þeim svissneska einhverja keppni. Nadal hefur átt við álagsmeiðsli að stríða í læri og var um stund tvísýnt hvort hann gæti tekið þátt í mótinu í Ástralíu. Hinn tvítugi Spánverji hefur hins vegar lýst því yfir að hann sé "100% klár í slaginn" og stefni ótrauður á sigur í mótinu. Federer sagðist aðspurður að meiðsli Nadal kæmu sér ekki á óvart þar sem líkamsbeiting hans sé heldur vafasöm. "Nadal er mjög kraftmikill og slær boltann af miklu afli. Hann er ótrúlega sterkur í líkamanum en hann er takmarkaður sem spilari," sagði Federer og skaut léttum skotum að keppinauti sínum. "Ég held að á næstu árum munum við sjá hann aðlaga og þróa stíl sinn þannig að hann leggi minni áherslu á kraftinn. Hann er ennþá ungur og hefur tíma til að vinna í sínum leik. Hann þarf að sækja meira að netinu, bæta bakhöndina og fleira í þeim dúr. Stóra spurningin er hins vegar hvort hann verði betri spilari í framhaldinu," sagði Federer einnig. Erlendar Íþróttir Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Sjá meira
Svissneski tennisspilarinn Roger Federer telur að sinn helsti keppinautur, Spánverjinn Rafael Nadal, þurfi að breyta leikstíl sínum til að bæta sig sem tennisspilari í nánustu framtíð. Federer lætur ummælin falla aðeins degi áður en Opna ástralska meistaramótið í tennis hefst, þar sem flestir spá því að Nadal geti helst veitt þeim svissneska einhverja keppni. Nadal hefur átt við álagsmeiðsli að stríða í læri og var um stund tvísýnt hvort hann gæti tekið þátt í mótinu í Ástralíu. Hinn tvítugi Spánverji hefur hins vegar lýst því yfir að hann sé "100% klár í slaginn" og stefni ótrauður á sigur í mótinu. Federer sagðist aðspurður að meiðsli Nadal kæmu sér ekki á óvart þar sem líkamsbeiting hans sé heldur vafasöm. "Nadal er mjög kraftmikill og slær boltann af miklu afli. Hann er ótrúlega sterkur í líkamanum en hann er takmarkaður sem spilari," sagði Federer og skaut léttum skotum að keppinauti sínum. "Ég held að á næstu árum munum við sjá hann aðlaga og þróa stíl sinn þannig að hann leggi minni áherslu á kraftinn. Hann er ennþá ungur og hefur tíma til að vinna í sínum leik. Hann þarf að sækja meira að netinu, bæta bakhöndina og fleira í þeim dúr. Stóra spurningin er hins vegar hvort hann verði betri spilari í framhaldinu," sagði Federer einnig.
Erlendar Íþróttir Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Sjá meira