Mourinho: Ekki lesa blöðin 13. janúar 2007 16:00 Jose Mourinho er jafnvel á förum frá Chelsea í sumar. MYND/Getty Jose Mourinho hefur hvatt stuðningsmenn Chelsea til að leiða hjá sér allar vangaveltur um framtíð sína hjá félaginu, en portúgalski stjórinn hefur ítrekað verið orðaður við brotthvarf úr stjórastólnum í vor. Mourinho vill enn ekki tjá sig efnislega um meint ósætti hans og stjórnar félagsins og segja spænsk dagblöð í morgun að umboðsmaður hans sé í viðræðum við Real Madrid. Chelsea tekur á móti Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag og sagði Mourinho við opinbera heimasíðu félagsins að það væri mikilvægt að leikmenn og stuðningsmenn hættu að velta fyrir sér því sem stendur í dagblöðunum. “Við verðum að sameinast til að ná sigri gegn Wigan og til að það gerist verðum við að gleyma þessum sögum í fjölmiðlunum. Ég á mjög auðvelt með að leiða þær framhjá mér og ég vona að það sama eigi við um ykkur,” sagði Mourinho við heimasíðuna en athygli vekur að hann vísar sögunum ekki á bug, sem jafnvel bendir til þess að sannleikskorn sé í þeim og jafnvel gott betur en það. Spænskir fjölmiðlar sögðu frá því í morgun að Mourinho hefði skipað umboðsmanni sínum að hefja viðræður um stjórastöðuna hjá Real Madrid. Marca segir að Mourinho hafði ákveðið að yfirgefa Chelsea eftir tímabilið eftir að hafa lent í útistöðum við Roman Abramovich, eiganda félagsins. Fabio Capello þykir valtur í sessi eftir köflótt gengi Real að undanförnu og sögðu ýmis önnur blöð á Spáni að þegar hefði verið ákveðið að leysa Capello frá störfum í voru. Mourinho yrði þá hinn fullkomni eftirmaður. Didier Drogba, leikmaður Chelsea, sagði við The Sun í morgun að leikmenn liðsins þráðu ekkert heitar en að Mourinho yrði áfram hjá liðinu. “Það verður einstaklega sárt fyrir okkur leikmennina ef hann fer. Það er alltaf erfitt að sjá á eftir góðum vinum. Vonandi verður hann áfram með okkur,” sagði Drogba. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Jose Mourinho hefur hvatt stuðningsmenn Chelsea til að leiða hjá sér allar vangaveltur um framtíð sína hjá félaginu, en portúgalski stjórinn hefur ítrekað verið orðaður við brotthvarf úr stjórastólnum í vor. Mourinho vill enn ekki tjá sig efnislega um meint ósætti hans og stjórnar félagsins og segja spænsk dagblöð í morgun að umboðsmaður hans sé í viðræðum við Real Madrid. Chelsea tekur á móti Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag og sagði Mourinho við opinbera heimasíðu félagsins að það væri mikilvægt að leikmenn og stuðningsmenn hættu að velta fyrir sér því sem stendur í dagblöðunum. “Við verðum að sameinast til að ná sigri gegn Wigan og til að það gerist verðum við að gleyma þessum sögum í fjölmiðlunum. Ég á mjög auðvelt með að leiða þær framhjá mér og ég vona að það sama eigi við um ykkur,” sagði Mourinho við heimasíðuna en athygli vekur að hann vísar sögunum ekki á bug, sem jafnvel bendir til þess að sannleikskorn sé í þeim og jafnvel gott betur en það. Spænskir fjölmiðlar sögðu frá því í morgun að Mourinho hefði skipað umboðsmanni sínum að hefja viðræður um stjórastöðuna hjá Real Madrid. Marca segir að Mourinho hafði ákveðið að yfirgefa Chelsea eftir tímabilið eftir að hafa lent í útistöðum við Roman Abramovich, eiganda félagsins. Fabio Capello þykir valtur í sessi eftir köflótt gengi Real að undanförnu og sögðu ýmis önnur blöð á Spáni að þegar hefði verið ákveðið að leysa Capello frá störfum í voru. Mourinho yrði þá hinn fullkomni eftirmaður. Didier Drogba, leikmaður Chelsea, sagði við The Sun í morgun að leikmenn liðsins þráðu ekkert heitar en að Mourinho yrði áfram hjá liðinu. “Það verður einstaklega sárt fyrir okkur leikmennina ef hann fer. Það er alltaf erfitt að sjá á eftir góðum vinum. Vonandi verður hann áfram með okkur,” sagði Drogba.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira