Við áramót Guðni Ágústsson skrifar 31. desember 2007 00:01 Við þessi áramót er staða Íslendinga mjög góð og hefur raunar verið það undanfarin ár en nú eru blikur á lofti sem ekki hafa sést lengi. Ytri aðstæður hafa verið okkur hagstæðar nokkuð lengi en það sem meira er um vert er að ríkisvaldið hélt skynsamlega á ávinningi sem hlaust af einkavæðingu, virkjunum og annarri uppbyggingu, sem átti sér stað með markvissum hætti á vegum fyrri ríkisstjórnar. Róið í sitt hvora áttinaNúverandi ríkisstjórn virðist ekki sjá hætturnar framundan þrátt fyrir fjölmörg varnaðarorð en flýtur þess í stað sofandi að feigðarósi. Báðir stjórnarflokkarnir höfðu uppi mikil orð um ábyrgð í ríkisfjármálum fyrir kosningar en þær yfirlýsingar eru nú týndar og tröllum gefnar, líkt og svo margt annað sem frá forystumönnum þessara flokka kom. Upp undir 20% hækkun á útgjaldalið fjárlaga 2008 frá því sem var í fjárlögum fyrir árið 2007 er ávísun á harða stýrivaxtastefnu Seðlabankans. Afleiðingarnar þessa skorts á samstillingu milli stefnunnar í ríkisfjármálum og peningamálastefnu Seðlabankans kunna að vera þær að lífskjör almennings í landinu fari versnandi á næstu árum vegna hækkandi vaxtaálags, gengisfalls og verðbólgu. Glannaleg meðferð ríkisfjármála á tímum mikillar óvissu á mörkuðum getur reynst íslensku fjármálalífi mjög erfið og víst er að ríkisstjórnin er harðlega gagnrýnd fyrir lausatökin. Framsóknarmenn hurfu úr ríkisstjórn eftir slæma útreið í kosningunum í vor, sem okkur fannst óverðskulduð, en verðum þó að taka mark á og draga lærdóm af. Sjálfstæðisflokknum tókst að eigna sér ávinninginn af flestum góðum málum fyrri stjórnar, en skildu okkur eftir eina í vörn í erfiðum málum og drenglyndið var ekki meira en svo að þeir byrjuðu þreifingar um stjórnarmyndun við Samfylkingu og Vinstri græna, áður en að kosningum kom. Þetta hafa ekki síst viðbrögð Vinstri grænna staðfest, enda kom berlega í ljós eftir kosningar að þeir töldu sig vera að setjast í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Skortur á prinsippumRíkisstjórnin hélt velli í kosningunum, en Sjálfstæðisflokkurinn kaus að binda enda á farsælt stjórnarsamstarf og leggja grunn að nýju pólitísku landslagi í landinu, sem ef til vill verður allt annað en arkitektar Sjálfstæðisflokksins höfðu á teikniborðinu. Prinsippleysið varð áberandi við meirihlutaslitin í Reykjavík, þegar sexmenningar réðust til atlögu við Vilhjálm fyrrverandi borgarstjóra með það að yfirvarpi að ekki mætti markaðsvæða útrásarmöguleika orkufyrirtækjanna. Fáum mánuðum seinna stóðu sjálfstæðismenn fyrir svipuðum hlutum hjá Landsvirkjun og áður höfðu verið fordæmdir, en að vísu voru þá fundnir velþóknanlegir samstarfsaðilar. Festa og ábyrgð í stað ósamlyndis og átakaVið félaga mína í Framsóknarflokknum vil ég segja að við höfum fyrr lent í erfiðleikum og mótbyr. Það hafa í raun allir stjórnmálaflokkar gert en nú er mikilvægt að við framsóknarmenn höfum kraft og einurð til að vinna okkur út úr þessari erfiðu stöðu. Ég sem formaður flokksins og við í forystu hans heitum á ykkur að hefja baráttu um allt land við að endurreisa fyrri styrk og við munum leggja nótt við dag við að skipuleggja og leiða þá baráttu. Við munum skerpa á stefnumálum og baráttuaðferðum og við skulum stefna að því að ná glæstum árangri í næstu sveitarstjórnarkosningum. Sá árangur verður síðan grunnur að fyrri styrk í landsmálum. Við framsóknarmenn munum veita þessari ríkisstjórn aðhald, ráð og drengilega stjórnarandstöðu. Ég finn það að þjóðin er þegar farin að sakna þeirrar festu og ábyrgðar sem einkenndi stjórn landsins í okkar tíð. Landsmenn kunna lítt að meta lausatök daufgerðrar ríkisstjórnar við stjórn efnahagsmála. Allir finna að ósamlyndi, átök og ágreiningur hefur aldrei boðað lukku í samstarfi tveggja flokka og ég finn það glöggt að slík vinnubrögð eru almenningi ekki að skapi. Landsmönnum öllum óska ég árs og friðar.Höfundur er formaður Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Við þessi áramót er staða Íslendinga mjög góð og hefur raunar verið það undanfarin ár en nú eru blikur á lofti sem ekki hafa sést lengi. Ytri aðstæður hafa verið okkur hagstæðar nokkuð lengi en það sem meira er um vert er að ríkisvaldið hélt skynsamlega á ávinningi sem hlaust af einkavæðingu, virkjunum og annarri uppbyggingu, sem átti sér stað með markvissum hætti á vegum fyrri ríkisstjórnar. Róið í sitt hvora áttinaNúverandi ríkisstjórn virðist ekki sjá hætturnar framundan þrátt fyrir fjölmörg varnaðarorð en flýtur þess í stað sofandi að feigðarósi. Báðir stjórnarflokkarnir höfðu uppi mikil orð um ábyrgð í ríkisfjármálum fyrir kosningar en þær yfirlýsingar eru nú týndar og tröllum gefnar, líkt og svo margt annað sem frá forystumönnum þessara flokka kom. Upp undir 20% hækkun á útgjaldalið fjárlaga 2008 frá því sem var í fjárlögum fyrir árið 2007 er ávísun á harða stýrivaxtastefnu Seðlabankans. Afleiðingarnar þessa skorts á samstillingu milli stefnunnar í ríkisfjármálum og peningamálastefnu Seðlabankans kunna að vera þær að lífskjör almennings í landinu fari versnandi á næstu árum vegna hækkandi vaxtaálags, gengisfalls og verðbólgu. Glannaleg meðferð ríkisfjármála á tímum mikillar óvissu á mörkuðum getur reynst íslensku fjármálalífi mjög erfið og víst er að ríkisstjórnin er harðlega gagnrýnd fyrir lausatökin. Framsóknarmenn hurfu úr ríkisstjórn eftir slæma útreið í kosningunum í vor, sem okkur fannst óverðskulduð, en verðum þó að taka mark á og draga lærdóm af. Sjálfstæðisflokknum tókst að eigna sér ávinninginn af flestum góðum málum fyrri stjórnar, en skildu okkur eftir eina í vörn í erfiðum málum og drenglyndið var ekki meira en svo að þeir byrjuðu þreifingar um stjórnarmyndun við Samfylkingu og Vinstri græna, áður en að kosningum kom. Þetta hafa ekki síst viðbrögð Vinstri grænna staðfest, enda kom berlega í ljós eftir kosningar að þeir töldu sig vera að setjast í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Skortur á prinsippumRíkisstjórnin hélt velli í kosningunum, en Sjálfstæðisflokkurinn kaus að binda enda á farsælt stjórnarsamstarf og leggja grunn að nýju pólitísku landslagi í landinu, sem ef til vill verður allt annað en arkitektar Sjálfstæðisflokksins höfðu á teikniborðinu. Prinsippleysið varð áberandi við meirihlutaslitin í Reykjavík, þegar sexmenningar réðust til atlögu við Vilhjálm fyrrverandi borgarstjóra með það að yfirvarpi að ekki mætti markaðsvæða útrásarmöguleika orkufyrirtækjanna. Fáum mánuðum seinna stóðu sjálfstæðismenn fyrir svipuðum hlutum hjá Landsvirkjun og áður höfðu verið fordæmdir, en að vísu voru þá fundnir velþóknanlegir samstarfsaðilar. Festa og ábyrgð í stað ósamlyndis og átakaVið félaga mína í Framsóknarflokknum vil ég segja að við höfum fyrr lent í erfiðleikum og mótbyr. Það hafa í raun allir stjórnmálaflokkar gert en nú er mikilvægt að við framsóknarmenn höfum kraft og einurð til að vinna okkur út úr þessari erfiðu stöðu. Ég sem formaður flokksins og við í forystu hans heitum á ykkur að hefja baráttu um allt land við að endurreisa fyrri styrk og við munum leggja nótt við dag við að skipuleggja og leiða þá baráttu. Við munum skerpa á stefnumálum og baráttuaðferðum og við skulum stefna að því að ná glæstum árangri í næstu sveitarstjórnarkosningum. Sá árangur verður síðan grunnur að fyrri styrk í landsmálum. Við framsóknarmenn munum veita þessari ríkisstjórn aðhald, ráð og drengilega stjórnarandstöðu. Ég finn það að þjóðin er þegar farin að sakna þeirrar festu og ábyrgðar sem einkenndi stjórn landsins í okkar tíð. Landsmenn kunna lítt að meta lausatök daufgerðrar ríkisstjórnar við stjórn efnahagsmála. Allir finna að ósamlyndi, átök og ágreiningur hefur aldrei boðað lukku í samstarfi tveggja flokka og ég finn það glöggt að slík vinnubrögð eru almenningi ekki að skapi. Landsmönnum öllum óska ég árs og friðar.Höfundur er formaður Framsóknarflokksins
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar