Fyrir fólkið eða fjárfestana? Ögmundur Jónasson skrifar 24. nóvember 2007 00:01 Um miðja næstu viku fer fram á Alþingi önnur umræða um fjárlög, nánar tiltekið næstkomandi fimmtudag. Þá kemur í ljós að hvaða marki fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar verður breytt frá upphaflegum drögum. Ætla má að ríkisstjórnin komi saman til fundar nú yfir helgina til að ráða ráðum sínum um það efni. Mun hún hlusta á varnaðarorð Magnúsar Péturssonar, forstjóra Landspítala háskólasjúkrahúss? Í athyglisverðri grein í Morgunblaðinu í síðustu viku sagði hann að „ónóg fjárframlög til opinberu heilbrigðisþjónustunnar munu óhjákvæmilega leiða til þess að fleiri þættir heilbrigðisþjónustunnar flytjast út fyrir almannatrygginguna og einkarekin starfsemi eflist og einkasjúkratryggingar bjóðast. ... Afgreiðsla Alþingis á fjárlögum fyrir árið 2008 mun gefa tóninn." Eftir því sem ég hef komist næst hefur framlag til Landspítala háskólasjúkrahúss ekki aukist að raungildi undanfarin sjö eða átta ár. Ríkisendurskoðun hefur af þessu tilefni fagnað mikilli framleiðniaukningu á sjúkrahúsinu. Það þýðir að hagrætt hafi verið en í sumum tilvikum hefur það verið á kostnað starfsfólksins. Í ályktun nýafstaðins aðalfundar BSRB er einmitt varað við þeirri stefnu: Ef hægt eigi að vera að manna sjúkrahúsin, stofnanir fyrir fatlaða, löggæsluna og aðra grunnstarfsemi í samfélaginu verði að draga úr álagi á starfsfólk og greiða því betri laun. Krafa stjornvalda um enn meiri „framleiðniaukningu" er tilræði við velferðarkerfið. Landspítalinn þarf að fá milljarð til viðbótar núverandi fjárlagatillögu til að halda í horfinu! Sama gildir um aðrar stofnanir sem hér hefur verið vísað til. Ætlar ríkisstjórnin að axla ábyrgð? Eða er hún staðráðin í því að brjóta niður velferðarþjónustuna til að byggja hana upp að nýju, einkarekna og rándýra? Afgreiðsla komandi fjárlaga er prófsteinn á stefnumörkun ríkisstjórnarinnar. Er hún fyrir fólkið eða fjárfestana? Höfundur er formaður BSRB og alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Sjá meira
Um miðja næstu viku fer fram á Alþingi önnur umræða um fjárlög, nánar tiltekið næstkomandi fimmtudag. Þá kemur í ljós að hvaða marki fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar verður breytt frá upphaflegum drögum. Ætla má að ríkisstjórnin komi saman til fundar nú yfir helgina til að ráða ráðum sínum um það efni. Mun hún hlusta á varnaðarorð Magnúsar Péturssonar, forstjóra Landspítala háskólasjúkrahúss? Í athyglisverðri grein í Morgunblaðinu í síðustu viku sagði hann að „ónóg fjárframlög til opinberu heilbrigðisþjónustunnar munu óhjákvæmilega leiða til þess að fleiri þættir heilbrigðisþjónustunnar flytjast út fyrir almannatrygginguna og einkarekin starfsemi eflist og einkasjúkratryggingar bjóðast. ... Afgreiðsla Alþingis á fjárlögum fyrir árið 2008 mun gefa tóninn." Eftir því sem ég hef komist næst hefur framlag til Landspítala háskólasjúkrahúss ekki aukist að raungildi undanfarin sjö eða átta ár. Ríkisendurskoðun hefur af þessu tilefni fagnað mikilli framleiðniaukningu á sjúkrahúsinu. Það þýðir að hagrætt hafi verið en í sumum tilvikum hefur það verið á kostnað starfsfólksins. Í ályktun nýafstaðins aðalfundar BSRB er einmitt varað við þeirri stefnu: Ef hægt eigi að vera að manna sjúkrahúsin, stofnanir fyrir fatlaða, löggæsluna og aðra grunnstarfsemi í samfélaginu verði að draga úr álagi á starfsfólk og greiða því betri laun. Krafa stjornvalda um enn meiri „framleiðniaukningu" er tilræði við velferðarkerfið. Landspítalinn þarf að fá milljarð til viðbótar núverandi fjárlagatillögu til að halda í horfinu! Sama gildir um aðrar stofnanir sem hér hefur verið vísað til. Ætlar ríkisstjórnin að axla ábyrgð? Eða er hún staðráðin í því að brjóta niður velferðarþjónustuna til að byggja hana upp að nýju, einkarekna og rándýra? Afgreiðsla komandi fjárlaga er prófsteinn á stefnumörkun ríkisstjórnarinnar. Er hún fyrir fólkið eða fjárfestana? Höfundur er formaður BSRB og alþingismaður.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar