Orðræða um orkumál (2) Þorkell Helgason skrifar 26. október 2007 00:01 Þetta er annar pistillinn í röð þriggja um hugtök í orkumálum á líðandi stund. Tilgangur pistlanna er að auðvelda hnitmiðaða umræðu um þennan mikilvæga málaflokk. Markaðsvæðing – einkavæðingÞessum hugtökum er einatt ruglað saman. Það fyrirkomulag, að aðgreina starfsemi á orkusviði í samkeppnisrekstur og sérleyfisrekstur og skapa þannig skilyrði fyrir samkeppni þar sem það getur hentað, hefur hér á landi verið kallað markaðsvæðing. Á útlensku er þetta gjarnan nefnt „afreglun“ (deregúlering) sem er að vissu leyti rangnefni þar sem einmitt þarf að setja laga- og regluverk til að koma fyrirkomulaginu á. Einkavæðing er það þegar orkufyrirtæki í opinberri eigu, ríkis eða sveitarfélaga, er selt að hluta eða að öllu leyti til einkaaðila. Eins og fyrr segir hefur markaðsvæðing raforkugeirans rutt sér til rúms víða um lönd á seinustu árum en einkavæðing hefur verið í öðrum takti. Norðmenn voru í forystusveit um markaðsvæðinguna en lítið hefur verið um einkavæðingu í raforkugeiranum þar í landi. Þannig eru enn nær fjórir fimmtu af raforkuframleiðslu Norðmanna í opinberri eigu, enda þótt um samkeppnisrekstur sé að ræða. Í Bretlandi, sem reið líka á vaðið með markaðsvæðinguna, hefur allmikið verið einkavætt. Einkavæðing hefði þó efalaust orðið í Bretlandi á dögum frú Thatcher hvort sem greint hefði verið á milli sérleyfis- og samkeppnisrekstrar eða ekki. Það er reyndar allvíða sem orkufyrirtækin eru einkarekin án þess að markaðsvæðingu hafi verið komið á. Þá er allur raforkugeirinn rekinn sem ígildi sérleyfisstarfsemi og að jafnaði háður verðlagseftirliti. Munurinn á markaðsvæðingu og einkavæðingu skýrist kannski með því að huga að olíusölu hér á landi. Á tímabili á fyrri hluta síðustu aldar var ríkisrekstur á olíusölu en hann síðan einkavæddur. Á hinn bóginn má deila um hvort olíuverslunin var markaðsvædd fyrr en undir lok aldarinnar, þar sem því var stýrt að ofan hvaðan mátti kaupa olíuvörur og allt verðlag var háð stjórnvöldum. Samfélagslegur rekstur – einkareksturVíðast hvar í grannlöndum okkar í Evrópu hefur raforkugeirinn (auk hitaveitnanna hér) verið í samfélagslegri eigu, þ.e.a.s. í eigu ríkis, sveitarfélaga eða fyrirtækja þeirra. Í Danmörku hefur verið litið á raforkufyrirtækin sem e.k. sameignarfélög neytenda. Í Bandaríkjunum hafa þessi fyrirtæki – eins og önnur í þeim heimshluta – að mestu verið í einkaeigu. Eins og fyrr segir hefur nokkur þróun verið í áttina til einkarekstrar, líka í Evrópu, enda þótt flest fyrirtækin og um leið þau stærstu séu enn í opinberri eigu. Á Norðurlöndum virðist samhljómur um að flutningsfyrirtækin, háspennukerfisreksturinn, eigi að vera í ríkiseigu, en að einkaeign og einkarekstur geti einkum haslað sér völl í samkeppnisþáttunum, framleiðslunni og sölunni. Í dreifiveituþættinum er allur gangur á því hvort einkaaðilar koma við sögu eða opinberir einvörðungu, en þó er opinberi geirinn, einkum sveitarfélög, enn stærsti eigandinn. Hér á landi hefur til skamms tíma nær öll starfsemi í raforkugeiranum og í hitaveiturekstri verið á opinberri hendi. Undantekningin byrjaði með sölu ríkisins á hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja sl. vetur eins og fjallað hefur verið um í fréttum. Í tengslum við áform stjórnvalda um fullan aðskilnað sérleyfis- og samkeppnisrekstrar hefur verið rætt um að setja í lög að sérleyfisreksturinn, Landsnetið, dreifiveiturnar og hitaveiturnar skuli vera a.m.k. í meirihlutaeigu ríkis, sveitarfélaga eða fyrirtækja þeirra. Ekki mun ætlunin að setja því neinar lagalegar skorður að samkeppnisreksturinn, raforkuver og raforkusala, geti verið í einkarekstri, enda er ekki svo í gildandi lögum.Höfundur er orkumálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Þetta er annar pistillinn í röð þriggja um hugtök í orkumálum á líðandi stund. Tilgangur pistlanna er að auðvelda hnitmiðaða umræðu um þennan mikilvæga málaflokk. Markaðsvæðing – einkavæðingÞessum hugtökum er einatt ruglað saman. Það fyrirkomulag, að aðgreina starfsemi á orkusviði í samkeppnisrekstur og sérleyfisrekstur og skapa þannig skilyrði fyrir samkeppni þar sem það getur hentað, hefur hér á landi verið kallað markaðsvæðing. Á útlensku er þetta gjarnan nefnt „afreglun“ (deregúlering) sem er að vissu leyti rangnefni þar sem einmitt þarf að setja laga- og regluverk til að koma fyrirkomulaginu á. Einkavæðing er það þegar orkufyrirtæki í opinberri eigu, ríkis eða sveitarfélaga, er selt að hluta eða að öllu leyti til einkaaðila. Eins og fyrr segir hefur markaðsvæðing raforkugeirans rutt sér til rúms víða um lönd á seinustu árum en einkavæðing hefur verið í öðrum takti. Norðmenn voru í forystusveit um markaðsvæðinguna en lítið hefur verið um einkavæðingu í raforkugeiranum þar í landi. Þannig eru enn nær fjórir fimmtu af raforkuframleiðslu Norðmanna í opinberri eigu, enda þótt um samkeppnisrekstur sé að ræða. Í Bretlandi, sem reið líka á vaðið með markaðsvæðinguna, hefur allmikið verið einkavætt. Einkavæðing hefði þó efalaust orðið í Bretlandi á dögum frú Thatcher hvort sem greint hefði verið á milli sérleyfis- og samkeppnisrekstrar eða ekki. Það er reyndar allvíða sem orkufyrirtækin eru einkarekin án þess að markaðsvæðingu hafi verið komið á. Þá er allur raforkugeirinn rekinn sem ígildi sérleyfisstarfsemi og að jafnaði háður verðlagseftirliti. Munurinn á markaðsvæðingu og einkavæðingu skýrist kannski með því að huga að olíusölu hér á landi. Á tímabili á fyrri hluta síðustu aldar var ríkisrekstur á olíusölu en hann síðan einkavæddur. Á hinn bóginn má deila um hvort olíuverslunin var markaðsvædd fyrr en undir lok aldarinnar, þar sem því var stýrt að ofan hvaðan mátti kaupa olíuvörur og allt verðlag var háð stjórnvöldum. Samfélagslegur rekstur – einkareksturVíðast hvar í grannlöndum okkar í Evrópu hefur raforkugeirinn (auk hitaveitnanna hér) verið í samfélagslegri eigu, þ.e.a.s. í eigu ríkis, sveitarfélaga eða fyrirtækja þeirra. Í Danmörku hefur verið litið á raforkufyrirtækin sem e.k. sameignarfélög neytenda. Í Bandaríkjunum hafa þessi fyrirtæki – eins og önnur í þeim heimshluta – að mestu verið í einkaeigu. Eins og fyrr segir hefur nokkur þróun verið í áttina til einkarekstrar, líka í Evrópu, enda þótt flest fyrirtækin og um leið þau stærstu séu enn í opinberri eigu. Á Norðurlöndum virðist samhljómur um að flutningsfyrirtækin, háspennukerfisreksturinn, eigi að vera í ríkiseigu, en að einkaeign og einkarekstur geti einkum haslað sér völl í samkeppnisþáttunum, framleiðslunni og sölunni. Í dreifiveituþættinum er allur gangur á því hvort einkaaðilar koma við sögu eða opinberir einvörðungu, en þó er opinberi geirinn, einkum sveitarfélög, enn stærsti eigandinn. Hér á landi hefur til skamms tíma nær öll starfsemi í raforkugeiranum og í hitaveiturekstri verið á opinberri hendi. Undantekningin byrjaði með sölu ríkisins á hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja sl. vetur eins og fjallað hefur verið um í fréttum. Í tengslum við áform stjórnvalda um fullan aðskilnað sérleyfis- og samkeppnisrekstrar hefur verið rætt um að setja í lög að sérleyfisreksturinn, Landsnetið, dreifiveiturnar og hitaveiturnar skuli vera a.m.k. í meirihlutaeigu ríkis, sveitarfélaga eða fyrirtækja þeirra. Ekki mun ætlunin að setja því neinar lagalegar skorður að samkeppnisreksturinn, raforkuver og raforkusala, geti verið í einkarekstri, enda er ekki svo í gildandi lögum.Höfundur er orkumálastjóri.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun