Samkeppni flutt út á land með ljósleiðara 17. ágúst 2007 00:01 Ljósleiðari var lagður um landið í lok níunda áratugarins, og tók NATO þátt í kostnaðinum í skiptum fyrir afnot af þremur ljósleiðarapörum af átta. Bandbreidd í ljósleiðarakerfi Símans sem losnar í kjölfar yfirtöku ríkisins á rekstri Ratsjárstofnunar gæti orðið til þess að samkeppni í fjarskiptum á landsbyggðinni aukist. Vodafone og Síminn eru meðal þeirra fyrirtækja sem hafa áhuga á að nýta bandbreiddina. Þegar ljósleiðari var lagður um landið fyrir tæpum tuttugu árum var gerður samningur á milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um að NATO fengi þrjú af átta pörum ljósleiðarans til einkanota fyrir Ratsjárstofnun. Í staðinn tók NATO þátt í kostnaði við uppbyggingu ljósleiðarakerfisins alls, og greiddi um 120 milljónir á ári fyrir rekstur og viðhald þeirra þriggja para sem Ratsjárstofnun notaði. Þetta kemur fram í skýrslu framkvæmdanefndar um einkavæðingu Símans frá árinu 2005. Hin fimm ljósleiðarapörin eru í eigu Símans, sem leigir afnot af þeim til annarra fjarskiptafyrirtækja. Íslensk stjórnvöld tóku við rekstri Ratsjárstofnunar í fyrradag, og þar með kostnaðinum sem NATO hafði greitt hingað til. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði að mögulegt væri að opna fyrir nýtingu annarra á ljósleiðaranum, og þannig dreifa kostnaði við rekstur hans á fleiri en Ratsjárstofnun. Gagnaflutningsgeta innanlands gæti aukist um allt að sextíu prósent, sagði hún. Ekki hefur verið ákveðið hvort og hvernig ríkið mun standa að útdeilingu bandbreiddar í sínum hluta kerfisins. Gestur G. Gestsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá Vodafone, segir fyrirtækið hafa mikinn áhuga á að nýta þau þrjú ljósleiðarapör sem Ratsjárstofnun hefur notað. Verðmæti séu fólgin í aukinni bandbreidd, sem gæti opnað fyrir aukna þjónustu við landsbyggðina. „Ef ríkið stendur að þessu með réttum hætti þá ætti þetta að opna fyrir enn frekari samkeppni á landsbyggðinni," segir hann. Linda Björk Waage, forstöðumaður almannatengsla hjá Símanum, segir forsvarsmenn Símans í viðræðum við ríkið um ljósleiðarapörin þrjú en ekkert sé hægt að segja um næstu skref. „Það verður bara að koma í ljós hvað ríkið ætlar sér með þessa þræði." Tækni Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Bandbreidd í ljósleiðarakerfi Símans sem losnar í kjölfar yfirtöku ríkisins á rekstri Ratsjárstofnunar gæti orðið til þess að samkeppni í fjarskiptum á landsbyggðinni aukist. Vodafone og Síminn eru meðal þeirra fyrirtækja sem hafa áhuga á að nýta bandbreiddina. Þegar ljósleiðari var lagður um landið fyrir tæpum tuttugu árum var gerður samningur á milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um að NATO fengi þrjú af átta pörum ljósleiðarans til einkanota fyrir Ratsjárstofnun. Í staðinn tók NATO þátt í kostnaði við uppbyggingu ljósleiðarakerfisins alls, og greiddi um 120 milljónir á ári fyrir rekstur og viðhald þeirra þriggja para sem Ratsjárstofnun notaði. Þetta kemur fram í skýrslu framkvæmdanefndar um einkavæðingu Símans frá árinu 2005. Hin fimm ljósleiðarapörin eru í eigu Símans, sem leigir afnot af þeim til annarra fjarskiptafyrirtækja. Íslensk stjórnvöld tóku við rekstri Ratsjárstofnunar í fyrradag, og þar með kostnaðinum sem NATO hafði greitt hingað til. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði að mögulegt væri að opna fyrir nýtingu annarra á ljósleiðaranum, og þannig dreifa kostnaði við rekstur hans á fleiri en Ratsjárstofnun. Gagnaflutningsgeta innanlands gæti aukist um allt að sextíu prósent, sagði hún. Ekki hefur verið ákveðið hvort og hvernig ríkið mun standa að útdeilingu bandbreiddar í sínum hluta kerfisins. Gestur G. Gestsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá Vodafone, segir fyrirtækið hafa mikinn áhuga á að nýta þau þrjú ljósleiðarapör sem Ratsjárstofnun hefur notað. Verðmæti séu fólgin í aukinni bandbreidd, sem gæti opnað fyrir aukna þjónustu við landsbyggðina. „Ef ríkið stendur að þessu með réttum hætti þá ætti þetta að opna fyrir enn frekari samkeppni á landsbyggðinni," segir hann. Linda Björk Waage, forstöðumaður almannatengsla hjá Símanum, segir forsvarsmenn Símans í viðræðum við ríkið um ljósleiðarapörin þrjú en ekkert sé hægt að segja um næstu skref. „Það verður bara að koma í ljós hvað ríkið ætlar sér með þessa þræði."
Tækni Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira