Étur þorskur laxaseiði? 4. ágúst 2007 04:30 Þetta er skrifað fimmtudaginn 19. júlí 2007 þegar vikuleg laxasíða birtist í sjónvarpinu. Textavarpið segir okkur á síðu 355 að enn sem komið er sé veiðin á laxi í mörgum laxveiðiám aðeins brot af því sem hún var í fyrra og verri en allt sem menn hafa séð áður eða lengi. Samt geta göngur komið enn í sumar, sérstaklega ef rignir. Enn er von á laxi. Við lifum í voninni. Laxinn kemur. Margir hafa spurt greinarhöfund um orsakir á þessu ástandi og fer hluti skýringa hans hér á eftir, en þær eru getgátur. Laxaseiði fóru eðlilega til sjávar í fyrra vorið 2006 en þá mætti þeim aldrei þessu vant svangur þorskur í verulegu magni sem flúið hafði inn að ströndinn í leit að æti. Öll fyrri loðna er horfin vegna ofveiði og sjórinn dauður eins og skortur á sandsíli bendir til. Kríuvarp er víða lélegt vegna skorts á æti og lítið er af lunda í Vestmannaeyjum. Ungana vantar sandsíli þriðja árið í röð. Komast ekki upp vegna ætisskorts. Deyja úr hungri. Upp í hugann kemur frásögn af Noregi, þó nokkurra ára gömul. Þar safnaðist þorskur í torfur þar sem laxaseiðum var sleppt í sjó og hreinsaði þorskurinn þau upp. Svo mætti hann á réttum tíma næsta ár til að éta aftur laxaseiði. Þorskurinn hefur sitt vit. Lætin í togurunum eru stórum miklu meiri á miðunum en áður. Minna er um þorsk og þess vegna þurfa togararnir að hamast og hamast með trollið út um allan sjó til að fá sama afla og áður. Þeir æra þorskinn með hávaða og trollinu og hann flykkist upp í harða land til að sleppa. Þar eru laxaseiðin að ganga út úr ánum á vorin og halda sig oft nærri landi fram eftir sumri. Það sýna rannsóknir. Þarna kemst þorskurinn í æti og étur laxaseiði glorhungraður. Menn undrast það að tveggja ára lax er nánast horfinn. Hafa enga skýringu. Greinarhöfundur telur þetta stafa af veiðum á loðnu. Það er samhengi á milli mikilla loðnuveiða síðustu ár og minna og minna af tveggja ára laxi. Um leið og loðnuveiðar fóru að aukast verulega og stærri og stærri loðnunætur hreinsuðu loðnuna þá hrundi veiði á tveggja ára laxi. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Þetta er skrifað fimmtudaginn 19. júlí 2007 þegar vikuleg laxasíða birtist í sjónvarpinu. Textavarpið segir okkur á síðu 355 að enn sem komið er sé veiðin á laxi í mörgum laxveiðiám aðeins brot af því sem hún var í fyrra og verri en allt sem menn hafa séð áður eða lengi. Samt geta göngur komið enn í sumar, sérstaklega ef rignir. Enn er von á laxi. Við lifum í voninni. Laxinn kemur. Margir hafa spurt greinarhöfund um orsakir á þessu ástandi og fer hluti skýringa hans hér á eftir, en þær eru getgátur. Laxaseiði fóru eðlilega til sjávar í fyrra vorið 2006 en þá mætti þeim aldrei þessu vant svangur þorskur í verulegu magni sem flúið hafði inn að ströndinn í leit að æti. Öll fyrri loðna er horfin vegna ofveiði og sjórinn dauður eins og skortur á sandsíli bendir til. Kríuvarp er víða lélegt vegna skorts á æti og lítið er af lunda í Vestmannaeyjum. Ungana vantar sandsíli þriðja árið í röð. Komast ekki upp vegna ætisskorts. Deyja úr hungri. Upp í hugann kemur frásögn af Noregi, þó nokkurra ára gömul. Þar safnaðist þorskur í torfur þar sem laxaseiðum var sleppt í sjó og hreinsaði þorskurinn þau upp. Svo mætti hann á réttum tíma næsta ár til að éta aftur laxaseiði. Þorskurinn hefur sitt vit. Lætin í togurunum eru stórum miklu meiri á miðunum en áður. Minna er um þorsk og þess vegna þurfa togararnir að hamast og hamast með trollið út um allan sjó til að fá sama afla og áður. Þeir æra þorskinn með hávaða og trollinu og hann flykkist upp í harða land til að sleppa. Þar eru laxaseiðin að ganga út úr ánum á vorin og halda sig oft nærri landi fram eftir sumri. Það sýna rannsóknir. Þarna kemst þorskurinn í æti og étur laxaseiði glorhungraður. Menn undrast það að tveggja ára lax er nánast horfinn. Hafa enga skýringu. Greinarhöfundur telur þetta stafa af veiðum á loðnu. Það er samhengi á milli mikilla loðnuveiða síðustu ár og minna og minna af tveggja ára laxi. Um leið og loðnuveiðar fóru að aukast verulega og stærri og stærri loðnunætur hreinsuðu loðnuna þá hrundi veiði á tveggja ára laxi. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar