Brýnt er að fjölga líffæragjöfum 17. júlí 2007 06:30 Talsverð umfjöllun hefur verið um líffæragjafir í fjölmiðlum upp á síðkastið og er það fagnaðarefni því þessu mikilvæga málefni hefur verið of lítill gaumur gefinn. Í umræðunni að undanförnu hefur örlað á þeim misskilningi að Íslendingar séu tregari til að gefa líffæri en flestar aðrar þjóðir. Staðreyndin er sú að fjöldi líffæragjafa á Íslandi er svipaður og í mörgum Evrópulöndum ef undan eru skilin Spánn, Austurríki og Belgía sem eru öðrum löndum fremri á þessu sviði. Þegar við berum okkur saman við önnur lönd er gagnlegt að líta á fjölda líffæragjafa á milljón íbúa. Á árunum 2004-2006 var fjöldi líffæragjafa á Íslandi 13,1 á milljón íbúa á ári að meðaltali og er það meiri fjöldi en í Danmörku en aðeins minni en í Noregi og Svíþjóð. Það er hins vegar rétt sem fram hefur komið að líffæragjafir eru alltof fátíðar hér á landi og deilum við því vandamáli með flestum öðrum þjóðum. Íslensk rannsókn sýndi að 40% aðstandenda látinna einstaklinga höfnuðu líffæragjöf. Þetta háa hlutfall neitunar er svipað því sem þekkist meðal margra annarra þjóða. Til þessa hefur verið unnt að mæta vel þörf íslenskra sjúklinga fyrir líffæraígræðslu, meðal annars vegna drjúgs framlags lifandi nýragjafa. Í framtíðinni má búast við aukinni þörf fyrir líffæri frá látnum gjöfum hér á landi. Því er brýnt að unnið verði að því að fjölga líffæragjöfum. Til að það megi takast þarf samstillt átak með áherslu á umræðu og fræðslu meðal almennings og þjálfun fagaðila sem gegna því erfiða hlutverki að óska eftir líffæragjöf. Einnig er mikilvægt að lögum um brottnám líffæra til ígræðslu verði breytt þannig að í stað ætlaðrar neitunar verði gert ráð fyrir ætluðu samþykki. Hér ættu að vera kjöraðstæður til að gera líffæragjöf að eðlilegum þætti tilverunnar þar sem íslenska þjóðin er fámenn, einsleit, vel upplýst og samheldin. Íslendingar búa við gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu sem býður upp á öll helstu meðferðarúrræði sem völ er á í baráttu við sjúkdóma, þar á meðal líffæraígræðslur. Þeir sem vilja þiggja ígræðslu líffæris þegar þörf krefur ættu jafnframt að vera reiðubúnir að gefa líffæri sín við andlát. Höfundur er yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Talsverð umfjöllun hefur verið um líffæragjafir í fjölmiðlum upp á síðkastið og er það fagnaðarefni því þessu mikilvæga málefni hefur verið of lítill gaumur gefinn. Í umræðunni að undanförnu hefur örlað á þeim misskilningi að Íslendingar séu tregari til að gefa líffæri en flestar aðrar þjóðir. Staðreyndin er sú að fjöldi líffæragjafa á Íslandi er svipaður og í mörgum Evrópulöndum ef undan eru skilin Spánn, Austurríki og Belgía sem eru öðrum löndum fremri á þessu sviði. Þegar við berum okkur saman við önnur lönd er gagnlegt að líta á fjölda líffæragjafa á milljón íbúa. Á árunum 2004-2006 var fjöldi líffæragjafa á Íslandi 13,1 á milljón íbúa á ári að meðaltali og er það meiri fjöldi en í Danmörku en aðeins minni en í Noregi og Svíþjóð. Það er hins vegar rétt sem fram hefur komið að líffæragjafir eru alltof fátíðar hér á landi og deilum við því vandamáli með flestum öðrum þjóðum. Íslensk rannsókn sýndi að 40% aðstandenda látinna einstaklinga höfnuðu líffæragjöf. Þetta háa hlutfall neitunar er svipað því sem þekkist meðal margra annarra þjóða. Til þessa hefur verið unnt að mæta vel þörf íslenskra sjúklinga fyrir líffæraígræðslu, meðal annars vegna drjúgs framlags lifandi nýragjafa. Í framtíðinni má búast við aukinni þörf fyrir líffæri frá látnum gjöfum hér á landi. Því er brýnt að unnið verði að því að fjölga líffæragjöfum. Til að það megi takast þarf samstillt átak með áherslu á umræðu og fræðslu meðal almennings og þjálfun fagaðila sem gegna því erfiða hlutverki að óska eftir líffæragjöf. Einnig er mikilvægt að lögum um brottnám líffæra til ígræðslu verði breytt þannig að í stað ætlaðrar neitunar verði gert ráð fyrir ætluðu samþykki. Hér ættu að vera kjöraðstæður til að gera líffæragjöf að eðlilegum þætti tilverunnar þar sem íslenska þjóðin er fámenn, einsleit, vel upplýst og samheldin. Íslendingar búa við gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu sem býður upp á öll helstu meðferðarúrræði sem völ er á í baráttu við sjúkdóma, þar á meðal líffæraígræðslur. Þeir sem vilja þiggja ígræðslu líffæris þegar þörf krefur ættu jafnframt að vera reiðubúnir að gefa líffæri sín við andlát. Höfundur er yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun