Víða rata gullasnarnir 6. júlí 2007 08:00 Enginn múr er svo hár að asni, klyfjaður gulli, komist ekki yfir," er haft eftir Filipposi II Makedóníukonungi enda lágu nærliggjandi borgríki marflöt fyrir honum. Ekki var herkænskan minni hjá syninum. Sá lagði fleiri lönd að fótum sér en flestir enda enginn annar en Alexander mikli. Ekki er ofmælt að álfurstar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafi verið klókir að láta sveitarfélög ein um þá freistingu að sökkva fósturjörðinni með dyggri aðstoð orku- og virkjanafyrirtækja. Um leið var sveitarstjórnum í sjálfsvald sett hvort þær seldu þjóðarsálina við litlu verði og það þótt smjör drypi af hverju strái í heimahögunum. En varla er von á góðu þegar asnar Landsvirkjunar og Alcans vaga um héruð, skakkir og skældir af gullklyfjum. Á dögunum höfðu gullasnar Landsvirkjunar þröngvað sér inn í tvö múruð sveitarfélög við Þjórsá þegar undur og stórmerki urðu: Þriðja sveitarfélagið, Flóahreppur, hækkaði sinn múr. En viti menn! Áður en haninn galaði fyrsta sinni kom asni kjagandi að skansinum. Áður en haninn galaði öðru sinni tók hinn klyfjaði útsendari að hrína af miklum móð, áfjáður í að vera leystur undan byrði sinni. Áður en haninn galaði þriðja sinni fór að gnesta í veggjum og marra í hliðum: Sveitarstjórnin mátti auðvitað ekkert aumt sjá! En þá brá svo við að þorri samsveitunganna sá í gegnum Trójuhestinn og vildi ekki líta við gýligjöfunum. Vonandi verður meira lagt upp úr áliti hins almenna borgara í Flóa en í Ölfusi og víðar. Hvernig skyldi nú allt virkjanabröltið - með tilheyrandi koltvísýringsblæstri - falla að háleitum sáttmálsorðum Þingvallastjórnarinnar um „samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda"? Og hversu grátt gæti hátt gengi leikið greinar eins og þekkingariðnað, ferðaþjónustu eða aðkrepptan sjávarútveg? Á Ísafold að vekja aðdáun fyrir ósnortna náttúru, sjálfbærni og framsýni eða ímugust fyrir spjallaða náttúru, sérplægni og skammsýni? Höfundur er íslenskufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Enginn múr er svo hár að asni, klyfjaður gulli, komist ekki yfir," er haft eftir Filipposi II Makedóníukonungi enda lágu nærliggjandi borgríki marflöt fyrir honum. Ekki var herkænskan minni hjá syninum. Sá lagði fleiri lönd að fótum sér en flestir enda enginn annar en Alexander mikli. Ekki er ofmælt að álfurstar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafi verið klókir að láta sveitarfélög ein um þá freistingu að sökkva fósturjörðinni með dyggri aðstoð orku- og virkjanafyrirtækja. Um leið var sveitarstjórnum í sjálfsvald sett hvort þær seldu þjóðarsálina við litlu verði og það þótt smjör drypi af hverju strái í heimahögunum. En varla er von á góðu þegar asnar Landsvirkjunar og Alcans vaga um héruð, skakkir og skældir af gullklyfjum. Á dögunum höfðu gullasnar Landsvirkjunar þröngvað sér inn í tvö múruð sveitarfélög við Þjórsá þegar undur og stórmerki urðu: Þriðja sveitarfélagið, Flóahreppur, hækkaði sinn múr. En viti menn! Áður en haninn galaði fyrsta sinni kom asni kjagandi að skansinum. Áður en haninn galaði öðru sinni tók hinn klyfjaði útsendari að hrína af miklum móð, áfjáður í að vera leystur undan byrði sinni. Áður en haninn galaði þriðja sinni fór að gnesta í veggjum og marra í hliðum: Sveitarstjórnin mátti auðvitað ekkert aumt sjá! En þá brá svo við að þorri samsveitunganna sá í gegnum Trójuhestinn og vildi ekki líta við gýligjöfunum. Vonandi verður meira lagt upp úr áliti hins almenna borgara í Flóa en í Ölfusi og víðar. Hvernig skyldi nú allt virkjanabröltið - með tilheyrandi koltvísýringsblæstri - falla að háleitum sáttmálsorðum Þingvallastjórnarinnar um „samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda"? Og hversu grátt gæti hátt gengi leikið greinar eins og þekkingariðnað, ferðaþjónustu eða aðkrepptan sjávarútveg? Á Ísafold að vekja aðdáun fyrir ósnortna náttúru, sjálfbærni og framsýni eða ímugust fyrir spjallaða náttúru, sérplægni og skammsýni? Höfundur er íslenskufræðingur.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun