Fagra Ísland - dagur fimm Ögmundur Jónasson skrifar 29. júní 2007 06:00 Samkvæmt umhverfisstefnu Samfylkingarinnar, sem ber heitið Fagra Ísland, er ekki gert ráð fyrir frekari stóriðjuuppbyggingu þar til heildstæð áætlun um náttúruvernd liggur fyrir. Í kosningabaráttunni var hamrað á því að næstu fimm árin yrði stóriðjustopp ef Samfylkingin kæmist til valda. Nú bregður svo við að eftir að Samfylkingin tekur við iðnaðar- og umhverfisráðuneytum í nýrri ríkisstjórn hefur atgangurinn í stóriðjumálum aukist fremur en hitt. Hver stóriðjudagurinn hefur komið á fætur öðrum. Strax á degi tvö kom í ljós að allt var ófrágengið varðandi friðun Þjórsárvera, á þriðja stóriðjudeginum var undirritaður orkusamningur til álvers í Helguvík, á fjórða degi kom í ljós að Samfylkingin var tilbúin að virða niðurstöðu íbúakosninga í Hafnarfirði að vettugi en nú á stóriðjudegi fimm er það Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, sem á senuna. Skýringuna er að finna í viðtali á Stöð tvö 25. júní sl. Þar segir umhverfisráðherrann enga ástæðu til þess að ríkisstjórnin skipti sér að því hvernig Landsvirkjun svari ósk Alcans um framlengingu á raforkusamningi sem gerður var vegna stækkunar í Straumsvík! Í innagangi að fréttinni vekur fréttastofan athygli á því að svar Landsvirkjunar „gæti ráðið miklu um virkjana- og stóriðjuframkvæmdir á landinu á næstu árum“. Í viðtalinu segist umhverfisráðherrann ekkert hafa kynnt sér málið enda sé þetta „bara samningar á milli Landsvirkjunar og fyrirtækisins...“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður: En finnst þér ekki að ríkisstjórnin eigi að koma að þessu? Þórunn Sveinbjarnardóttir: Hvers vegna ætti hún að gera það? Kristján:Þetta snertir virkjanir og hugsanlega álver á nýjum stað? Þórunn Sveinbjarnardóttir: Landsvirkjun og Alcan eru bara fyrirtæki á markaði eins og önnur fyrirtæki og þau verða bara að ná sínum samningum eins og aðrir. Svona talar umhverfisráðherra Samfylkingarinnar, sem kosinn var á þing með fyrirheitum um stóriðjustopp í fimm ár. Að sjálfsögðu veit ráðherrann að Landsvirkjun er ekki „bara fyrirtæki á markaði“. Landsvirkjun er í reynd hluti af ríkisvaldinu. Hún er í eigu þjóðarinnar og lýtur forræði kjörinna fulltrúa hennar, þar á meðal umhverfisráðherra og annarra handhafa stefnu Samfylkingarinnar á Alþingi; þeirra sem kjörnir voru í nafni Fagra Íslands. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Samkvæmt umhverfisstefnu Samfylkingarinnar, sem ber heitið Fagra Ísland, er ekki gert ráð fyrir frekari stóriðjuuppbyggingu þar til heildstæð áætlun um náttúruvernd liggur fyrir. Í kosningabaráttunni var hamrað á því að næstu fimm árin yrði stóriðjustopp ef Samfylkingin kæmist til valda. Nú bregður svo við að eftir að Samfylkingin tekur við iðnaðar- og umhverfisráðuneytum í nýrri ríkisstjórn hefur atgangurinn í stóriðjumálum aukist fremur en hitt. Hver stóriðjudagurinn hefur komið á fætur öðrum. Strax á degi tvö kom í ljós að allt var ófrágengið varðandi friðun Þjórsárvera, á þriðja stóriðjudeginum var undirritaður orkusamningur til álvers í Helguvík, á fjórða degi kom í ljós að Samfylkingin var tilbúin að virða niðurstöðu íbúakosninga í Hafnarfirði að vettugi en nú á stóriðjudegi fimm er það Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, sem á senuna. Skýringuna er að finna í viðtali á Stöð tvö 25. júní sl. Þar segir umhverfisráðherrann enga ástæðu til þess að ríkisstjórnin skipti sér að því hvernig Landsvirkjun svari ósk Alcans um framlengingu á raforkusamningi sem gerður var vegna stækkunar í Straumsvík! Í innagangi að fréttinni vekur fréttastofan athygli á því að svar Landsvirkjunar „gæti ráðið miklu um virkjana- og stóriðjuframkvæmdir á landinu á næstu árum“. Í viðtalinu segist umhverfisráðherrann ekkert hafa kynnt sér málið enda sé þetta „bara samningar á milli Landsvirkjunar og fyrirtækisins...“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður: En finnst þér ekki að ríkisstjórnin eigi að koma að þessu? Þórunn Sveinbjarnardóttir: Hvers vegna ætti hún að gera það? Kristján:Þetta snertir virkjanir og hugsanlega álver á nýjum stað? Þórunn Sveinbjarnardóttir: Landsvirkjun og Alcan eru bara fyrirtæki á markaði eins og önnur fyrirtæki og þau verða bara að ná sínum samningum eins og aðrir. Svona talar umhverfisráðherra Samfylkingarinnar, sem kosinn var á þing með fyrirheitum um stóriðjustopp í fimm ár. Að sjálfsögðu veit ráðherrann að Landsvirkjun er ekki „bara fyrirtæki á markaði“. Landsvirkjun er í reynd hluti af ríkisvaldinu. Hún er í eigu þjóðarinnar og lýtur forræði kjörinna fulltrúa hennar, þar á meðal umhverfisráðherra og annarra handhafa stefnu Samfylkingarinnar á Alþingi; þeirra sem kjörnir voru í nafni Fagra Íslands. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun