Sérkennileg stjórnun Sigurður G. Guðjónsson skrifar 20. júní 2007 06:00 Jón Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins skrifaði í gær litla grein í Fréttablaðið um eignir í samvinnufélögum. Í niðurlagi greinarinnar segir höfundur: Rétt er að taka fram að Samvinnutryggingar eru ekki samvinnufélag enda þótt vísað sé til laga um samvinnufélög í samþykktum. Réttarform Samvinnutrygginga er sérstætt og mjög líkt skipulagi íslenskra sparisjóða. Það er ekki rétt hjá fyrrum viðskiptaráðherra, sem fór með málefni samvinnufélaga í ráðherratíð sinni, að réttarform Samvinnutrygginga sé sérstætt. Þegar Samvinnutryggingar voru stofnaðar 1946 var félagið skráð sem samvinnufélag og svo hefur verið allt til dagsins í dag. Það sem er sérstætt við Samvinnutryggingar er hins vegar hvernig staðið hefur verið að stjórnun félagsins frá árinu 1989. En þann 19. janúar það ár samþykkti þáverandi stjórn Samvinnutrygginga að leggja fyrir fulltrúaráð félagsins, sem aðalfundur SÍS kaus, að stofna hlutafélag um vátryggingastarfsemi með Brunabótafélagi Íslands. Eignuðust Samvinnutryggingar helming hlutafjár í hlutafélagi þessu, sem við stofnun fékk nafnið Vátryggingafélag Íslands hf. Hlutir í þessu félagi hafa síðan gengið kaupum og sölum. Af opinberum gögnum verður þó ekki séð að samþykktum Samvinnutrygginga frá 1963, sem tilkynntar höfðu verið til samvinnufélagaskrár 28. desember 1964, hafi verið breytt fyrr enn aðalfundi 22. júní 1998. Sú breyting, sem gerð var á samþykktum Samvinnutrygginga 1998, var fyrst tilkynnt samvinnufélagaskrá með í bréfi dagsettu 5. desember 2002. Í því bréfi kemur líka fram að Axel Gíslason hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins með prókúru frá og með 1. janúar 1989. Samþykktirnar frá 1998 er þó ekki að finna hjá samvinnufélagaskrá. Nýjar samþykktir fyrir Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar voru mótteknar þann 14. september 2005 hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, sem nú heldur m.a. skrá um samvinnufélög. Síðasta tilkynningin Eignarhaldsfélags Samvinnutrygggina til fyrirtækjaskrár er um starfslok Axels Gíslasonar framkvæmdastjóra,sem dagsett er þann 23. nóvember 2006. Þess má hér að lokum geta að samkvæmt 12. gr. laga nr. 22/1991 um samvinnufélög á að tilkynna breytingu á samþykktum samvinnufélaga innan mánaðar frá því breyting var samþykkt. Stjórnun Samvinnutrygginga hefur því verið mjög sérkennileg hin síðari ár. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður G. Guðjónsson Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Jón Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins skrifaði í gær litla grein í Fréttablaðið um eignir í samvinnufélögum. Í niðurlagi greinarinnar segir höfundur: Rétt er að taka fram að Samvinnutryggingar eru ekki samvinnufélag enda þótt vísað sé til laga um samvinnufélög í samþykktum. Réttarform Samvinnutrygginga er sérstætt og mjög líkt skipulagi íslenskra sparisjóða. Það er ekki rétt hjá fyrrum viðskiptaráðherra, sem fór með málefni samvinnufélaga í ráðherratíð sinni, að réttarform Samvinnutrygginga sé sérstætt. Þegar Samvinnutryggingar voru stofnaðar 1946 var félagið skráð sem samvinnufélag og svo hefur verið allt til dagsins í dag. Það sem er sérstætt við Samvinnutryggingar er hins vegar hvernig staðið hefur verið að stjórnun félagsins frá árinu 1989. En þann 19. janúar það ár samþykkti þáverandi stjórn Samvinnutrygginga að leggja fyrir fulltrúaráð félagsins, sem aðalfundur SÍS kaus, að stofna hlutafélag um vátryggingastarfsemi með Brunabótafélagi Íslands. Eignuðust Samvinnutryggingar helming hlutafjár í hlutafélagi þessu, sem við stofnun fékk nafnið Vátryggingafélag Íslands hf. Hlutir í þessu félagi hafa síðan gengið kaupum og sölum. Af opinberum gögnum verður þó ekki séð að samþykktum Samvinnutrygginga frá 1963, sem tilkynntar höfðu verið til samvinnufélagaskrár 28. desember 1964, hafi verið breytt fyrr enn aðalfundi 22. júní 1998. Sú breyting, sem gerð var á samþykktum Samvinnutrygginga 1998, var fyrst tilkynnt samvinnufélagaskrá með í bréfi dagsettu 5. desember 2002. Í því bréfi kemur líka fram að Axel Gíslason hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins með prókúru frá og með 1. janúar 1989. Samþykktirnar frá 1998 er þó ekki að finna hjá samvinnufélagaskrá. Nýjar samþykktir fyrir Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar voru mótteknar þann 14. september 2005 hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, sem nú heldur m.a. skrá um samvinnufélög. Síðasta tilkynningin Eignarhaldsfélags Samvinnutrygggina til fyrirtækjaskrár er um starfslok Axels Gíslasonar framkvæmdastjóra,sem dagsett er þann 23. nóvember 2006. Þess má hér að lokum geta að samkvæmt 12. gr. laga nr. 22/1991 um samvinnufélög á að tilkynna breytingu á samþykktum samvinnufélaga innan mánaðar frá því breyting var samþykkt. Stjórnun Samvinnutrygginga hefur því verið mjög sérkennileg hin síðari ár. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar