Brynjar þríbrotnaði á vinstri úlnlið 5. maí 2007 06:00 Brynjar Valsteinsson í leiknum gegn Fram í fyrrakvöld. Hann meiddist svo skömmu síðar. Fréttablaðið/anton Brynjar Valsteinsson, leikmaður HK, verður ekki meira með í úrslitum deildarbikarkeppninnar og gæti misst af upphafi næsta tímabils. Hann þríbrotnaði á úlnlið í vinstri hendi í leik gegn Stjörnunni í fyrrakvöld er hann lenti illa eftir að hafa keyrt upp völlinn í hraðaupphlaupi. „Ég man vel eftir þessu og tel að um brot hafi verið að ræða," sagði Brynjar við Fréttablaðið í gær. „Ég veit nú ekki hvort þetta hafi verið viljandi en það sem er verst í þessu er að þetta er stórhættulegt brot." Dómarar leiksins vilja meina að leikmaður Stjörnunnar og fyrrum félagi Brynjars hjá HK, Elías Már Halldórsson, hafi ekki verið búinn að taka sér stöðu þegar Brynjar rakst utan í hann með fyrrgreindum afleiðingum. Brynjar var kominn í loftið þegar honum lenti saman með Elíasi, missti stjórn á sér og lenti með vinstri höndina undir líkamananum. „Höndin hreinlega afmyndaðist," sagði hann. Það er þó bót í máli að hann er rétthentur. Þó er ljóst að hann verður frá í einhverja mánuði. „Ég veit ekki hversu alvarleg meiðslin eru. Ég ligg nú uppi í rúmi sárkvalinn og þarf jafnvel að bíða fram yfir helgi þar til ég get hitt sérfræðing. Þá kemur í ljós hvort ég þurfi að fara í aðgerð. „Ég get nú ekki sagt almennilega hvaða bein eru brotin en þetta er allt í úlnliðnum. Eitt brotið er langt og nær alla leið inn í liðinn. Það er það versta af þeim þremur," sagði Brynjar. Aðstoðarþjálfari HK, Gunnar Magnússon, sagði að atvikið hefði ekki litið vel út. „Ég sá þetta ekki nógu vel til að sjá hvort hann fór með mjöðmina í Brynjar eða hvort hann var búinn að taka sér stöðu. En þetta var ekki fólskulegt brot, ég trúi því ekki að þetta hafi verið viljandi. Það er frekar að þetta hafi verið klaufalegt en það er alltaf hættulegt að keyra á mann sem er á fullu í hraðaupphlaupi," sagði Gunnar. Brynjar bætti því við að hann stefndi á að verða klár í haust. „Ég ætla að reyna að æfa vel í sumar enda spennandi tímabil framundan sem og Evrópukeppni." Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Brynjar Valsteinsson, leikmaður HK, verður ekki meira með í úrslitum deildarbikarkeppninnar og gæti misst af upphafi næsta tímabils. Hann þríbrotnaði á úlnlið í vinstri hendi í leik gegn Stjörnunni í fyrrakvöld er hann lenti illa eftir að hafa keyrt upp völlinn í hraðaupphlaupi. „Ég man vel eftir þessu og tel að um brot hafi verið að ræða," sagði Brynjar við Fréttablaðið í gær. „Ég veit nú ekki hvort þetta hafi verið viljandi en það sem er verst í þessu er að þetta er stórhættulegt brot." Dómarar leiksins vilja meina að leikmaður Stjörnunnar og fyrrum félagi Brynjars hjá HK, Elías Már Halldórsson, hafi ekki verið búinn að taka sér stöðu þegar Brynjar rakst utan í hann með fyrrgreindum afleiðingum. Brynjar var kominn í loftið þegar honum lenti saman með Elíasi, missti stjórn á sér og lenti með vinstri höndina undir líkamananum. „Höndin hreinlega afmyndaðist," sagði hann. Það er þó bót í máli að hann er rétthentur. Þó er ljóst að hann verður frá í einhverja mánuði. „Ég veit ekki hversu alvarleg meiðslin eru. Ég ligg nú uppi í rúmi sárkvalinn og þarf jafnvel að bíða fram yfir helgi þar til ég get hitt sérfræðing. Þá kemur í ljós hvort ég þurfi að fara í aðgerð. „Ég get nú ekki sagt almennilega hvaða bein eru brotin en þetta er allt í úlnliðnum. Eitt brotið er langt og nær alla leið inn í liðinn. Það er það versta af þeim þremur," sagði Brynjar. Aðstoðarþjálfari HK, Gunnar Magnússon, sagði að atvikið hefði ekki litið vel út. „Ég sá þetta ekki nógu vel til að sjá hvort hann fór með mjöðmina í Brynjar eða hvort hann var búinn að taka sér stöðu. En þetta var ekki fólskulegt brot, ég trúi því ekki að þetta hafi verið viljandi. Það er frekar að þetta hafi verið klaufalegt en það er alltaf hættulegt að keyra á mann sem er á fullu í hraðaupphlaupi," sagði Gunnar. Brynjar bætti því við að hann stefndi á að verða klár í haust. „Ég ætla að reyna að æfa vel í sumar enda spennandi tímabil framundan sem og Evrópukeppni."
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti