Árangur af íslenskri stefnufestu Einar K. Guðfinnsson skrifar 4. maí 2007 06:00 Sýnilegur árangur er nú að nást í baráttu okkar Íslendinga og annarra þjóða gegn ólöglegum sjóræningjaveiðum á Reykjaneshrygg. Þetta skiptir máli og er til marks um að þær margvíslegu og fjölþjóðlegu aðgerðir sem við Íslendingar höfum mjög knúið á um og tekið þátt í eru að bera árangur. Sú staðreynd að sex þessara skipa eru á leið til niðurrifs sýnir að útgerð þeirra gengur ekki lengur upp. Eigendur skipanna hafa í raun séð sitt óvænna og treysta sér ekki lengur til þess að halda þeim til veiða. Það eru ánægjuleg tíðindi og hljóta að teljast áfangasigur. Undanfarin ár höfum við haldið uppi eftirliti á Reykjaneshrygg. Í samvinnu við aðrar þjóðir Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) hefur mikið verið gert til þess að bægja ólöglegum skipum frá þessum veiðum. Sjóræningjastarfsemi þessara skipa, sem hafa stundað þarna ólöglegar veiðar hefur valdið okkur miklu tjóni. Það er alveg ljóst að karfastofninn þolir ekki það veiðiálag sem hefur verið undanfarin ár, meðal annars vegna veiða skipa sem þarna hafa ekki heimildir til veiða. Þetta eru skip sem gerð eru út undir hentifánum og hlíta engum reglum. Til viðbótar berst frá þeim afli inn á markaði, sem leiðir til undirboða og lækkar þar með tekjur íslenskra sjómanna og útgerða og þar með þjóðarbúsins í heild. Þetta er alvarlegt mál sem við höfum tekið föstum tökum. Með markvissum aðgerðum hafa veiðar þessara skipa verið gerðar dýrar og óhagkvæmar. Við höfum reynt að koma í veg fyrir að þau fái olíu, veiðarfæri, vistir eða aðra nauðsynlega þjónustu. Skipin hafa verið sett á svarta lista og nú í vetur voru samþykkt ný lög sem gefa okkur frekari tækifæri til þess að herða enn baráttu okkar. Þá hefur NEAFC sett nýjar reglur sem hafa nú gengið i gildi þar sem eftirlit í höfnum aðildarríkja Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar er aukið. Allt þetta er liður í baráttu okkar sem sjálfstæðrar þjóðar fyrir réttinum til auðlindanýtingar. Þeim rétti eigum við að fylgja fast eftir. Við sjáum af nýjum fréttum að slík barátta getur skilað árangri og því eigum við hvergi að hvika. Höfundur er sjávarútvegsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Sýnilegur árangur er nú að nást í baráttu okkar Íslendinga og annarra þjóða gegn ólöglegum sjóræningjaveiðum á Reykjaneshrygg. Þetta skiptir máli og er til marks um að þær margvíslegu og fjölþjóðlegu aðgerðir sem við Íslendingar höfum mjög knúið á um og tekið þátt í eru að bera árangur. Sú staðreynd að sex þessara skipa eru á leið til niðurrifs sýnir að útgerð þeirra gengur ekki lengur upp. Eigendur skipanna hafa í raun séð sitt óvænna og treysta sér ekki lengur til þess að halda þeim til veiða. Það eru ánægjuleg tíðindi og hljóta að teljast áfangasigur. Undanfarin ár höfum við haldið uppi eftirliti á Reykjaneshrygg. Í samvinnu við aðrar þjóðir Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) hefur mikið verið gert til þess að bægja ólöglegum skipum frá þessum veiðum. Sjóræningjastarfsemi þessara skipa, sem hafa stundað þarna ólöglegar veiðar hefur valdið okkur miklu tjóni. Það er alveg ljóst að karfastofninn þolir ekki það veiðiálag sem hefur verið undanfarin ár, meðal annars vegna veiða skipa sem þarna hafa ekki heimildir til veiða. Þetta eru skip sem gerð eru út undir hentifánum og hlíta engum reglum. Til viðbótar berst frá þeim afli inn á markaði, sem leiðir til undirboða og lækkar þar með tekjur íslenskra sjómanna og útgerða og þar með þjóðarbúsins í heild. Þetta er alvarlegt mál sem við höfum tekið föstum tökum. Með markvissum aðgerðum hafa veiðar þessara skipa verið gerðar dýrar og óhagkvæmar. Við höfum reynt að koma í veg fyrir að þau fái olíu, veiðarfæri, vistir eða aðra nauðsynlega þjónustu. Skipin hafa verið sett á svarta lista og nú í vetur voru samþykkt ný lög sem gefa okkur frekari tækifæri til þess að herða enn baráttu okkar. Þá hefur NEAFC sett nýjar reglur sem hafa nú gengið i gildi þar sem eftirlit í höfnum aðildarríkja Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar er aukið. Allt þetta er liður í baráttu okkar sem sjálfstæðrar þjóðar fyrir réttinum til auðlindanýtingar. Þeim rétti eigum við að fylgja fast eftir. Við sjáum af nýjum fréttum að slík barátta getur skilað árangri og því eigum við hvergi að hvika. Höfundur er sjávarútvegsráðherra.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun