Keyrslan borgaði sig 25. apríl 2007 06:15 Ásgeir Baldurs, forstjóri VÍS Ásgeir Baldurs, forstjóri VÍS, útskrifaðist úr MBA-námi við Háskóla Íslands árið 2004. Þegar Ásgeir hóf námið var hann forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá VÍS. Í dag gegnir hann stöðu forstjóra vátryggingafélagsins. Það hefur hann gert frá því í upphafi ársins 2006. Fyrir hafði Ásgeir BS-gráðu í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði. Í því námi hafði hann lagt áherslu á fjármálatengd valfög. Þeim áherslum hélt hann áfram í MBA-náminu. Ásgeir segist hafa getað nýtt námið beint í starfi sínu. Það sem hann lærði hafi bæði átt vel við fyrra starf hans auk þess sem það hafi átt sinn þátt í þeim breytingum sem urðu á högum hans. Það sé meðal annars náminu að þakka að hann er í dag forstjóri VÍS. „Námið við Háskóla Íslands stóð vel undir þeim væntingum sem ég hafði gert til þess og hefur gert mikið gagn. Ástæðan fyrir því að ég valdi Háskóla Íslands var að ég taldi námið þar vera fræðilegt sem hentaði mér mjög vel. Ég var fyrir með góð sambönd í atvinnulífinu. Í starfi gefst manni hins vegar ekki tækifæri til að lesa kennslubækur á hverjum degi eins og maður gerir í námi. Þannig upplifir maður allar nýjustu stefnur og strauma og er með puttann á púlsinum.“ Ásgeir ber gæðum MBA-námsins vel söguna. „Gæði kennslunnar voru mikil. Námið var mjög vel upp sett og gerðar voru miklar kröfur til nemenda. Það var metnaður í þessu. Þá var ekki síst mikils virði að vera í samstarfi við fólk úr öðrum geirum og á öllum aldri. Hópastarfið og þetta tengslanet sem myndaðist var mjög gott og skapandi. Ásgeir var í fullu starfi samhliða náminu. „Það þurfti gott samkomulag innan fjölskyldunnar og skilning vinnuveitanda. Þar sem það var fyrir hendi hjá mér gekk þetta vel upp. En þetta var vissulega mikil keyrsla meðan á þessu stóð.“ Undir smásjánni Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Ásgeir Baldurs, forstjóri VÍS, útskrifaðist úr MBA-námi við Háskóla Íslands árið 2004. Þegar Ásgeir hóf námið var hann forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá VÍS. Í dag gegnir hann stöðu forstjóra vátryggingafélagsins. Það hefur hann gert frá því í upphafi ársins 2006. Fyrir hafði Ásgeir BS-gráðu í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði. Í því námi hafði hann lagt áherslu á fjármálatengd valfög. Þeim áherslum hélt hann áfram í MBA-náminu. Ásgeir segist hafa getað nýtt námið beint í starfi sínu. Það sem hann lærði hafi bæði átt vel við fyrra starf hans auk þess sem það hafi átt sinn þátt í þeim breytingum sem urðu á högum hans. Það sé meðal annars náminu að þakka að hann er í dag forstjóri VÍS. „Námið við Háskóla Íslands stóð vel undir þeim væntingum sem ég hafði gert til þess og hefur gert mikið gagn. Ástæðan fyrir því að ég valdi Háskóla Íslands var að ég taldi námið þar vera fræðilegt sem hentaði mér mjög vel. Ég var fyrir með góð sambönd í atvinnulífinu. Í starfi gefst manni hins vegar ekki tækifæri til að lesa kennslubækur á hverjum degi eins og maður gerir í námi. Þannig upplifir maður allar nýjustu stefnur og strauma og er með puttann á púlsinum.“ Ásgeir ber gæðum MBA-námsins vel söguna. „Gæði kennslunnar voru mikil. Námið var mjög vel upp sett og gerðar voru miklar kröfur til nemenda. Það var metnaður í þessu. Þá var ekki síst mikils virði að vera í samstarfi við fólk úr öðrum geirum og á öllum aldri. Hópastarfið og þetta tengslanet sem myndaðist var mjög gott og skapandi. Ásgeir var í fullu starfi samhliða náminu. „Það þurfti gott samkomulag innan fjölskyldunnar og skilning vinnuveitanda. Þar sem það var fyrir hendi hjá mér gekk þetta vel upp. En þetta var vissulega mikil keyrsla meðan á þessu stóð.“
Undir smásjánni Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira