Uppgjör HK og Vals í Digranesi 31. mars 2007 11:00 Leikur liðanna hefst klukkan 16.15 Handbolti Handboltaunnendur sem sakna úrslitakeppninnar ættu ekki að láta leik HK og Vals klukkan 16.15 í Digranesi í dag fram hjá sér fara. Mikilvægi leiksins er gríðarlegt enda verður HK að vinna til að koma sér upp að hlið Vals í deildinni en Valur yrði alltaf ofar sökum innbyrðisviðureigna. Valur hefur nefnilega unnið báðar rimmur liðanna í deildinni hingað til en þó með litlum mun. Klári þeir dæmið í dag þarf mikið að fara úrskeiðis í lok mótsins svo að bikarinn endi ekki á Hlíðarenda. Mikið mun mæða á lykilmönnum liðanna þeim Valdimar Þórssyni hjá HK og Valsmanninum Markúsi Mána Michaelssyni. Báðir fóru á kostum í síðustu rimmu liðanna með átta mörk á mann. „Þetta er síðasta tækifæri okkar og þennan leik verðum við að vinna," sagði Valdimar Þórsson en dapurt gengi á heimavelli hefur verið blóðugt fyrir Kópavogsliðið. Digranesið hefur ekki verið sú gryfja sem vonast var til. Í vetur hafa fjórir leikir HK í Digranesi endað með sigri, þrír endað með jafntefli og tvisvar hefur HK tapað. „Ég skil þetta ekki. Það skiptir engu hvað er mikið af fólki í húsinu, við náum okkur ekki almennilega á strik á heimavelli. Vonandi verður annað uppi á teningnum í dag og við náum að sýna okkar rétta andlit á heimavelli. Þetta er bara bikarúrslitaleikur í okkar augum," sagði Valdimar sem gerir sér grein fyrir þeirri pressu sem á hann er sett. „Ég hef ekkert á móti því. Sjálfstraustið er mikið þessa dagana. Ég hef æft meira en venjulega í vetur og mun ekki láta mitt eftir liggja í þessum leik." Það mun ekki síður mæða mikið á Valsmanninum Markúsi Mána Michaelssyni sem hefur verið í lykilhlutverki hjá Hlíðarendaliðinu. Markús er vel meðvitaður um mikilvægi leiksins. „Það væri ósköp þægilegt að vinna þennan leik og staðan væri vissulega vænleg ef við vinnum. Engu að síður er kálið ekki sopið fyrr en í ausuna er komið. Ég minni á það," sagði Markús Máni ljóðrænn að vanda. „Það er tilhlökkun að mæta í Digranesið. Okkur hefur gengið vel á móti HK og vonandi verður framhald á." Markús skoraði átta mörk í síðasta leik gegn HK og hann ætlar ekki að spara fallbyssuna í dag. „Maður reynir alltaf að setja boltann í skeytin. Ég geri mér grein fyrir minni ábyrgð og ég hef mikinn persónulegan metnað sem og fyrir liðinu. Ég mun reyna að gera það sem þarf og er klár í að axla þessa ábyrgð. Við verðum að stoppa Valdimar en það eru líka fleiri góðir menn í HK sem þarf að passa. Við stefnum á sigur en ég ætla ekki að ganga svo langt að lofa sigri," sagði Markús Máni varkár í yfirlýsingum. Olís-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira
Handbolti Handboltaunnendur sem sakna úrslitakeppninnar ættu ekki að láta leik HK og Vals klukkan 16.15 í Digranesi í dag fram hjá sér fara. Mikilvægi leiksins er gríðarlegt enda verður HK að vinna til að koma sér upp að hlið Vals í deildinni en Valur yrði alltaf ofar sökum innbyrðisviðureigna. Valur hefur nefnilega unnið báðar rimmur liðanna í deildinni hingað til en þó með litlum mun. Klári þeir dæmið í dag þarf mikið að fara úrskeiðis í lok mótsins svo að bikarinn endi ekki á Hlíðarenda. Mikið mun mæða á lykilmönnum liðanna þeim Valdimar Þórssyni hjá HK og Valsmanninum Markúsi Mána Michaelssyni. Báðir fóru á kostum í síðustu rimmu liðanna með átta mörk á mann. „Þetta er síðasta tækifæri okkar og þennan leik verðum við að vinna," sagði Valdimar Þórsson en dapurt gengi á heimavelli hefur verið blóðugt fyrir Kópavogsliðið. Digranesið hefur ekki verið sú gryfja sem vonast var til. Í vetur hafa fjórir leikir HK í Digranesi endað með sigri, þrír endað með jafntefli og tvisvar hefur HK tapað. „Ég skil þetta ekki. Það skiptir engu hvað er mikið af fólki í húsinu, við náum okkur ekki almennilega á strik á heimavelli. Vonandi verður annað uppi á teningnum í dag og við náum að sýna okkar rétta andlit á heimavelli. Þetta er bara bikarúrslitaleikur í okkar augum," sagði Valdimar sem gerir sér grein fyrir þeirri pressu sem á hann er sett. „Ég hef ekkert á móti því. Sjálfstraustið er mikið þessa dagana. Ég hef æft meira en venjulega í vetur og mun ekki láta mitt eftir liggja í þessum leik." Það mun ekki síður mæða mikið á Valsmanninum Markúsi Mána Michaelssyni sem hefur verið í lykilhlutverki hjá Hlíðarendaliðinu. Markús er vel meðvitaður um mikilvægi leiksins. „Það væri ósköp þægilegt að vinna þennan leik og staðan væri vissulega vænleg ef við vinnum. Engu að síður er kálið ekki sopið fyrr en í ausuna er komið. Ég minni á það," sagði Markús Máni ljóðrænn að vanda. „Það er tilhlökkun að mæta í Digranesið. Okkur hefur gengið vel á móti HK og vonandi verður framhald á." Markús skoraði átta mörk í síðasta leik gegn HK og hann ætlar ekki að spara fallbyssuna í dag. „Maður reynir alltaf að setja boltann í skeytin. Ég geri mér grein fyrir minni ábyrgð og ég hef mikinn persónulegan metnað sem og fyrir liðinu. Ég mun reyna að gera það sem þarf og er klár í að axla þessa ábyrgð. Við verðum að stoppa Valdimar en það eru líka fleiri góðir menn í HK sem þarf að passa. Við stefnum á sigur en ég ætla ekki að ganga svo langt að lofa sigri," sagði Markús Máni varkár í yfirlýsingum.
Olís-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira