Kaupþing í hópi vinsælustu lánþega heims 18. janúar 2007 08:14 Kaupþing. Mynd/GVA Kaupþing er talið upp með stærstu fyrirtækjum í vali fjármálafyrirtækja á bestu lántakendum heims. Bankinn er í þriðja sæti yfir bestu lántakendur í hópi fjármálafyrirtækja og í sjötta til níunda sæti yfir þá lántakendur sem staðið hafa sig hvað best. Viðskiptaritið EuroWeek stendur fyrir valinu. Kaupþing hlýtur góða einkunn í yfirferð nýútkomins tölublaðs viðskiptaritsins EuroWeek á síðasta ári og er ofarlega á blaði í vali á bestu lánþegum í hópi fyrirtækja og stofnana. Hjá Kaupþingi eru menn í sjöunda himni yfir árangrinum. Bankinn er þannig í þriðja sæti yfir bestu lánþega í flokki fjármálafyrirtækja (Best financial institution borrower) og kemur þar á eftir ING Groep sem er í öðru sæti og skoska bankanum HBOS. Þá er Kaupþing í sjötta til níunda sæti yfir þá lántakendur í heiminum sem þykja hafa staðið sig hvað best (Most impressive borrower of 2006). Þar deilir Kaupþing sætinu með Eksportfinans, General Electric Capital Corp og HBOS). Í þeim flokki trónir í efsta sæti Evrópski fjárfestingabankinn. Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, segir að þar á bæ séu menn bæði stoltir og glaðir yfir árangrinum. „EuroWeek spyr útgefendur og fjárfestingabanka hverjir þeir telji að hafi skarað fram úr, bæði sem fjárfestingabanka og einnig sem útgefendur skuldabréfa," segir hann og telur ekki lítið afrek að hafa skorað jafnhátt sem skuldabréfaútgefandi í flokki þar sem allt sé undir, hvort sem það eru þjóðríki, bankar, tryggingafélög eða annað. „Þarna er í raun allt undir, bæði landið og miðin beggja vegna Atlantshafsins og við auðvitað að keppa við banka, fyrirtæki og stofnanir sem eru margfalt stærri en við." Guðni segir erfitt að átta sig á í svipinn hverju valið kunni að skila bankanum, en ljóst sé að með þessu sé vakin athygli á góðum árangri hans á síðasta ári. „Fyrst og fremst er þetta viðurkenning á því að við höfum verið að gera rétta hluti. Við erum enda ekki síst ánægð með þetta í ljósi mótbyrsins sem bankakerfið hér varð fyrir í upphafi síðasta árs. Samt kemur þarna í ljós í kjöri meðal aðila á markaði, bæði kaupenda og seljenda, að við séum þriðji besti bankaútgefandinn og sjötti útgefandinn yfir heildina sem þykir hafa staðið sig best." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Kaupþing er talið upp með stærstu fyrirtækjum í vali fjármálafyrirtækja á bestu lántakendum heims. Bankinn er í þriðja sæti yfir bestu lántakendur í hópi fjármálafyrirtækja og í sjötta til níunda sæti yfir þá lántakendur sem staðið hafa sig hvað best. Viðskiptaritið EuroWeek stendur fyrir valinu. Kaupþing hlýtur góða einkunn í yfirferð nýútkomins tölublaðs viðskiptaritsins EuroWeek á síðasta ári og er ofarlega á blaði í vali á bestu lánþegum í hópi fyrirtækja og stofnana. Hjá Kaupþingi eru menn í sjöunda himni yfir árangrinum. Bankinn er þannig í þriðja sæti yfir bestu lánþega í flokki fjármálafyrirtækja (Best financial institution borrower) og kemur þar á eftir ING Groep sem er í öðru sæti og skoska bankanum HBOS. Þá er Kaupþing í sjötta til níunda sæti yfir þá lántakendur í heiminum sem þykja hafa staðið sig hvað best (Most impressive borrower of 2006). Þar deilir Kaupþing sætinu með Eksportfinans, General Electric Capital Corp og HBOS). Í þeim flokki trónir í efsta sæti Evrópski fjárfestingabankinn. Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, segir að þar á bæ séu menn bæði stoltir og glaðir yfir árangrinum. „EuroWeek spyr útgefendur og fjárfestingabanka hverjir þeir telji að hafi skarað fram úr, bæði sem fjárfestingabanka og einnig sem útgefendur skuldabréfa," segir hann og telur ekki lítið afrek að hafa skorað jafnhátt sem skuldabréfaútgefandi í flokki þar sem allt sé undir, hvort sem það eru þjóðríki, bankar, tryggingafélög eða annað. „Þarna er í raun allt undir, bæði landið og miðin beggja vegna Atlantshafsins og við auðvitað að keppa við banka, fyrirtæki og stofnanir sem eru margfalt stærri en við." Guðni segir erfitt að átta sig á í svipinn hverju valið kunni að skila bankanum, en ljóst sé að með þessu sé vakin athygli á góðum árangri hans á síðasta ári. „Fyrst og fremst er þetta viðurkenning á því að við höfum verið að gera rétta hluti. Við erum enda ekki síst ánægð með þetta í ljósi mótbyrsins sem bankakerfið hér varð fyrir í upphafi síðasta árs. Samt kemur þarna í ljós í kjöri meðal aðila á markaði, bæði kaupenda og seljenda, að við séum þriðji besti bankaútgefandinn og sjötti útgefandinn yfir heildina sem þykir hafa staðið sig best."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira