Leikmenn í Englandi í jólaskapi 23. desember 2006 16:57 Gary Neville fagnar marki Paul Scholes í dag. Hinn markaskorarinn, Cristiano Ronaldo, fylgist vel með. MYND/Getty Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar eru komnir í jólaskap, ef eitthvað má lesa úr öllum þeim fjölda marka sem leit dagsins ljós í umferð dagsins. Engar breytingar urðu í toppslag deildarinnar þar sem öll helstu liðin unnu leiki sína. Topplið Manchester United var sannfærandi gegn Aston Villa á útivelli og vann öruggan 3-0 sigur þar Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk og Paul Scholes eitt. Man. Utd. er nú með 47 stig á toppnum en Chelsea kemur næst með 43 stig, en liðið er nú að hefja sinn leik gegn Wigan á útivelli. Arsenal og Liverpool unnu bæði tiltölulega fyrirhafnarlausa sigra. Arsenal lagði Blackburn af velli, 6-2, þar sem Robin van Persie skoraði m.a. tvö mörk. Þrjú marka Arsenal komu á síðustu sjö mínútum leiksins, en Blackburn hafði komist yfir á 3. mínútu leiksins. Craig Bellamy og Xabi Alonso skoruðu mörk Liverpool í 2-0 sigri liðsins gegn Watford á heimavelli. Liverpool er í þriðja sæti deildarinnar, einu stigi á undan Arsenal. Bolton og Portsmouth koma í næstu sætum eftir góða sigra í dag. Nicolas Anelka skoraði bæði mörk Bolton í 2-0 útisigri á Man. City, en Portsmouth sigraði Sheffield United 3-1 eftir að hafa lent undir. Fyrr í dag hafði West Ham náð markalausu jafntefli gegn Fulham á útivelli. Heiðar Helguson lék allan leikinn og nældi sér í gult spjald sem þýðir að hann er kominn í leikbann. Ívar Ingimarsson lék allan leikinn en Brynjar Gunnarsson var allan tímann á varamannabekknum þegar Reading tapaði fyrir Everton, 0-2. Þá lék Hermann Hreiðarsson allan leikinn fyrir Charlton sem mátti þola enn eitt tapið - nú gegn Middlesbrough, 2-0. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Sjá meira
Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar eru komnir í jólaskap, ef eitthvað má lesa úr öllum þeim fjölda marka sem leit dagsins ljós í umferð dagsins. Engar breytingar urðu í toppslag deildarinnar þar sem öll helstu liðin unnu leiki sína. Topplið Manchester United var sannfærandi gegn Aston Villa á útivelli og vann öruggan 3-0 sigur þar Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk og Paul Scholes eitt. Man. Utd. er nú með 47 stig á toppnum en Chelsea kemur næst með 43 stig, en liðið er nú að hefja sinn leik gegn Wigan á útivelli. Arsenal og Liverpool unnu bæði tiltölulega fyrirhafnarlausa sigra. Arsenal lagði Blackburn af velli, 6-2, þar sem Robin van Persie skoraði m.a. tvö mörk. Þrjú marka Arsenal komu á síðustu sjö mínútum leiksins, en Blackburn hafði komist yfir á 3. mínútu leiksins. Craig Bellamy og Xabi Alonso skoruðu mörk Liverpool í 2-0 sigri liðsins gegn Watford á heimavelli. Liverpool er í þriðja sæti deildarinnar, einu stigi á undan Arsenal. Bolton og Portsmouth koma í næstu sætum eftir góða sigra í dag. Nicolas Anelka skoraði bæði mörk Bolton í 2-0 útisigri á Man. City, en Portsmouth sigraði Sheffield United 3-1 eftir að hafa lent undir. Fyrr í dag hafði West Ham náð markalausu jafntefli gegn Fulham á útivelli. Heiðar Helguson lék allan leikinn og nældi sér í gult spjald sem þýðir að hann er kominn í leikbann. Ívar Ingimarsson lék allan leikinn en Brynjar Gunnarsson var allan tímann á varamannabekknum þegar Reading tapaði fyrir Everton, 0-2. Þá lék Hermann Hreiðarsson allan leikinn fyrir Charlton sem mátti þola enn eitt tapið - nú gegn Middlesbrough, 2-0.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Sjá meira