Viðræður við Dani á mánudaginn 16. desember 2006 19:15 Könnunarviðræður Íslendinga og Dana um samstarf á sviði öryggismála fara fram í Kaupmannahöfn á mánudaginn. Íslensk stjórnvöld eiga von á að þurfa að leggja út í kostnað vegna hugsanlegs varnarsamstarfs. Á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem fram fór í Lettlandi í nóvemberlok ræddi Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra við starfsbræður sína í Noregi, Danmörku, Bretlandi og Kanada um hugsanlegt samstarf á sviði varnar- og öryggismála. Ákveðið var að efna til viðræðna í framhaldinu og hefst fyrsta lotan á mánudag þegar könnunarviðræður við Dani hefjast. Að sögn Grétar Más Sigurðssonar, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu er fyrst og fremst verið að kanna hvernig þær þjóðir sem umsvif hafa á Norður-Atlantshafi geti nýtt sér þann varnarviðbúnað sem er hér á landi og um leið haft eftirlit með landinu og miðunum. Grétar Már ítrekar að varnarsamningurinn við Bandaríkjamenn og samkomulagið sem var gert við þá í haust sé ennþá hornsteinninn í vörnum Íslands og ekki sé því gert ráð fyrir neinni fastri viðveru herliðs á vegum ríkjanna fjögurra. Öll hafi þau nokkur umsvif á norðanverðu Atlantshafinu, meðal annars vegna aukinnar skipaumferðar, og því vonast íslensk stjórnvöld til að þau vilji nota sér þá aðstöðu sem hér er fyrir. Grétar segir þó að gengið sé út frá því að kostnaður muni fylgja þessu samstarfi. Á mánudaginn kemur norsk sendinefnd til landsins og er ráðgert að hún skoði varnarsvæðið á Miðnesheiði daginn eftir og þá aðstöðu sem þar er. Fréttir Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Könnunarviðræður Íslendinga og Dana um samstarf á sviði öryggismála fara fram í Kaupmannahöfn á mánudaginn. Íslensk stjórnvöld eiga von á að þurfa að leggja út í kostnað vegna hugsanlegs varnarsamstarfs. Á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem fram fór í Lettlandi í nóvemberlok ræddi Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra við starfsbræður sína í Noregi, Danmörku, Bretlandi og Kanada um hugsanlegt samstarf á sviði varnar- og öryggismála. Ákveðið var að efna til viðræðna í framhaldinu og hefst fyrsta lotan á mánudag þegar könnunarviðræður við Dani hefjast. Að sögn Grétar Más Sigurðssonar, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu er fyrst og fremst verið að kanna hvernig þær þjóðir sem umsvif hafa á Norður-Atlantshafi geti nýtt sér þann varnarviðbúnað sem er hér á landi og um leið haft eftirlit með landinu og miðunum. Grétar Már ítrekar að varnarsamningurinn við Bandaríkjamenn og samkomulagið sem var gert við þá í haust sé ennþá hornsteinninn í vörnum Íslands og ekki sé því gert ráð fyrir neinni fastri viðveru herliðs á vegum ríkjanna fjögurra. Öll hafi þau nokkur umsvif á norðanverðu Atlantshafinu, meðal annars vegna aukinnar skipaumferðar, og því vonast íslensk stjórnvöld til að þau vilji nota sér þá aðstöðu sem hér er fyrir. Grétar segir þó að gengið sé út frá því að kostnaður muni fylgja þessu samstarfi. Á mánudaginn kemur norsk sendinefnd til landsins og er ráðgert að hún skoði varnarsvæðið á Miðnesheiði daginn eftir og þá aðstöðu sem þar er.
Fréttir Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira