Tólf sigrar í röð hjá Phoenix 14. desember 2006 06:04 Steve Nash og félagar í Phoenix eru eldheitir þessa dagana og í nótt vann liðið 12. leikinn í röð NordicPhotos/GettyImages Phoenix Suns vann í nótt 12. sigurinn í röð í NBA deildinni þegar liðið vann sigur á meisturum Miami Heat á útivelli 99-89. Þetta er næst lengsta sigurhrina Phoenix í sögu félagsins og lauk það fimm leikja ferðalagi sínu um austurströndina með glæsibrag. Shaquille O´Neal og Dwyane Wade léku ekki með Miami í nótt. Shawn Marion skoraði 23 stig og hirti 13 fráköst fyrir Phoenix og Steve Nash skoraði 18 stig og gaf 11 stoðsendingar, en hann skoraði mikilvæga þriggja stiga körfu sem stöðvaði áhlaup Miami í lokaleikhlutanum. Alonzo Mourining skoraði 19 stig fyrir Miami, sem var án Dwyane Wade eftir að hann lét rífa úr sér endajaxla. Hann missir einnig af næsta leik vegna þessa. Cleveland vann nauman sigur á Charlotte 104-101 þar sem LeBron James skoraði 22 stig fyrir Cleveland en Adam Morrison 16 fyrir Charlotte. Indiana lagði Detroit 101-90 þar sem Jermaine O´Neal skoraði 26 stig og hirti 14 fráköst fyrir Indiana en Chauncey Billups skoraði 22 fyrir Detroit. Toronto vann óvæntan útisigur á Orlando 91-84. Andrea Bargnani skoraði 23 stig fyrir Kanadaliðið en Carlos Arroyo 22 fyrir Orlando. Philadelphia tapaði 9. leiknum í röð í 101-81 tapi fyrir Boston á heimavelli. Kevin Ollie skoraði 14 stig fyrir Philadelphia en Paul Pierce skoraði 18 fyrir Boston. Washington burstaði Denver 120-91. Carmelo Anthony skoraði 37 fyrir Denver en Gilbert Arenas 34 fyrir Washington. New Jersey lagði Milwaukee 108-95. Vince Carter skoraði 36 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd náði 80. þreföldu tvennu sinni á ferlinum með 10 stigum, 10 fráköstum og 10 stoðsendingum. Charlie Villaneuva skoraði 23 fyrir Milwaukee. New York lagði Atlanta 94-82. Marvin Williams var með 23 stig fyrir Atlanta en Eddy Curry skoraði 20 stig og hirti 10 fráköst fyrir New York. San Antonio lagði Minnesota 95-82 og hélt Minnesota í aðeins 26 stigum í síðari hálfleik. Tim Duncan skoraði 24 stig fyrir San Antonio en Kevin Garnett skoraði 19 stig og hirti 12 fráköst fyrir Minnesota. Portland lagði Memphis 85-79 og þar með hefur Portland þegar jafnað árangur sinn á útivöllum síðan á síðasta tímabili. Zach Randolph skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst fyrir Portland en Mike Miller var með 20 stig hjá Memphis, sem fær væntanlega stjörnu sína Pau Gasol til baka eftir fótbrot á næstu dögum. Chicago lagði Seattle 99-84 þar sem Ben Wallace skoraði 15 stig og hirti 20 fráköst fyrir Chicago og Ben Gordon skoraði 27 stig, en Rashard Lewis skoraði 18 stig og hirti 13 fráköst fyrir Seattle. Dallas lagði LA Lakers 110-101 þar sem Josh Howard skoraði 29 stig fyrir Dallas en Kobe Bryant var með 33 stig hjá Lakers sem verður án Lamar Odom næsta mánuðinn eftir að hann meiddist á hné í fyrrinótt. Loks vann efsta lið deildarinnar Utah auðveldan útisigur á slöppu liði LA Clippers í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Carlos Boozer skoraði 28 stig og hirti 15 fráköst fyrir Utah og Deron Williams skoraði 28 stig og gaf 14 stoðsendingar. Elton Brand skoraði 20 stig fyrir Clippers. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Phoenix Suns vann í nótt 12. sigurinn í röð í NBA deildinni þegar liðið vann sigur á meisturum Miami Heat á útivelli 99-89. Þetta er næst lengsta sigurhrina Phoenix í sögu félagsins og lauk það fimm leikja ferðalagi sínu um austurströndina með glæsibrag. Shaquille O´Neal og Dwyane Wade léku ekki með Miami í nótt. Shawn Marion skoraði 23 stig og hirti 13 fráköst fyrir Phoenix og Steve Nash skoraði 18 stig og gaf 11 stoðsendingar, en hann skoraði mikilvæga þriggja stiga körfu sem stöðvaði áhlaup Miami í lokaleikhlutanum. Alonzo Mourining skoraði 19 stig fyrir Miami, sem var án Dwyane Wade eftir að hann lét rífa úr sér endajaxla. Hann missir einnig af næsta leik vegna þessa. Cleveland vann nauman sigur á Charlotte 104-101 þar sem LeBron James skoraði 22 stig fyrir Cleveland en Adam Morrison 16 fyrir Charlotte. Indiana lagði Detroit 101-90 þar sem Jermaine O´Neal skoraði 26 stig og hirti 14 fráköst fyrir Indiana en Chauncey Billups skoraði 22 fyrir Detroit. Toronto vann óvæntan útisigur á Orlando 91-84. Andrea Bargnani skoraði 23 stig fyrir Kanadaliðið en Carlos Arroyo 22 fyrir Orlando. Philadelphia tapaði 9. leiknum í röð í 101-81 tapi fyrir Boston á heimavelli. Kevin Ollie skoraði 14 stig fyrir Philadelphia en Paul Pierce skoraði 18 fyrir Boston. Washington burstaði Denver 120-91. Carmelo Anthony skoraði 37 fyrir Denver en Gilbert Arenas 34 fyrir Washington. New Jersey lagði Milwaukee 108-95. Vince Carter skoraði 36 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd náði 80. þreföldu tvennu sinni á ferlinum með 10 stigum, 10 fráköstum og 10 stoðsendingum. Charlie Villaneuva skoraði 23 fyrir Milwaukee. New York lagði Atlanta 94-82. Marvin Williams var með 23 stig fyrir Atlanta en Eddy Curry skoraði 20 stig og hirti 10 fráköst fyrir New York. San Antonio lagði Minnesota 95-82 og hélt Minnesota í aðeins 26 stigum í síðari hálfleik. Tim Duncan skoraði 24 stig fyrir San Antonio en Kevin Garnett skoraði 19 stig og hirti 12 fráköst fyrir Minnesota. Portland lagði Memphis 85-79 og þar með hefur Portland þegar jafnað árangur sinn á útivöllum síðan á síðasta tímabili. Zach Randolph skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst fyrir Portland en Mike Miller var með 20 stig hjá Memphis, sem fær væntanlega stjörnu sína Pau Gasol til baka eftir fótbrot á næstu dögum. Chicago lagði Seattle 99-84 þar sem Ben Wallace skoraði 15 stig og hirti 20 fráköst fyrir Chicago og Ben Gordon skoraði 27 stig, en Rashard Lewis skoraði 18 stig og hirti 13 fráköst fyrir Seattle. Dallas lagði LA Lakers 110-101 þar sem Josh Howard skoraði 29 stig fyrir Dallas en Kobe Bryant var með 33 stig hjá Lakers sem verður án Lamar Odom næsta mánuðinn eftir að hann meiddist á hné í fyrrinótt. Loks vann efsta lið deildarinnar Utah auðveldan útisigur á slöppu liði LA Clippers í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Carlos Boozer skoraði 28 stig og hirti 15 fráköst fyrir Utah og Deron Williams skoraði 28 stig og gaf 14 stoðsendingar. Elton Brand skoraði 20 stig fyrir Clippers.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira