6,6% íslenskra barna býr við fátækt 9. desember 2006 18:15 Á fimmta þúsund íslenskra barna býr við fátækt, samkvæmt nýrri skýrslu sem forsætisráðherra lét taka saman að beiðni þingmanna Samfylkingarinnar. Þetta er óviðunandi ástand, segir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, sem vill meðal annars skoða hækkun barnabóta. Fyrir rúmu ári óskuðu þingmenn Samfylkingarinnar eftir skýrslu um fátækt barna og hag þeirra. Forsætisráðherra skilaði skýrslunni í gærkvöldi en þar kemur fram að árið 2004 hafi 4634 börn búið við fátækt á Íslandi - miðað við reiknireglur OECD. Þetta eru 6,6% allra íslenskra barna - eða 6,3% ef námslán eru reiknuð sem framfærslutekjur. Reikniaðferð OECD miðast við svo kallaðar miðtekjur. sem eru þær tekjur þegar jafnmargir eru með hærri og lægri tekjur en miðtekjufólk. Þegar fólk er síðan aðeins með helming miðtekna, er það komið undir fátæktarmörk að mati OECD. Helgi Hjörvar segir þessa stöðu óviðunandi. "Við sjáum af samanburði að í hópi OECD ríkjanna þá stöndum við ágætlega en við erum eftirbátar hinna Norðurlandanna sem augljóslega eru að ná umtalsvert betri árangri en við í að nota skatt- og bótakerfið í að fækka fátækum börnum." Ýmislegt hefur áhrif á efnahag barnafjölskyldna. Því yngri sem foreldrarnir eru því bágbornari efnahagurinn, barn sem býr hjá einstæðu foreldri er fimm sinnum líklegra til að búa við fátækt en ef tveir foreldrar eru á heimilinu. Aðspurður hvort hækka þurfi barnabætur segir Helgi það ein af þeim leiðum sem þurfi að skoða alvarlega. Helgi segir mikilvægt að greina hvaða börn búa ekki við tímabundna fátækt, heldur alast upp við fátækt, jafnvel kynslóð fram af kynslóð. Það þurfi að skoða þær leiðir sem Norðurlandaþjóðirnar hafa farið til að fækka fátækum börnum. "Og verið best í heimi í þessu eins og svo mörgu öðru." Fréttir Innlent Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Á fimmta þúsund íslenskra barna býr við fátækt, samkvæmt nýrri skýrslu sem forsætisráðherra lét taka saman að beiðni þingmanna Samfylkingarinnar. Þetta er óviðunandi ástand, segir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, sem vill meðal annars skoða hækkun barnabóta. Fyrir rúmu ári óskuðu þingmenn Samfylkingarinnar eftir skýrslu um fátækt barna og hag þeirra. Forsætisráðherra skilaði skýrslunni í gærkvöldi en þar kemur fram að árið 2004 hafi 4634 börn búið við fátækt á Íslandi - miðað við reiknireglur OECD. Þetta eru 6,6% allra íslenskra barna - eða 6,3% ef námslán eru reiknuð sem framfærslutekjur. Reikniaðferð OECD miðast við svo kallaðar miðtekjur. sem eru þær tekjur þegar jafnmargir eru með hærri og lægri tekjur en miðtekjufólk. Þegar fólk er síðan aðeins með helming miðtekna, er það komið undir fátæktarmörk að mati OECD. Helgi Hjörvar segir þessa stöðu óviðunandi. "Við sjáum af samanburði að í hópi OECD ríkjanna þá stöndum við ágætlega en við erum eftirbátar hinna Norðurlandanna sem augljóslega eru að ná umtalsvert betri árangri en við í að nota skatt- og bótakerfið í að fækka fátækum börnum." Ýmislegt hefur áhrif á efnahag barnafjölskyldna. Því yngri sem foreldrarnir eru því bágbornari efnahagurinn, barn sem býr hjá einstæðu foreldri er fimm sinnum líklegra til að búa við fátækt en ef tveir foreldrar eru á heimilinu. Aðspurður hvort hækka þurfi barnabætur segir Helgi það ein af þeim leiðum sem þurfi að skoða alvarlega. Helgi segir mikilvægt að greina hvaða börn búa ekki við tímabundna fátækt, heldur alast upp við fátækt, jafnvel kynslóð fram af kynslóð. Það þurfi að skoða þær leiðir sem Norðurlandaþjóðirnar hafa farið til að fækka fátækum börnum. "Og verið best í heimi í þessu eins og svo mörgu öðru."
Fréttir Innlent Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira