Ríkisstjórnin samþykkir frumvarp til að bæta stöðu erlendra starfsmanna 8. desember 2006 10:25 MYND/Stéfán Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag frumvarp Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra. Fram kemur í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu að markmiðið með frumvarpinu sé að veita íslenskum stjórnvöldum betri sýn yfir stöðuna á innlendum vinnumarkaði hvað varðar starfsemi erlendra þjónustufyrirtækja ásamtfjölda erlendra starfsmanna sem starfa hjá slíkum fyrirtækjum hér á landi. Frumvarpið nær til fyrirtækja sem hafa staðfestu í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, EFTA-ríki eða Færeyjum og sendir starfsmann tímabundið hingað til lands í tengslum við veitingu þjónustu. Lögin gilda um starfsmannaleigur til viðbótar við gildandi lög þær. Samkvæmt frumvarpinu verður fyrirtækið að upplýsa Vinnumálastofnun átta virkum dögum áður en það veitir þjónustuna ef hún varir lengur en tíu virka daga hér á landi. Þá skal Vinnumálastofnun tilkynnt um sérstakan fulltrúa fyrirtækisins hér á landi ef fyrirtækið veitir þjónustu hér lengur en í fjórar vikur á hverjum tólf mánuðum og sex eða fleiri starfsmenn veiti þjónustuna. Ef notendafyrirtæki fær ekki staðfestingu Vinnumálastofnunar hjá fyrirtæki um að fyrirtækið eða undirverktakar hafi veitt Vinnumálastofnun upplýsingar er notendafyrirtækinu skylt að láta Vinnumálastofnun vita.Enn fremur kemur fram í tilkynningunni að markmið frumvarpsins sé að erlendir starfsmenn fái laun og önnur starfskjör í samræmi við íslensk lög og íslenska kjarasamninga á meðan þeir starfa hér á landi, þar með talin réttindi í tengslum við veikindi og/eða slys og bætur vegna andláts, varanlegs líkamstjóns og tímabundins missis starfsorku. Undanþágu er unnt að fá við vissar aðstæður og verði viðkomandi starfsmaður hér á landi í átta daga eða skemur.Vinnumálastofnun hefur eftirlit með framkvæmd laganna og getur kallað eftir upplýsingum frá fyrirtæki í þágu eftirlits enda hafi stofnuninni borist rökstudd kvörtun um að fyrirtæki hafi brotið gegn ákvæðum laganna. Ef ekki er farið að fyrirmælum Vinnumálastofnunar getur hún krafist þess að lögregla stöðvi vinnu tímabundið eða loki starfsemi fyrirtækisins hér á landi þangað til úrbætur hafa verið gerðar.Frumvarpið er afrakstur vinnu starfshóps sem félagsmálaráðherra skipaði í júní 2006 til að fara yfir málefni útlendinga á íslenskum vinnumarkaði. Í starfshópnum eru fulltrúar Alþýðusambands Íslands, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Bandalags háskólamanna, dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, fjármálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka atvinnulífsins auk fulltrúa félagsmálaráðuneytisins.„Ekki síst í ljósi Hæstaréttardóms í gær varðandi starfsmannaleigur og kjör erlends starfsmanns er nauðsynlegt að herða tökin, skerpa ábyrgð fyrirtækja og treysta innviði vinnumarkaðarins," segir Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra í tilkynningunni. „Eins og ég hef bent á hefur um langt skeið verið unnið að því í ráðuneytinu að skýra og bæta stöðu erlends verkafólks hér á landi. Þetta frumvarp er meðal annars afrakstur af þeirri vinnu." Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag frumvarp Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra. Fram kemur í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu að markmiðið með frumvarpinu sé að veita íslenskum stjórnvöldum betri sýn yfir stöðuna á innlendum vinnumarkaði hvað varðar starfsemi erlendra þjónustufyrirtækja ásamtfjölda erlendra starfsmanna sem starfa hjá slíkum fyrirtækjum hér á landi. Frumvarpið nær til fyrirtækja sem hafa staðfestu í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, EFTA-ríki eða Færeyjum og sendir starfsmann tímabundið hingað til lands í tengslum við veitingu þjónustu. Lögin gilda um starfsmannaleigur til viðbótar við gildandi lög þær. Samkvæmt frumvarpinu verður fyrirtækið að upplýsa Vinnumálastofnun átta virkum dögum áður en það veitir þjónustuna ef hún varir lengur en tíu virka daga hér á landi. Þá skal Vinnumálastofnun tilkynnt um sérstakan fulltrúa fyrirtækisins hér á landi ef fyrirtækið veitir þjónustu hér lengur en í fjórar vikur á hverjum tólf mánuðum og sex eða fleiri starfsmenn veiti þjónustuna. Ef notendafyrirtæki fær ekki staðfestingu Vinnumálastofnunar hjá fyrirtæki um að fyrirtækið eða undirverktakar hafi veitt Vinnumálastofnun upplýsingar er notendafyrirtækinu skylt að láta Vinnumálastofnun vita.Enn fremur kemur fram í tilkynningunni að markmið frumvarpsins sé að erlendir starfsmenn fái laun og önnur starfskjör í samræmi við íslensk lög og íslenska kjarasamninga á meðan þeir starfa hér á landi, þar með talin réttindi í tengslum við veikindi og/eða slys og bætur vegna andláts, varanlegs líkamstjóns og tímabundins missis starfsorku. Undanþágu er unnt að fá við vissar aðstæður og verði viðkomandi starfsmaður hér á landi í átta daga eða skemur.Vinnumálastofnun hefur eftirlit með framkvæmd laganna og getur kallað eftir upplýsingum frá fyrirtæki í þágu eftirlits enda hafi stofnuninni borist rökstudd kvörtun um að fyrirtæki hafi brotið gegn ákvæðum laganna. Ef ekki er farið að fyrirmælum Vinnumálastofnunar getur hún krafist þess að lögregla stöðvi vinnu tímabundið eða loki starfsemi fyrirtækisins hér á landi þangað til úrbætur hafa verið gerðar.Frumvarpið er afrakstur vinnu starfshóps sem félagsmálaráðherra skipaði í júní 2006 til að fara yfir málefni útlendinga á íslenskum vinnumarkaði. Í starfshópnum eru fulltrúar Alþýðusambands Íslands, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Bandalags háskólamanna, dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, fjármálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka atvinnulífsins auk fulltrúa félagsmálaráðuneytisins.„Ekki síst í ljósi Hæstaréttardóms í gær varðandi starfsmannaleigur og kjör erlends starfsmanns er nauðsynlegt að herða tökin, skerpa ábyrgð fyrirtækja og treysta innviði vinnumarkaðarins," segir Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra í tilkynningunni. „Eins og ég hef bent á hefur um langt skeið verið unnið að því í ráðuneytinu að skýra og bæta stöðu erlends verkafólks hér á landi. Þetta frumvarp er meðal annars afrakstur af þeirri vinnu."
Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira