Hollendingurinn játaði sína sök 30. nóvember 2006 15:11 Fimmtán kíló af amfetamíni fundust í bílnum. Eitt umfangsmesta fíkniefnasmygl síðari ára var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þrír Íslendingar og einn Hollendingur eru ákærðir fyrir innflutning og vörslu á fimmtán kílóum af amfetamíni og tíu af kannabis. Íslendingarnir báru af sér sakir en Hollendingurinn játaði að mestu.Efnin voru falin í bensíntanki BMW bifreiðar sem Íslendingur á fimmtugsaldri flutti frá Rotterdam með skipi sem kom til Reykjavíkur í byrjun apríl. Tollverðir fundu megnið af fíkniefnunum við leit en bíllinn var síðan tollafgreiddur og hinir ákærðu fluttu hann í iðnaðarhúsnæði við Krókháls. Þar stóð lögreglan mennina að verki þar sem þeir voru að fjarlægja flöskur með fíkniefnum úr bensínstank bílsins. Við aðalmeðferð málsins í dag játaði Hollendingurinn að hafa vitað af fíkniefnunum og sömuleiðis að hafa verið að fjarlægja efnin úr bílnum þegar lögreglan mætti á Krókháls. Hann neitar því hins vegar að hafa staðið fyrir, skipulagt og fjármagnað innflutninginn. Þóknun hans átti að ganga upp í skuldir. Hann neitaði að gefa upp hverjir stæðu á bak við innflutninginn þar sem hann óttaðist um fjölskyldu sína í Hollandi.Íslendingurinn sem er ákærður fyrir að hafa staðið að innflutningnum með Hollendingnum, neitaði sök. Hann hafi farið til Belgíu að skoða bílinn fyrir annan mann. Skoðunin tók tvær mínútur að eigin sögn. Hann lét síðan flytja bílinn til Íslands en kveðst ekki hafa vitað af fíkniefnunum fyrr en hann kom til landsins sem er andstætt framburði við skýrslutöku lögreglu en bar fyrir sig slæmu líkamlegu ástandi vegna hjartaáfalls sem hann fékk í gæsluvarðhaldi við þá skýrslutöku. Hann hefði að vísu grunað að eitthvað væri í bílnum en taldi að það gætu kannski verið "húsgögn eða eitthvað".Aðalmeðferð stendur enn yfir.eðferð stendur enn yfir. Fréttir Innlent Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Sjá meira
Eitt umfangsmesta fíkniefnasmygl síðari ára var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þrír Íslendingar og einn Hollendingur eru ákærðir fyrir innflutning og vörslu á fimmtán kílóum af amfetamíni og tíu af kannabis. Íslendingarnir báru af sér sakir en Hollendingurinn játaði að mestu.Efnin voru falin í bensíntanki BMW bifreiðar sem Íslendingur á fimmtugsaldri flutti frá Rotterdam með skipi sem kom til Reykjavíkur í byrjun apríl. Tollverðir fundu megnið af fíkniefnunum við leit en bíllinn var síðan tollafgreiddur og hinir ákærðu fluttu hann í iðnaðarhúsnæði við Krókháls. Þar stóð lögreglan mennina að verki þar sem þeir voru að fjarlægja flöskur með fíkniefnum úr bensínstank bílsins. Við aðalmeðferð málsins í dag játaði Hollendingurinn að hafa vitað af fíkniefnunum og sömuleiðis að hafa verið að fjarlægja efnin úr bílnum þegar lögreglan mætti á Krókháls. Hann neitar því hins vegar að hafa staðið fyrir, skipulagt og fjármagnað innflutninginn. Þóknun hans átti að ganga upp í skuldir. Hann neitaði að gefa upp hverjir stæðu á bak við innflutninginn þar sem hann óttaðist um fjölskyldu sína í Hollandi.Íslendingurinn sem er ákærður fyrir að hafa staðið að innflutningnum með Hollendingnum, neitaði sök. Hann hafi farið til Belgíu að skoða bílinn fyrir annan mann. Skoðunin tók tvær mínútur að eigin sögn. Hann lét síðan flytja bílinn til Íslands en kveðst ekki hafa vitað af fíkniefnunum fyrr en hann kom til landsins sem er andstætt framburði við skýrslutöku lögreglu en bar fyrir sig slæmu líkamlegu ástandi vegna hjartaáfalls sem hann fékk í gæsluvarðhaldi við þá skýrslutöku. Hann hefði að vísu grunað að eitthvað væri í bílnum en taldi að það gætu kannski verið "húsgögn eða eitthvað".Aðalmeðferð stendur enn yfir.eðferð stendur enn yfir.
Fréttir Innlent Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Sjá meira