Sjúkdómsvæðing meðgöngunnar 22. nóvember 2006 18:06 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði heilbrigðisyfirvöld um stefnuleysi í mæðravernd á Alþingi í dag. Hætta væri á að peningar og þjálfun starfsfólks færu í súginn við flutning áhættumeðgönguverndar á Landspítalann. Þingmaður vinstri grænna segir að verið sé að sjúkdómsvæða meðgönguna. Ráðherra og þingmenn tókust á um niðurlagningu Miðstöðvar mæðraverndar í núverandi mynd í utandagskrárumræðum á alþingi í dag. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar var málshefjandi og sagði rökin fyrir flutningi áhættumeðgöngueftirlits á Landspítalann húsnæðislegs eðlis en ekki heilsufarslegs. Kolbrún Halldórsdóttir sagði verðandi mæður uggandi um sinn hag. "Þetta eru ömurleg eftirmæli áhugalausrar ríkisstjórnar. Þarna er framsóknarflokknum rétt lýst. Hann gerir ekkert með reynslu og þekkingu ljósmæðra, lækna og annars starfsfólks Miðstöðvar mæðraverndar, leggur niður þjónustuna sem hefur átt sér stað í nútímalegu heilsuverndarumhverfi og sjúkdómavæðir meðgönguna." Ásta Möller þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði skipulagsbreytingar sem hafa orðið í meðgöngueftirliti til bóta - hins vegar gagnrýndi hún hve hratt þessi breyting hefði orðið. "Og þá hlýt ég einnig að gagnrýna ákveðið stefnuleysi í þessum málum því á stuttum tíma hefur verið lagt í miklar fjárfestingar í breytingar á húsnæði og þjálfun starfsfólks til ákveðinna verkefna sem nú er hætta á að fari í súginn." Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra mótmælti harðlega. "Ég vísa því algerlega á bug að við séum að stíga skref afturábak. Það er kolrangt að halda því fram. Við ætlum að veita þunguðum konum á Íslandi þá fullkomnustu þjónustu sem völ er á." Fréttir Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði heilbrigðisyfirvöld um stefnuleysi í mæðravernd á Alþingi í dag. Hætta væri á að peningar og þjálfun starfsfólks færu í súginn við flutning áhættumeðgönguverndar á Landspítalann. Þingmaður vinstri grænna segir að verið sé að sjúkdómsvæða meðgönguna. Ráðherra og þingmenn tókust á um niðurlagningu Miðstöðvar mæðraverndar í núverandi mynd í utandagskrárumræðum á alþingi í dag. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar var málshefjandi og sagði rökin fyrir flutningi áhættumeðgöngueftirlits á Landspítalann húsnæðislegs eðlis en ekki heilsufarslegs. Kolbrún Halldórsdóttir sagði verðandi mæður uggandi um sinn hag. "Þetta eru ömurleg eftirmæli áhugalausrar ríkisstjórnar. Þarna er framsóknarflokknum rétt lýst. Hann gerir ekkert með reynslu og þekkingu ljósmæðra, lækna og annars starfsfólks Miðstöðvar mæðraverndar, leggur niður þjónustuna sem hefur átt sér stað í nútímalegu heilsuverndarumhverfi og sjúkdómavæðir meðgönguna." Ásta Möller þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði skipulagsbreytingar sem hafa orðið í meðgöngueftirliti til bóta - hins vegar gagnrýndi hún hve hratt þessi breyting hefði orðið. "Og þá hlýt ég einnig að gagnrýna ákveðið stefnuleysi í þessum málum því á stuttum tíma hefur verið lagt í miklar fjárfestingar í breytingar á húsnæði og þjálfun starfsfólks til ákveðinna verkefna sem nú er hætta á að fari í súginn." Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra mótmælti harðlega. "Ég vísa því algerlega á bug að við séum að stíga skref afturábak. Það er kolrangt að halda því fram. Við ætlum að veita þunguðum konum á Íslandi þá fullkomnustu þjónustu sem völ er á."
Fréttir Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira